Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Stærðir 36-47 Verð 26.995 Cosmic High run Stærðir 36-47 Verð 22.995 Cosmic run Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Skyldi hún bara vera veik fyrirsvona strák sem geysist umá mótorfák og hræðist ekkineitt eins og daman sem HLH flokkurinn söng um hér um ár- ið? Altént var Sigríði Ýri Unnarsdótt- ur ekki til setunnar boðið eftir að bandaríski ferða- og ævintýramað- urinn Mike Reid gisti á sófanum heima hjá henni í janúar síðastliðn- um. Að viku liðinni ætlar hún með honum í 11 þúsund kílómetra mótor- hjólaferð þvert yfir Bandaríkin. Mike áætlar að ferðin taki 25 daga. Og hann ætti að vita hvað hann syngur, þaulreyndur maðurinn þegar ferða- lög eru annars vegar. „Tilgangur ferðarinnar er fyrst og fremst að safna áheitum fyrir samtökin Seeds of Peace, eða Fræ friðar, í fjáröflunarátakinu Miles for Peace, sem snýst um að safna fé til að börn frá stríðshrjáðum löndum geti dvalið í sumarbúðum í Bandaríkjun- um. Markmið samtakanna er að stuðla að friði í heiminum og okkar að safna sex þúsund dollurum til að geta staðið undir kostnaði fyrir barn í búð- unum,“ upplýsir Sigríður Ýr og bætir við að Mike sé hugsjónamaður, sem hafi síðustu tvö árin helgað sig fjár- öflunarleiðöngrum í þágu ýmissa góðgerðar- og friðarsamtaka. Ástin og ævintýrin Förum aðeins aftur í tímann. Sigríður Ýr hafði um nokkurt skeið boðið ferðamönnum að gista án end- urgjalds í sófanum heima hjá sér í gegnum alþjóðlega tengslanetið co- uchsurfing.com. Einn þeirra var Mike. „Sjálf hef ég ferðast víða um Evrópu og gist í sófum heima hjá fólki, enda ódýrasti ferðamátinn, sem býður aukinheldur upp á alls konar ævintýri. Ævintýraþráin hefur alltaf blundað í mér, en undanfarið hef ég verið upptekin í námi í Tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla Ís- lands og að halda heimili fyrir börnin mín tvö, sem eru 5 og 7 ára,“ segir Sigríður Ýr. Þá kom Mike og hreif hana á vit ævintýranna. „Við náðum strax rosa- lega vel saman og urðum góðir vinir. Ein nótt í sófanum varð að mörgum og síðan nokkrum heimsóknum til Ís- lands auk þess sem við vorum í stöð- ugu sambandi á Skype. Smám saman kviknaði ástarneisti á milli okkar og við fórum að leggja á ráðin um fram- tíð og ferðalög. Mótorhjólaferðin verður í rauninni prófraun á okkur sem ferðafélaga og ekki síst sem par, “ segir Sigríður Ýr bjartsýn og full tilhlökkunar. Þótt þau ráði ráðum sínum á Skype, hefur Mike aðallega haft und- irbúning ferðarinnar á sinni könnu, enda hægari heimatökin í Fíladelfíu þar sem hann býr og verður upphaf og endir ferðarinnar. Sigríður Ýr hef- ur verið önnum kafinn að skrifa BA ritgerðina sem hún skilar í dag. „Hangir í Mike“ „Ferðakostnaður verður í al- gjöru lágmarki. Við erum búin að kaupa okkur mótorhjól, sem við selj- um eftir ferðalagið, kortleggja leiðina og ákveða hvað við þurfum að taka með okkur, sem verður eins lítið og við mögulega komumst af með. Tjald- ið, myndavélar, tölvur og öryggis- útbúnaður taka mesta plássið, en við ætlum að halda úti facebook-síðum og instagram, blogga og taka myndir og vídeó af því sem á vegi okkar verð- ur. Meiningin er að hjóla sex tíma á Geysast um á mótorfák og hræðast ekki neitt Mótorhjólaferð þvert yfir Bandaríkin stendur fyrir dyrum hjá Sigríði Ýri Unnarsdóttur og Mike Reid, banda- rískum kærasta hennar. Á ferðalaginu ætla þau að takast á við alls konar áskoranir og safna um leið fé fyrir samtökin Seeds of Peace til að styrkja barn frá stríðshrjáðu landi í sumarbúðir í Bandaríkjunum. Ævintýrið byrjaði í sófanum heima hjá Sigríði Ýri. Esjan Sigríður Ýr gekk með Mike á Esjuna þegar hann kom fyrst til Íslands. Mótorhjólaferðin Fíladelfía, heimaborg Mike, er upphaf og endir leiðang- ursins. Fyrst halda ferðalangarnir í suður með stefnuna á San Fransiskó, þaðan hjóla þau örlítið suður á bóginn og til baka á upphafsreit. Útgáfu bókarinnar Lopapeysuprjón – fyrir byrjendur og lengra komna eftir Auði Björt Skúladóttur verður fagnað kl. 17-18.30 í dag í verslun- inni Eymundsson í Austurstræti. Lopapeysuprjón er leiðarvísir fyrir byrjendur og lengra komna. Markmiðið er að gera lopapeysu- prjón aðgengilegt og áhugavert fyr- ir unga jafnt sem aldna og hvetja til skapandi hugsunar við prjónaskapinn. Íslenska lopapeysan á sér langa sögu og er í senn fljótprjónuð, ein- föld og falleg. Í bókinni eru ítarlegar upplýsingar um áhöld og leiðbein- ingar um ýmis hagnýt atriði, t.d. hvernig best sé að taka mál og mæla prjónafestu. Í bókinni eru tvær uppskriftir, annars vegar af peysu fyrir 2ja-10 ára börn og hins vegar af peysu í stærðunum xs-xxl. Boðið er upp á 18 mynstur, níu fyrir hvora uppskrift. Útgefandi er Iðnú útgáfa. Lopapeysuprjón Leiðarvísir fyr- ir byrjendur og lengra komna Í kvöld leiðir Jóna Valdís Sveinsdóttir, yfirgarðyrkjufræðingur hjá Grasa- garði Reykjavíkur, fræðslugöngu þar sem skoðaðar verða sígrænar plöntur í garðinum. Gangan er farin í tengsl- um við stofnfund klúbbs um sígræn- ar plöntur hjá Garðyrkjufélagi Ís- lands, sem hefst kl. 19 í húsakynnum félagsins í Síðumúla 1. Eftir fundinn verður haldið niður í Laugardal og lagt af stað í gönguna frá aðalinn- gangi garðsins kl. 20. Grasagarðurinn, sem stofnaður var á 175 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1961, stendur fyrir fjölbreyttri fræðslu fyrir almenning árið um kring. Markmið fræðslunnar er að nýta hin margvíslegu plöntusöfn til fræðslu um umhverfið, garðyrkju, grasafræði, fuglalíf, garðmenningu, grasnytjar og til listsköpunar. Grasagarðurinn er lifandi safn undir berum himni, sem varðveitir um 5.000 safngripi í átta safndeild- um. Vefsíða grasagardur.is Sígrænar plöntur í lifandi safni Morgunblaðið/Jim Smart Allt er vænt sem vel er grænt Gönguferð um Grasagarðinn nærir sál og líkama. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ljóðaunnendur ættu að grípa tækifærið og hlýða á túlkun ljóða sænska skáldsins Hjalm- ar Gullberg og annarra sam- tímaskálda kl. 19.30 í kvöld í Norræna húsinu. Jonas Thornell rithöfundar túlkar ljóðin en tónlistarflutningur er í höndum Henrik Venant tónlista- manns. Auk þess að vera frægur sem rit- höfundur og ljóðskáld er Gullberg þekktur fyrir að hafa þýtt gríska harmleiki yfir á sænsku. Hann fæddist í Málmey árið 1898, en féll fyrir eigin hendi 1961. Túlkun ljóða í tali og tónum Hjalmar Gullberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.