Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda nú, heldur í raun og veru einstakt í sögu forsetakosninga og lýðveldis- ins, að jafn öflugur fyrrverandi for- sætisráðherra og fremsti fræðimað- ur þjóðarinnar gangi fram á völlinn og gefi kost á sér til að sinna þessu embætti sem þeir báðir hafa haft langvarandi tengsl við, þótt með ólíkum hætti sé.“ Þá segir hann að jafnframt hafi komið í ljós, fyrst með könnun Fréttablaðsins sem birt var 5. maí sl., að líkur gætu verið til þess að frambjóðandi, í því tilviki Guðni Th. Jóhannesson, myndi njóta stuðnings sem væri álíka mikill þeim sem Ólaf- ur sjálfur og Vigdís Finnbogadóttir fengu þegar þau voru kosin fyrst. „Það gerði það að verkum að ég fór þá strax 5. maí að velta því fyrir mér að nú væru kannski að myndast, sem betur fer, þær kringumstæður að þjóðin væri loksins eftir fjögurra mánaða leit að finna sér einstakling sem gæti notið nægilegs stuðnings. Þá setti ég á blað nokkrar hugleið- ingar út frá mínum fyrri rökstuðn- ingi, og ég gerði það aftur 6. maí. Þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ákvað síðan að gefa kost á sér má segja að rök- semdafærslan sem ég lagði til grundvallar hafi leitt að skýrri nið- urstöðu sem ég tilkynnti svo í morg- un [innsk. blm.: gærmorgun],“ segir hann. Ótengt umfjöllun um Dorrit Aðspurður segir Ólafur að ákvörð- unin sé alfarið ótengd umfjöllun fjöl- miðla síðustu vikur um tengsl eigin- konu hans, Dorritar Moussaieff, við aflandsfélög. „Nei, hún hefur ekki haft nein áhrif í þessum efnum enda var margt rangt sagt og ýkt í þeirri umræðu. Eins og fram hefur komið af hálfu Dorritar, gagnstætt því sem fullyrt hefur verið í ýmsum fjölmiðl- um, hefur hún ekki átt nein viðskipti við þennan svissneska banka eða komið nálægt þessu Jaiwick- fyrirtæki. Því miður voru alls konar rang- færslur uppi í þeirri umræðu en þær hafa nú verið leiðréttar svo að sá þáttur hafði ekki neitt með þetta að gera,“ segir hann og bætir við að grundvallarákvarðanir af þessu tagi byggist fyrst og fremst á sjónarmið- um sínum gagnvart forsetaembætt- inu og farsæld þess og síðan þeim stuðningi sem það verði að njóta meðal þjóðarinnar svo að farsæld sambúð forsetans og þjóðarinnar geti áfram verið grundvöllur að traustu lýðveldi á Íslandi. Gengur sáttur frá borði En er Ólafur sáttur við ákvörð- unina? „Já, ég er eiginlega meira en sáttur. Ég er mjög glaður í mínu hjarta og mínum huga,“ segir Ólafur og bætir við að hann hlakki til fram- haldsins. Þá segir hann að þrátt fyr- ir að atburðarásin í apríl hafi verið með óvenjulegum hætti virðist lend- ingin vera slík að þjóðin geti á far- sælan hátt valið sér nýjan forseta og hann gengið ánægður til nýrra og heillandi verkefna. Spurður hvort eitthvað standi upp úr eftir 20 ára setu sem forseti Ís- lands segist Ólafur ekki geta nefnt eitthvað eitt. „Ég vona hins vegar að verk mín á þessum árum hafi annars vegar sýnt þjóðinni að forsetaemb- ættið geti með afgerandi hætti ráðið örlögum þjóðarinnar á ögurstundu og einnig greitt götu nýrra og brýnna viðfangsefna, bæði fyrir Ís- lendinga og alþjóðasamfélagið.“ Ólafur kveður glaður í hjarta  Ólafur Ragnar Grímsson býður sig ekki fram til endurkjörs  Hafði íhugað að draga framboðið til baka í um viku  Gengur sáttur frá borði eftir 20 ár sem forseti  Heillandi verkefni fram undan Morgunblaðið/Eggert Í Mosfellsbæ Hús Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Frikki Í fimmta sinn Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff á inn- setningarathöfninni 2012 þegar Ólafur tók við embætti í fimmta sinn. Fram undan hjá Ólafi taka við verkefni á sviði norðurslóða- mála og baráttan fyrir um- hverfisvernd og hreinni orku og gegn loftlagsbreytingum. „Ég hlakka til að fá frelsi og meiri tíma til að geta sinnt því sem ég held að muni gagnast Íslandi og okkur öll- um á margvíslegan hátt, og vera laus undan þeim tíma- freku og reglubundnu verk- efnum og skyldum sem á for- setanum hvíla.“ Eftir brottför frá Bessa- stöðum hyggst Ólafur flytja í hús í Mosfellsbæ sem hann keypti ásamt Dorrit Mousa- ieff, eiginkonu sinni, fyrir fjór- um árum. „Það hefur beðið eftir okkur í þessi fjögur ár, en Dorrit hefur auðvitað áfram haldið sitt heimili í London. Ég reikna með að verja einhverjum tíma hér og síðan mun ég sjálfsagt verja töluverðum tíma erlendis bæði vegna búsetu Dorritar þar og einnig vegna þeirra al- þjóðlegu verkefna sem ég mun sinna og jafnvel hefur verið leitað eftir að ég muni sinna í enn frekari mæli þegar ég er laus undan þessum dag- legu skyldum.“ Hvað tekur við hjá Ólafi? FLYTUR Í MOSFELLSBÆ Morgunblaðið/RAX Á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir árið 1997, ári eftir að Ólafur tók við embættinu fyrst. VIÐTAL Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is „Ég er mjög glaður í mínu hjarta og mínum huga,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Ákvörðunina til- kynnti hann í yfirlýsingu í gærmorg- un, en í samtali við Morgunblaðið segist hann hafa farið að endur- hugsa framboð sitt fyrir um viku. Ólafur Ragnar segir það fyrst og fremst hafa verið samverkandi þætti sem gerðu það að verkum að hann ákvað að falla frá fyrri ákvörðun sinni um að bjóða sig fram, en lands- lagið sé verulega breytt frá því í fyrri hluta aprílmánaðar þegar hann tilkynnti um framboðið. „Sá tími var í raun og veru ein- stakur í sögu lýðveldisins því þar fóru saman fjölmennustu mótmæli í áratugi við Alþingishúsið, sem vöktu athygli víða um heim, og afsögn for- sætisráðherra eftir tilraun til þing- rofs auk þess sem alþingiskosning- um var flýtt, sem er ansi sérstakt og eftirminnilegt. Til viðbótar voru rúmir þrír mán- uðir liðnir frá því að ég tilkynnti í ný- ársávarpinu að ég myndi hætta en þrátt fyrir það hafði ekki komið fram, þó að gríðarlegur fjöldi nafna hefði verið nefndur í tengslum við forsetaembættið og margir boðið sig fram, neinn frambjóðandi sem virt- ist hafa nægilegan stuðning meðal þjóðarinnar til að geta gegnt þessu embætti,“ segir Ólafur og bætir við að það hafi leitt til þess að hann hafi látið undir þrýstingi um að bjóða sig aftur fram, „en þó með því skilyrði eins og ég nefndi í yfirlýsingu minni að ef þjóðin gæti sameinast um ann- an frambjóðanda þá myndi ég taka því vel.“ Tveir sterkir frambjóðendur Þegar Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi stigið fram á sjónarsviðið með sín framboð hafi hann því farið að hugsa um að draga framboðið til baka. „Þarna koma fram tveir einstaklingar sem báðir eru með einstök tengsl við for- setaembættið; annars vegar sá ís- lenski fræðimaður sem mest hefur skrifað um forsetaembættið og rannsakað það, og hins vegar sá for- ystumaður í íslenskum þjóðmálum sem lengst stjórnmálamanna hefur setið í ríkisráðinu og verið forsætis- ráðherra lengst allra á lýðveldistím- anum. Það er ekki aðeins merkilegt Ólafur Ragnar Grímsson hafnar því að niðurstöður skoðanakönnunar MMR sem birtar voru í gærmorgun hafi haft eitthvað með ákvörðun hans að gera, enda sýni reynslan á könnunum í for- setakosningum að „fylgi einstaklinga geti sveiflast upp eða niður með skjót- um hætti og það er í sjálfu sér ekki mjög marktækt“. Ólafur nefnir sem dæmi skoðana- könnun sem gerð var árið 1996, um tveimur mánuðum fyrir forsetakosn- ingar, þar sem fylgi hans mældist um 70% en eftir niðurstöður kosninganna var fylgi hans um 40%. „Svo að þessi könnun skipti nákvæmlega engu máli í þessu samhengi.“ Niðurstöður fyrrnefndrar könnunar MMR hafa vakið athygli, en þar mælist Guðni Th. Jóhannesson með 59,2% fylgi en Ólafur Ragnar kom þar á eftir með 25,3% fylgi. Davíð Oddsson til- kynnti framboð sitt þegar um 3/4 hluta gagnaöflunarinnar var lokið en var bætt við sem svarmöguleika um leið og hann tilkynnti framboð sitt á sunnu- dag. Því fengu aðeins 27% svarenda Davíð Oddsson sem svarmöguleika. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, segir niðurstöður slíkrar könnunar ekki sýna stöðuna eins og hún sé í dag, heldur frekar hvernig hún hafi verið fyrir helgi. „Þetta breytist ört, svo að það verður hreyfing á þessu eitthvað áfram,“ segir hún. Þorlákur Karlsson, rannsóknar- stjóri hjá Maskínu, tekur í sama streng og segir að ekki sé óeðlilegt að birta slíkar kannanir en þeim verði að taka með fyrirvara. Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir erfitt að spá fyrir um úrslit kosn- inganna á þessu stigi. „Það er svolítið snúið að spá í þetta vegna þess að mað- ur veit ekki hversu mikinn styrk nýj- asti frambjóðandinn, Davíð Oddsson, hefur. Sumir búast við að hann verði geysilega öflugur en það er engin mæl- ing komin fram, svo að það er erfitt að segja til um það,“ segir hún. „Svo get- ur auðvitað ýmislegt komið fram í kosningabaráttunni“. „Þessi könnun skipti nákvæmlega engu máli“  Könnun MMR sýni ekki stöðuna eins og hún er í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.