Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Mikið úrval Póstsendum Ullar- og silkinær- fatnaður Hlýtt í útileguna NÝKOMIÐ! Ótrúlega mjúkir og þægilegir sumarskór úr leðri, fyrir dömur og herra! Gæði í gegn ! Teg: 734307 Stærðir: 36 - 42 Litur: rautt. Verð: 13.750 Teg: 734307 Stærðir: 36 - 42 Litur: svart. Verð: 13.750.- Teg: 422201 Stærðir: 40 -45 Litur: grátt. Verð: 16.950.- Teg: 417305 Stærðir: 40 - 46 Litur: svart. Verð: 15.500.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Gæði í gegn ! Teg: 503602 Mjúkir og þægilegir herrasandalar úr leðri.Litir: brúnt og svart. Stærðir: 40 - 48. Verð: 11.890.- Teg: 503603 Mjúkir og þægilegir herrasandalar úr leðri með hælbandi. Litir: brúnt og svart. Stærðir: 40 - 46 Verð: 13.585.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. TILBOÐ TILBOÐ Dömuskór úr leðri, stakar stærðir. Tilboðsverð: 2.900.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. TILBOÐ TILBOÐ Dömuskór úr leðri, stakar stærðir. Tilboðsverð: 2.900.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Þjóðlegir skartgripir og minja- gripir. Mikið úrval af skarti og minja- gripum úr silfri er tengist víkinga- tímanum og fyrri hluta 20. aldar. Heildsala smásala, ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775 www.erna.is Bílar Renault Trafic 9 manna Minibus. 4/2014. Langur. Diesel. Hraðastillir. Fjarlægðarskynjarar. Loftkæling. Dráttarkrókur. ofl. Frábær bíll í ferðaþjónustu. Verð aðeins 4.650.000,- www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Slípa ryð af þökum, ryðbletta og tek að mér ýmis verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar 569 Þjónustuauglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð ✝ Sigurður Sig-fússon fæddist í Reykjavík 17. apr- íl 1924. Hann lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili 2. apríl 2016. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Sigríður Eyj- ólfsdóttir, f. 3. október 1903, d. 31. mars 1996, og Sig- fús Davíðsson, f. 13. febrúar 1903, d. 8. mars 1985. Systkini Sigurðar eru: a) Eygló, f. 28. júlí 1930, b) Davíð f. 11. nóv- ember 1936, c) Ólafur, f. 20. maí 1938, d) Dóra, f. 20. maí 1938, og e) Pálmi, f. 1. desember 1945. Sigurður giftist 26. júlí 1947 Vigdísi Magnúsdóttur, f. 2. sept- ember 1925. foreldrar hennar voru Guðrún Gunnarsdóttir, f. 27. júní 1904, d. 1. apríl 1996, og Magnús Bjarnason, f. 19. febrúar 1906, d. 22. sept 1958. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Rúnar Hjálmarsson, f. 12. ágúst 1942, d. 18. maí 2007. Gunnar var giftur Þórey Þórðardóttur. 2) Sigríður, f. 17. nóv- ember 1947, gift Birni Þórhallssyni. 3) Ragnheiður, f. 7. júlí 1948, gift Sigurði Stefánssyni. 4) Drengur, f. 1952, d. 1952 .5) Halldór, f. 6. júní 1955, giftur Ásu Helgadóttur. 6) Guðrún f. 7 október 1956, gift Hinrik Gunn- arssyni. 7) Lóa Sigurðardóttir, f. 20. apríl 1958. Sigurður átti alls nítján barnabörn og 30 barnabarnabörn. Útför Sigurðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 10. maí 2016, klukkan 13. Ég get svo fátt sem býr í brjósti sagt. Það bindur tungu sterkur hugartregi, en aðeins kærleiksblómin blessuð, lagt á bleikan hvarm þinn, vinur elskulegi. Elskulegur tengdafaðir minn, Sigurður Sigfússon, eða Siggi kokkur eins og hann var svo oft nefndur, lést mánudag- inn 2 maí að Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, 92 ára gamall. Það er með ástúð og hlýju sem ég minnist tengdaföður míns sem ég var svo lánsöm að kynnast fyrir tæpum fjörutíu árum. Siggi átti alla tíð stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldu minnar , það var sterkur strengur á milli okkar Sigga sem varði alla tíð. Meðan heilsa hans leyfði hittumst við nokkrum sinnum á dag hvort sem hann kom í vinn- una til okkar hjóna eða heim að Heynesi 2, hann vildi jú fylgj- ast með því hvað var að gerast í okkar lífi, leik eða starfi. Siggi naut þess að vera í sveitinni hjá okkur, hann fór í hesthúsið, passaði börnin okkar Ingi- björgu og Helga, gekk út að tjörn, sat úti í garðinum eða var í eldhúsinu að taka í nefið og fá fréttir. Siggi vann alla tíð hörðum höndum til þess að sjá fyrir sér og sínum, hann var stoltur af sínu fólki, börnum og barna- börnum. Hann hafði mikla ánægju af hestum og hestaferðum, oft fór hann í löng ferðalög um landið, ýmist á hestum eða sem trúss. Siggi var góður afi og börnin mín nutu þess svo sannarlega. Stoltur og ánægður var hann þegar börnin okkar og tengda- börn tóku þá ákvörðun að byggja sér heimili í túninu heima, það var honum mikil- vægt að fá að fylgjast með hvernig húsbyggingarnar gengu. Þegar Siggi var níræður var annað húsið reist og það honum fannst honum vera besta af- mælisgjöf sem hann gat fengið. Siggi tók fjölskyldu minni sem sinni og sum systkinabörnin mín kölluðu hann afa. Siggi hafði gaman af því að rifja upp gamla tíma, hann var alltaf ungur í anda og naut þess að vera innan um sér yngra fólk, hann setti mark sitt á hjörtu margra og hann var góð- ur vinur og félagi. Þrautseigja og dugnaður ein- kenndu Sigga alla tíð og eftir að hann brotnaði fyrst fyrir ári síðan fór hann daglega í sjúkra- þjálfun. „Þetta er allt að koma,“ sagði hann svo oft. Siggi stefndi á það að geta keyrt aft- ur og jafnvel flutt aftur heim og séð um sig sjálfur. Á Höfða naut Siggi mikillar hlýju og umhyggju frá starfsfólkinu og erum við ættingjarnir ævarandi þakklát fyrir. Það er með ást og kærleika sem ég kveð tengdaföður minn, Sigga afa. Minning hans mun lifa um ókomna tíð. Ása Helgadóttir. Ég er afastelpa, það dylst engum sem hefur hitt mig og fengið að heyra sögur af afa sem var svo ern, keyrði bíl fram yfir nírætt, þrætti við mig um pólitík og sat með mér við eldhúsborðið og sagði sögur frá gömlum tímum. Dýrmætu stundirnar við eldhúsborðið voru óteljandi, við afi sátum saman, ræddum heimsmálin, horfna gæðinga, framtíðar- drauma og sögur af lífi hans. Stundum þögðum við og þurft- um ekkert að segja, bara vera. Ég er stolt af afa sem hafði stritað allt sitt líf, lifað tíma sem ég get bara lesið um í bók- um og alið af sér afkomendur sem fylltu hann stolti með verkum sínum og kærleik. Afi hafði unun af því að fylgjast með verkum afkomendanna hvort sem það voru barneignir, atvinna, byggingar eða annað. Hann vildi alltaf vita hvað væri að gerast hjá fólkinu sínu. Samband okkar var náið, hann tók virkan þátt í afar stuttum keppnisferli mínum í hestaíþróttum, tók mig með sér í hestaferðir og keyrði mig út um allan bæ áður en ég fékk bílpróf sjálf. Afi var til staðar fyrir okkur systkinin alla tíð. Þegar eitt- hvað bjátaði á var það ekki endilega rætt en nærveran og hlýjan orkuðu sem plástrar á sárin. Afi var ekki bara afi okk- ar, hann var afi allra, það var nóg pláss í hjartanu hans fyrir þá sem vildu komast þar að. Undir það síðasta var lík- aminn aðeins farinn að gefa sig en hugurinn þeim mun sterk- ari. Þegar eymsli í baki komu sterkar fram um nírætt tók afi sig á og hóf líkamsrækt. Hann var alltaf allur að koma til og allur að batna. Þessi einstaki lífsvilji er nokkuð sem ég mun alltaf minnast og horfa til sem leiðarljóss í mínu lífi. Afi fylgdi mér alla daga þau þrjátíu og tvö ár sem ég hef lifað og hann mun fylgja mér áfram út lífið. Það var mér dýrmætt að fá að vera með honum síðustu dag- ana. Við áttum saman góðan tíma þar sem við ræddum um heima og geima, grétum og hlógum og ég mun ætíð minnast fallega brossins hans. Mig langar að þakka sér- staklega starfsfólki á Höfða fyrir ómetanlegan stuðning og alúð undanfarna daga. Ingibjörg Halldórsdóttir. Sigurður Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.