Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Osta- og ljúfmetisverslun Grandagarður 35 · Sími 551 8400 www.burid.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Manuela Magnúsdóttir var komin 41 viku á leið með sitt annað barn síðastliðið laugardagskvöld. Hún og eiginmaður hennar, Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, voru pollróleg yfir öllu saman þó að Manuela hafi verið far- in að finna fyrir fyrirvaraverkjum. Þau grunaði ekki að nokkrum klukkutímum seinna myndi Guð- laugur, eða Gulli, taka á móti ný- fæddu barni þeirra á miðri götu fyrir utan Landspítalann. Um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags var Manuela komin með verki en hún vildi þó ekki fara of snemma upp á deild, hennar reynsla frá fyrri fæðingu var að ferlið tæki langan tíma. Þegar þau lögðu af stað upp á spítala stuttu seinna fóru hlut- irnir hins vegar að gerast hratt. Barnið fæddist úti á götu Vegna framkvæmda við spítal- ann voru þau ekki viss um hvar væri best að fara inn og fljótlega varð ljóst að barnið gat ekki beðið lengur. Þau voru stödd á bílastæði við Bar- ónsstíg en kvennadeildin vissi af komu þeirra. „En svo fór allt vatnið og þá hljóp Gulli á undan mér og sagðist ætla að finna ljósmæðurnar. Ég öskra á eftir honum að það sé ekki tími fyrir það og hann þurfi að gjöra svo vel að vera hérna hjá mér.“ Þau hringdu því í Neyðarlínuna og með aðstoð starfsmanns hennar greip Gulli bókstaflega barnið, sem er stúlka og var greinilega á mikilli hraðferð. Á sama augnabliki kom ljósmóðir hlaupandi að þeim. „Allir sem komu okkur til aðstoðar, 112, sjúkraflutningsmenn, ljósmæður og húsvörður á Landspítalanum, voru frábær í alla staði,“ segir Manuela. Fjölskyldan er nú í góðu yfirlæti á heimili sínu en er ennþá að jafna sig á þessari reynslu. „Við erum kannski ekki komin niður á jörðina, við erum ennþá að sjá fyndnu hlið- ina á þessu, en þetta fór allt vel og er mögnuð lífsreynsla að ganga í gegnum fæðingu nánast alveg óstuddur.“ »Sjá nánar á mbl.is Lítil stúlka skaust í heiminn á bílastæði Ljósmynd/Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Nýfædd Manuela ásamt nýfæddri dóttur á spítalanum. Hún kom þó ekki í heiminn þar, heldur á lóð fyrir utan.  Faðirinn tók á móti barninu með Neyðarlínuna í eyranu Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Al- þingis, segir að vel komi til greina að styrkja Skútustaðahrepp til þess að koma frárennslismálum umhverfis Mývatn í farsæl- an farveg. Eins og fram hefur komið óttast menn að hnignun lífríkis í vatninu stafi af auknum umgangi ferða- manna með til- heyrandi álagi á skolpkerfi og þ.a.l. Mývatn. Á fundi um- hverfis- og samgöngunefndar sem fram fór í gærmorgun komu meðal annars fram sjónarmið Skútustaða- hrepps, Árna Einarssonar líffræð- ings og Samtaka ferðaþjónustunnar vegna mengunar í Mývatni. Hösk- uldur segir að í máli Árna hafi komið fram að fosfórmengun á svæðinu sé fyrst og fremst af náttúrulegum or- sökum en hluti hennar af mannleg- um orsökum. Hefur Árni m.a. bent á að lægðir séu í lífríki Mývatns bæði þegar horft sé til lengri og skemmri tíma. Höskuldur segir að með reglu- gerðarbreytingu árið 2012 hafi verið settar meiri kvaðir á sveitarfélögin varðandi frárennsli og hreinsun á því. „Ég held að það þurfi að skoða það að styrkja Skútustaðahrepp [...] Ég held í það minnsta að það sé eðli- legt að ríkið íhugi að koma þarna inn í, því að svona lítið sveitarfélag eins og Skútustaðahreppur hefur ekki bolmagn til þess að skipta um skolp- lagnakerfi,“ segir Höskuldur. Nefndin tók málið upp að eigin frumkvæði að sögn Höskuldar. Styrkja þarf rannsóknir Hann segist þeirrar skoðunar að setja eigi á fót samráðshóp þar sem farið verði yfir aðstæður á Mývatni. „Ég held að það þurfi líka að styrkja rannsóknir þannig að við séum betur í stakk búin til þess að átta okkur á því hvað er af náttúrulegum völdum og hvað er af mannavöldum sem skapar þessar aðstæður. Og í fram- haldinu hvort hægt sé að snúa til baka þeirri þróun sem nú á sér stað á Mývatni,“ segir Höskuldur. Hann telur að samhugur sé í nefndinni um að grípa þurfi til að- gerða vegna ástandsins. Spurður út í framhaldið segir Höskuldur að nefndin muni ræða málið á fundi á miðvikudag. Fleiri gestir verði ekki kallaðir á fund nefndarinnar nema eftir því verið kallað sérstaklega. Liðsinnis stjórnvalda þörf  Lægðir í lífríki Mývatns krefjast rannsókna að mati formanns umhverfis- og samgöngunefndar  Styrkja þurfi Skútustaðahrepp vegna frárennslismála Morgunblaðið/Birkir Fanndal Mývatn Lífríki Mývatns er í lágmarki bæði þegar horft er til lengri og skemmri tíma. Höskuldur Þórhallsson telur tilefni til frekari rannsókna. Höskuldur Þórhallsson Reiknað er með að hraðskipið Embla komi til Gautaborgar í dag, en Embla var í gærkvöldi við Noreg. Aldrei áð- ur mun opnum báti af þessu tagi hafa verið siglt þessa löngu leið. Þegar báturinn var úti fyrir bæn- um Mandal á suðurodda Noregs kom babb í bátinn því önnur af tveimur ut- anborðsvélum bátsins losnaði frá honum og hvarf í hafið. Líklegast þykir að skrúfa hafi hæft rekald sem maraði í kafi, er siglt var á fullri ferð. Þar var unnið að viðgerð í gær og nýr mótor settur við. Embla hélt loks för sinni áfram um kl. 19 í gærkvöldi og ekki var útlit fyrir annað en að Embla næði í tæka tíð á HSBO-bátaráð- stefnu í Gautaborg sem hefst í dag. Missti mótor við Mandal Embla Búist er við að hraðskipið nái til Gautaborgar í tæka tíð. Tuttugu Íslendingar hafa fengið lungnaígræðslu frá því að þær urðu í boði fyrir íslenska sjúklinga árið 1988. Flestar aðgerðirnar fóru fram 2008 til 2015, langflestar árið 2012. Sif Hansdóttir, lungnalæknir á Landspítalanum, segir að lungna- ígræðslum Íslendinga hafi fjölgað eft- ir að tekinn var upp samningur um ígræðslu líffæra við Sahlgrenska- sjúkrahúsið í Gautaborg í ársbyrjun 2010. Fyrir það voru aðgerðirnar gerðar í Kaupmannahöfn. „Þessar aðgerðir eru ekki gerðar á Íslandi og því skiptir öllu máli að góð samvinna sé við stofnanirnar úti svo að Íslend- ingar sitji við sama borð og aðrir,“ segir Sif, en eftirfylgni með sjúkling- um sem fara til Svíþjóðar er á vegum sérhæfðra lungnalækna á Landspít- alanum. Sif sér ekki fram á að lungna- ígræðslur verði framkvæmdar hér á landi í nánustu framtíð. „Þetta eru stórar aðgerðir og tæknilega erfiðar. Það sem skiptir öllu máli upp á hvern- ig fólki vegnar er reynsla skurðlækn- isins og það væru ekki nógu margar aðgerðir hér til þess að vera með lækni sem fengi nægilega reynslu til að vera virkilega góður. Nýrna- ígræðslur eru einu ígræðslurnar sem eru framkvæmdar núna á Íslandi.“ Í grein í nýjasta Læknablaði segir að af þeim tuttugu Íslendingum sem hafi fengið lungnaígræðslu hafi flestir fengið ígrædd bæði lungu, en lang- vinn lungnateppa var algengasta ástæðan fyrir ígræðslunni. Alls eru 6 af 20 sjúklingum látnir, af þeim létust þrír vegna langvinnrar höfnunar á ígræddu líffæri. Sif segir að á síðasta áratug hafi lungnaígræðslum fjölgað gífurlega á heimsvísu og árangurinn hafi batnað þó að meðallifun eftir ígræðslu sé aðeins fimm til sjö ár. „Það er ýmislegt að gerast en það þarf að bæta tvennt, annars vegar framboð á líffærum, sem er alltaf skortur á, og lifun sjúklinganna, t.d með breytingum á ofnæmisbælandi meðferð.“ ingveldur@mbl.is Tuttugu fengið lungnaígræðslu  Flestir vegna langvinnrar lungnateppu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.