Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Rannveig Káradóttir, sópransöng- kona, mun stíga á svið í Norðurljósa- sal Hörpu í hádeginu í dag þar sem hún mun ásamt Hrönn Þráinsdóttur, píanóleikara, flytja aríur og ljóð eftir tónskáld á borð við R. Hahn, Henry Duparc, Hugo Wolf, Franz Schu- bert, Bizet og Puccini. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og er hægt að nálg- ast miða í miðasölu Hörpu. Enginn aðgangseyrir er fyrir eldri borgara, námsmenn eða öryrkja. Rannveig er búsett í London og hefur undanfarið ár ferðast um Evrópu með sýningunni Be with me now í samvinnu við ENOA en sýn- ingin var frumsýnd á The Aix-en- Provence Festival í fyrra. Rannveig útskrifaðist með láði með Master of Performance gráðu árið 2014 frá Royal College of Music í London en þar áður lærði hún á Ítalíu hjá Kristjáni Jóhannssyni, óperusöngv- ara. Áður óflutt íslensk lög Rannveig situr ekki auðum hönd- um á meðan hún stoppar á landinu en hún hefst nú handa við að taka upp geisladiskinn Krot – Íslensk sönglög með Birnu Hallgrímsdóttur, píanóleikara. Lögin eru öll íslensk og innblásin af náttúru Íslands. Flest laganna hafa aldrei verið flutt og fimm þeirra hafa aldrei verið gef- in út. Tónskáldið Helgi R. Ingvarsson kemur einnig að gerð plötunnar en hann samdi lagið Vetrarþoku sér- staklega fyrir plötuna ásamt Árna Kristjánssyni, textahöfundi og leik- stjóra. „Ég og Helgi kynntumst í fyrstu seríu Idol stjörnuleitar þar sem við vorum bæði í úrslitum. Nú erum við bestu vinir og nánir sam- starfsmenn,“ segir Rannveig. Þá lagði Edda Heiðrún Backmann þeim lið og málaði listaverk á fram- hlið disksins. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið geta tekið þátt í söfn- un sem komið var á laggirnar hjá Karolina Fund og tekur enda þann 15. maí næstkomandi. Hægt er að nálgast söfnunina á www.karolina- fund.is Ný og fersk óperuhátíð Þeir sem missa af Rannveigu á há- degistónleikunum í dag geta þess í stað séð hana syngja í tvennum tón- leikum fyrir CCCR, The Pearls of Icelandic Song í Kaldalónssal Hörpu þann 15. og 21. maí. „Einnig mun ég syngja hlutverk Poppea Remixed á Óperudögum í Kópavogi 1.-5. júní sem er ný og fersk óperuhátíð,“ segir hún en það verða 2-3 sýningar af ögrandi útgáfu af Krýningu Poppeu eftir Monte- verdi en Pop Folk dúettinn Sommer- hus mun spila inn á milli atriða úr óperunni. Söngur Rannveig Káradóttir, sópransöngkona, er komin til landsins frá London en hún kemur víða við í heimsókn sinni. Hún hyggst gefa út geisladisk með áður ófluttum íslenskum lögum og er söfnun í gangi á Karolina Fund. Ný íslensk lög innblásin af íslenskri náttúru  Aríur og ljóð á hádegistónleikum  Geisladiskur í bígerð Nýtt myndlistarráð úthlutaði í gær 15 milljónum í styrki til 39 verkefna í fyrstu úthlutun Myndlistarsjóðs á árinu. Sjóðnum barst 131 umsókn og var sótt um alls 100,9 milljónir. Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru 13 talsins og fara þangað 7,2 m.kr. en flokkurinn er stærsti flokkur sjóðsins líkt og í fyrri út- hlutunum; þar af eru átta einkasýn- ingar bæði hérlendis og erlendis og fimm samsýningar, að því er fram kemur í tilkynningu. Að auki hljóta tíu myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna að heildar- upphæð 2,8 m.kr., þrettán styrkir að heildarupphæð 4,1 m.kr. fara til útgáfu- og rannsókna, 0,5 m.kr er veitt til undirbúnings verkefna og 0,4 m.kr. fara í flokkinn aðrir styrk- ir. Hæstu verkefnastyrki hljóta eft- irfarandi verkefni: Stiftelsen Pro Artibus, 1.000.000 kr. fyrir verk- efnið By Water – Icelandic Artists on the Shores of Finland; The Center for Contemporary Art, Tel Aviv, 800.000 kr., fyrir sýningu Ragnars Kjartanssonar Architect- ure and Morality; Hildur Bjarna- dóttir, 600.000 kr. fyrir einkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum; Hafnarborg, 600.000 kr., fyrir sýn- ingu Egils Sæbjörnssonar í aðalsal; Elín Hansdóttir, 600.000 kr., fyrir sýninguna Uppbrot – Ásmundur Sveinsson & Elín Hansdóttir; Ásdís Sif Gunnarsdóttir, 600.000 kr., fyrir Tálsýn í þoku; Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson (1923-1988), 600.000 kr. fyrir Minningu um myndlist, Útisýningar á Skóla- vörðuholti 1967-1972 og Safnasafnið hlýtur 600.000 kr. fyrir verkefnið Sýnisbækur safneignar I & II. Heildarlista yfir styrkþega má finna á myndlistarsjodur.is. 15 milljónum úthlutað til 39 verkefna úr Myndlistarsjóði Ljósmynd/Jean Sebastien Í rúmi Úr gjörningi Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, „Object perception“, sem fluttur var í sýningarrýminu Jaqueline Falcone Bed and Breakfast í Miami á þessu ári. Ásdís hlýtur 600.000 kr. styrk úr Myndlistarsjóði. Vorhefti Skírnis, tímarits Hins ís- lenska bókmenntafélags, er komið út en félagið fagnar 200 ára afmæli í ár. Efni heftisins er að vanda fjöl- breytilegt. Má þar nefna nýjan og áður óbirtan ljóðaflokk eftir eitt helsta skáld þjóðarinnar, Hannes Pétursson og málefni íslenskrar tungu eru fyrirferðarmikil á af- mælisárinu. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor skrifar yfirlitsgrein um stöðu íslenskrar tungu og í heftinu má einnig finna ítarlega rannsókn þriggja fræðimanna á verki sem stundum hefur verið talið hryggj- arstykkið í end- urreisn íslensk- unnar, Viðeyjarbiblí- unni, sem kom út árið 1841. Einnig má finna yfirlits- grein um íslam eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson og grein Ólafs Gíslasonar um framlag Íslands á síðasta Feneyjatvíæringi, Fyrstu moskuna í Feneyjum eftir Christoff Büchel, svo fátt eitt sé nefnt. Málefni íslenskrar tungu o.fl. í Skírni Ólafur Gíslason Heimildarmyndin Andlit Maríu verður sýnd í Borgarbókasafninu í Grófinni í dag kl. 17. „Andlit Maríu er stutt heimildarmynd sem ætlað er að vekja áhorfendur til umhugs- unar um veröldina sem „leikvöll“ okkar allra, sama hvaðan við erum, hvar við búum eða í hvaða átt við viljum fara. Í henni búa ótal mann- eskjur, manneskjur sem eiga það sameiginlegt – að vera manneskjur. En hversu margar skyldu þar að auki eiga það sameiginlegt að heita María? Hvað þýðir það að heita María og hvernig er það? Hvað skiptir máli í lífi Maríu?“ segir um myndina í tilkynningu. Myndin er eftir Kristínu R. Vilhjálmsdóttur og er hún liður í meistaranámi hennar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og fjölmenningar- starfi Borgarbókasafnsins Hvað þýðir það að heita María? María María Pálsdóttir er ein viðmæl- enda í heimildarmyndinni. 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 12/5 kl. 19:30 73.sýn Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Lau 21/5 kl. 15:00 74.sýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Lau 21/5 kl. 19:30 75.sýn Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Sýningum lýkur í vor! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 11/5 kl. 19:30 Mið 25/5 kl. 19:30 Mið 18/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Play (Stóra sviðið) Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Þri 10/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Mið 11/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fim 12/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Fös 13/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Lau 14/5 kl. 14:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Þri 17/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Mið 18/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 14:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Fös 13/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Kenneth Máni (Litla sviðið) Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Afhjúpun (Litla sviðið) Sun 22/5 kl. 14:00 Höfundasmiðja FLH og Borgarleikhússins Persóna (Nýja sviðið) Fim 12/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 Tvö ný dansverk eftir þrjá danshöfunda Hamlet litli (Litla sviðið) Þri 10/5 kl. 10:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.