Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2016 Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600 Hollensk rafmagnshjól vönduð og margverðlaunuð Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Samkvæmt tillögu að breytingu á nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkra- tryggingar verður heimilt að taka lægra gjald af sjúklingum fyrir sér- fræðiþjónustu ef hún er sótt með til- vísun frá heilsugæslustöð eða heim- ilislækni. Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, segir að þetta feli í sér aukið álag á heilsugæslustöðvarnar sem erfitt sé að koma til móts við að óbreyttu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að með þessu sé einfaldlega verið að fram- fylgja lögum um heilbrigðisþjónustu. Í fyrri útgáfu frumvarpsins var kveðið á um að heimilt yrði að ákveða að gjald fyrir þjónustu sér- fræðilækna skyldi vera hærra ef sjúkratryggður sækir hana án tilvís- unar frá heilsugæslustöð eða heim- ilislækni. Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins um frumvarp- ið er gerð athugasemd við þetta ákvæði og framkvæmd þess sögð al- gerlega ófær miðað við núverandi fjárveitingar og mannafla. Nú hefur ráðuneytið lagt til þá breytingu á þessum lið að heimilt verði að ákveða að gjaldið verði lægra verði þjónust- an sótt með tilvísun frá heilsugæslu- stöð eða heimilislækni. Áfram dýrara án tilvísunar Svanhvít segir að gagnrýni heilsu- gæslunnar snúi að þessu heimildar- ákvæði: að fólk greiði meira fyrir þjónustu sérfræðilækna ef það leiti ekki fyrst til heilsugæslunnar. Verði frumvarpið að veruleika komi stór hópur fólks á heilsugæslustöðvarnar sem að öðrum kosti hefði ekki þurft að koma þangað. „Það má reikna með að flestir kjósi að greiða lægra gjald,“ segir hún og segir áður- nefnda breytingu engin áhrif hafa þarna á. „Það verður áfram dýrara að fara til sérfræðings, ef ekki er leitað til heilsugæslunnar áður.“ Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins gerir einnig athugasemd við það sem fram kemur í frumvarpinu um að heimilt sé að gjald vegna þjónustu sérfræðilækna við börn verði lægra eða falli niður sé þjónustan sótt með tilvísun. „Það þýðir að öll þessi börn þyrftu að fara fyrst í gegnum heilsu- gæsluna. Líklega kjósa flestir for- eldrar að greiða lægri lækniskostnað fyrir börn sín,“ segir Svanhvít. „Þessi breyting felur í sér meira álag á heilsugæsluna og við höfum áhyggjur af því að við núverandi að- stæður ráðum við ekki við að bæta þessu við. Við erum alveg tilbúin til að taka þetta verkefni að okkur, en til þess að það megi verða þarf að styrkja heilsugæsluna með auknu fjármagni eða fjölga stöðum lækna í heilsugæslunni. En það hefur ekkert verið í umræðunni. Framkvæmd þessa ákvæðis er ekki gerleg miðað við núverandi fjárveitingar.“ Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra segir að með þessum breytingum sé einfaldlega verið að fara að lögum. „Það er uppálagt í lögum um heilbrigðisþjónustu frá árinu 2007 að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Eftir því er ég að vinna. Það er eðlilegt að að fólk hafi áhyggjur af umfangi og kostnaði við þjónustu sem ekki hefur verið fyrir hendi áður. Það er hins vegar bjargföst trú mín að fyrirhug- uð styrking heilsugæslunnar muni vinna á flestum þeirra álitaefna sem uppi eru í dag,“ segir Kristján Þór. Hann segir að í þessu sambandi megi ekki gleyma því að fyrir liggi fjárheimildir fyrir þremur nýjum heilsugæslustöðvum á höfuðborgar- svæðinu. „Það mál er í fullri vinnslu og það er gert ráð fyrir að þær taki til starfa í haust. Það verður bara að koma í ljós hvernig það gengur, en ég myndi telja að það myndi mæta, a.m.k. að einhverju leyti, þeirri auknu eftirspurn sem er eftir þjón- ustu heilsugæslunnar.“ Metfjöldi mun útskrifast Nú eru 104 stöður heimilislækna á þeim 15 heilsugæslustöðvum sem heyra undir Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins. Að sögn Svanhvítar hefur ekki tekist að manna nema um 85 þeirra með sérfræðingum í heim- ilislækningum. Í öðrum stöðum eru almennir læknar, læknar í sérnámi og kandidatar. „Í örfáum tilvikum eru stöður ekki mannaðar,“ segir hún. Spurður hvort til séu heimilis- læknar til að starfa á þessum nýju heilsugæslustöðvum bendir Kristján Þór á að talsverður fjöldi sérfræð- inga í heimilislækningum muni brautskrást í haust, en námið er á vegum Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. „Líklega munu um 20 læknar útskrifast, það er metfjöldi, segir hann. „Svo hef ég heyrt hjá Fé- lagi heimilislækna að þessar breyt- ingar, sem við erum að gera núna á heilsugæslunni, auki líkurnar á að ís- lenskir heimilislæknar sem starfa erlendis, sérstaklega þeir yngri, komi heim.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsugæsla Heimsókn til sérfræðings kostar minna með tilvísun skv. frumvarpi heilbrigðisráðherra. Óttast álag á heilsugæsluna  Reikna með að flestir kjósi að greiða minna, segir forstjóri heilsugæslunnar  Einfaldlega að fylgja lögum segir heilbrigðisráðherra  Laðar lækna heim Svanhvít Jakobsdóttir Kristján Þór Júlíusson Nokkur fjöldi umsagna hefur borist um frumvarp heilbrigðis- ráðherra. Meðal þeirra sem skil- uðu inn umsögn er Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og þar segir m.a. að með því að gera heilsugæsluna í auknum mæli að fyrsta viðkomustaðn- um í heilbrigðisþjónustumi skapist ákveðin hætta fyrir sjúklinga. „Heilsugæsla höf- uðborgarsvæðisins ræður í dag ekki við þá þjónustu sem hún á að veita og skýrist það af skorti á fjármagni, skorti á starfsfólki og eins hefur ekki farið fram umræða eða verið tekin ákvörð- un um hver á að sinna hverju innan heilsugæslunnar,“ segir í umsögninni. Þar segir einnig að þetta nýja fyrirkomulag án aukins fjár- magns lengi biðtíma sjúklinga og tefji að þeir fái bót meina sinna. Lagt er til að auka fé til heilsugæslunnar og nýta betur sérfræðikunnáttu, t.d. hjúkr- unarfræðinga. Breyting lengi biðtíma GERA ATHUGASEMDIR Þór, bor Jarðborana hf., er þessar vikurnar notaður til að bora vinnsluholu fyrir Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Borunin tekur nokkrar vikur, en holurnar eru gjarnan 2,5-3 km langar. Þær eru teknar á ská til að auka líkur á að hitta á gufuríkar sprungur á jarðhitasvæðinu og getur botn þeirra verið mörg hundruð metra frá lóðlínu frá holutoppi. Skáborun gerir líka mögulegt að bora fleiri holur frá sama borplani og draga þar með úr umhverfisáhrifum á yfirborðinu. „Boranir af þessu tagi eru reglubundinn hluti reksturs virkjananna,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður ON. Þess má geta að nýlega hafa borholur við Hverahlíð, sunnan Hellisheiðarvegar, verið tengdar og er afl frá þeim veitt með um það bil fimm kílómetra langri gufulögn í Hellisheiðarvirkjun, sem eykur vinnslugetu hennar og öryggi. sbs@mbl.is Áfram borað á Hellisheiði  Leitað að hita- ríkum sprungum með skáborunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jarðhiti Borað á Hellisheiðinni. Myndin er tekin ofan úr Skarðsmýrarfjalli, þar sem er gott útsýni yfir hásléttuna og þaðan langt á haf út. Á fjórum fyrstu mánuðum ársins veiddu íslensk skip 103.533 tonn af kolmunna, en leyfilegur heildarafli í ár er 163.570 tonn. Á sama tíma í fyrra var aflinn 55.486 tonn. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Fiskistofa hefur tekið saman yfir afla úr deilistofnum fyrstu fjóra mánuði ársins. Mestur afli á yfirstandandi vertíð er að venju veiddur í lögsögu Fær- eyja, eða 96.958 tonn, og í íslenskri lögsögu, 5.202 tonn. Aflahæsta skip- ið í kolmunna á fjórum fyrstu mán- uðum ársins var Börkur NK 122 með 12.494 tonn. Næst kemur Venus NS 150 með 12.396 tonn. Þegar horft er til aflabragða í kolmunna á ofan- greindu tímabili síðastliðin ár kemst hann nærri metaflaárunum 2006 til 2009 þegar afli íslensku skipanna fór vel yfir 100 þúsund tonn. Fjölmörg skip sem hafa verið á kolmunnaveiðum í vor hafa fengið talsvert magn af makríl í flotvörp- una. Meðal annars landaði Venus NS alls 424 tonnum af makríl úr túr undir lok aprílmánaðarog rúmum tvö þúsund tonnum af kolmunna. Makrílafli íslenskra skipa í apr- ílmánuði var rúm 1.100 tonn. Morgunblaðið/Börkur Góður afli Vel hefur gengið á kol- munnaveiðum við Færeyjar. Mikið veitt af kolmunna í byrjun árs  Hafa fengið talsvert af makríl Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF var nýlega valin ein af 30 kvikmyndahátíðum í Evrópu sem hlutu Creative Eu- rope styrk Evrópusambandsins. Hæsti styrkur sem veittur var að þessu sinni var 63.000 evrur sem eru 8,8 milljónir króna. Einungis 11 hátíðir hlutu þá upphæð og var RIFF meðal þeirra, segir í tilkynn- ingu. Þetta er í 9. sinn sem RIFF hlýt- ur þennan styrk frá Evrópusam- bandinu en árið 2012 var hún val- in ein af áhugaverðustu hátíðum Evrópu að mati sjóðsins. Umsókn- ir voru á annað hundrað og er því styrkurinn mikil viðurkenning fyr- ir starfsemi RIFF, segir ennfremu- r í tilkynningu. RIFF fékk ríflega 8 milljóna króna styrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.