Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.2001, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 07.06.2001, Blaðsíða 32
Splkfeitur rostungur og spennandi botndýr ✓ Fræðasetrinu eru sýndur sá hluta náttúru landsins sem umlykur Sandgerði. Setrið er í nánu sam- starfi við botndýrarannsóknarstöð BIO Ice sem er til húsa í sömu byggingu að Garð- vegi 1 auk þess sem Náttúrustofa Reykja- nes er í sama húsi. A safninu er að finna lifandi botndýr í fjórum sjóbúrum og ferskvatnsbúr með dýrum úr tjömum auk margra tegunda íslenskra fugla og ann- arra dýra. A meðal uppstoppaðra dýra á safninu er stærðarinnar rostungur, sá eini sinnar tegundar á landinu. Allir ættu að geta fundið eitthað sem vekur áhuga þeirra því auk sjávardýra eru þar plöntu- safn, eggja- og steinasafn svo eitthvað sé nefnt. A safninu er hægt að fá leigða kíkja til fuglaskoðunar, gestir hafa einnig að- gang að bókum um fugla. Hægt er að panta ferðir með leiðsögumanni um Sand- gerði og Hvalsneskirkju. Auk þess sem boðið er upp á ferðir í fjöruna eða að tjörnum í nágrenninu þar sem sýnum er safnað og þau greind í víðsjám á Fræða- setrinu. Eftir heimsókn í safnið er tilvalið að bregða sér á veitingastaðinn Vitann eða Mamma mía sem em við hliðina á Fræða- setrinu. Safnið er opið alla virka daga vik- unnar frá kl 9.00-17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00. 32 VIKURFRÉTTIR • SUMARIÐ 2001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.