Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.2001, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 07.06.2001, Blaðsíða 40
GOLF Á SUÐURNESJUM s Urval golfvalla á Reykjanesi er hreint ótrúlegt. Einn 18 holu völlur og þrír 9 holu vellir eru á svæðinu og það sem meira er, allir mjög skemmtilegir og fjöibreytilegir. Hólmsvöllur í Leiru er að margra mati besti golfvöllur landsins. Átjan holu alvöru strandvöllur með margar glæsilegar og erfiðar holur. Þar ber auðvitað að nefna Bergvíkina, 3. holuna, falleg- ustu og erfiðustu holu lands- ins auk fleiri holna svo sem 4. og 18. holuna sem eins og Bergvíkin vom nefndar sem fallegasta og skemmtilegasta lokahola á golfvelli á Islandi í skoðanakönnun bestu kylfinga landsins. í Leirunni er glæsilegur golfskáli með veitingasölu, golfverslun og æfingasvæði þar sem hægt er að slá í gríð og erg í yfir- byggðu skýli. I Sandgerði er Vallarhúsa- völlur en hann er staðsettur mitt á milli Gerðahrepps og Sandgerðis. Völlurinn sem er 9 holur er vel hirtur og þykir henta vel fyrir byrjend- ur en reynir einnig á getu betri kylfinga. Við Vallahúsa- völl er gott klúbbhús með 40 VIKURFRÉTTIR • SUMARIB 200 1

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.