Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2001, Qupperneq 20

Víkurfréttir - 13.12.2001, Qupperneq 20
ÁRELÍA EYDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR DOKTOR í FÉLAGSVÍSINDUM Fyrir skömmu mátti sjá í Morgunblaöinu tilkynningu um doktorsvörn Árel- íu Eydísar Guðmundsdóttur í Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Vörnin var fyrsta doktorsvörnin viö Félagsvísindadeild HÍ en það sem vakti meiri athygli meöal ættfróðra Keflvíkinga var það að doktorinn, Árelía Eydís og báðir andmælendur, Ingi Rúnar Eðvaldsson og Stefán Ólafsson eru Keflvíkingar. Svandís Helga Halldórsdóttir hitti Dr. Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur á heimili hennar í Vesturbænum og spjallaði við hana um doktorsvörnina og námið. Kímnin er ekki langt undan þegar maður rætt er við Árelíu Eydísi og stundum er óvíst hvort henni sé yfirleitt alvara. Árelía Eydís er fædd 1966 og er dóttir Guðmundar Óskars Emilssonar og Eyglóar Kristjánsdóttur. Skólaganga Eydísar, eins og hún er ævinlega kölluð í Keflavík, var mjög hefðbundin. Fyrst lá leiðin í Aðventistaskólann, síðan í græna skólann eins og Eydís kallar hann og síðan í barnaskólann. Eftir barna- skóla lá leiðin í gagnfræðaskólann og þaðan í fjölbrautaskólann þar sem Eydís var í eitt ár. FS átti ekki almennilega við stúlkuna og hún ákvað að hefja nám í Samvinnuskólanum í Bifröst þaðan sem hún lauk síðan Samvinnuskólaprófi árið 1985. „Mér líkaði ágætlega í Samvinnu- skólanum en ég áttaði mig á því að við- skiptagreinar áttu ekki við mig“, segir Eydís sem lauk stúdentsprófi frá Kvennskólanum í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófí !á leið Keflavíkurmærinn- ar í kennslu. „Ég ákvað þá að ég ætlaði aldrei að verða kennari. I dag er ég kennari í viðskiptadeild þannig að það er kannski ekki mikið að marka mig“, segir Eydís og hlær. Effir eins árs kennslu lá síðan leiðin í stjómmálafræði í Háskóla íslands,. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á þjóðmálum og móðurbróðir minn, Jóhannes Krist- jánsson, fór í stjómmálafræði. Ég var að velta fyrir mér að fara í stjómmálaffæði eða lögfræði", segir Eydís en ástæðan fyrir því að lögfræðin heillaði var ein- föld: „Mér fannst lögfræðin aðallega áhugaverð út frá amerísku þáttunum sem voru alltaf svo smart. En síðan hugsaði ég sem svo að ég myndi aldrei nenna að lesa lög.“ Að loknum þrem ámm í stjómmálafræði við Háskóla ís- lands hélt Eydís til Bretlands í áfram- haldandi nám. „Ég var þar í tæp fjögur ár og tók meistaragráðu og byrjaði í doktorsnámi en færði síðan rannsóknina til Háskóla íslands." Það tók 7 ár að skrifa doktorsritgerðina og á þeim tíma langaði Eydísi oft til þess að hætta en ákvað þó að klára það sem hún hafði byijað á. Ritgerðin ber heitið: „Islensk- ur vinnumarkaður á umbrotatímum, stjórnun fyrirtækja, sveigjanleiki og samskipti aðila vinnu- markaðsins og fjallar um áhrif efnahagkreppunnar 1987-1995 á vinnumarkaðinn hérlend- is.“ „Þegar ég kom heim fór ég að vinna hjá Gallup í starfsmannamálum. En þetta hefiir allt saman verið tilviljun og gerst skref af skrefi eins og lífið er“, segir Ey- dís. Hún hóf síðan störf við Háskóla Reykjavíkur þegar hann var stofnaður fyrir rúmum þremur ámm og þá undir nafninu Tölvuháskóli Verslunarskólans. Síðan fékk skólinn heitið Viðskiptahá- skóli Reykjavíkur. „Við höfúm það fyrir sið að breyta nafninu á hverju ári.“ Rektor skólans er Guðfinna Bjamadóttir sem einnig er Keflvíkingur. „Við höfúm hafl það fyrir reglu að ef fólk er alið upp á Suðumesjum og ættað að vestan þá er pottþétt að það er ráðið“, segir Eydís en allan tímann sem á viðtalinu stendur skýtur upp kollinum þessi einstaki Suð- umesjahúmor. „Ég held það sé sjórinn og rokið sem er búið að beija svo mikið á okkur að þegar við erum orðin stór þá er það bara partur af þessu öllu að taka stjómina í okkar hendur." Eins og Eydís segir sjálf þá hefúr vinna við doktorsritgerðina kostað blóð, svita og tár. Það eru ekki allir sem hefðu haldið áfram með svona stórt verkefni samhliða því að vera í vinnu og með ungt bam en dóttir Eydísar, Álfrún Perla Árelía Eydís ásamt dóttir sinni Álfrúnu Perlu. Baldursdóttir, verður 10 ára í janúar á næsta ári. „Það var alveg gífúrlega mik- ið stress vikumar fyrir doktorsvömina en þegar henni var lokið þá hugsaði ég: Fyrst ég lifði þetta af þá lifi ég allt af‘, segir Eydís en segist ekki muna mikið eftir atburðinum sjálfúm frekar tilfinn- ingunni um að vera búin. Þar sem dokt- orsvörn Eydísar var sú fyrsta við Fé- lagsvísindadeild Háskólans var forseti Islands viðstaddur auk annarra fyrir- manna. Ingi Rúnar og Stefán spurðu út í ritgerðina, gagnrýndu og greindu og ákváðu hvort hún stendur eða fellur og þurfti Eydís því að vera vel inni í mál- um svo hún gæti svarað spumingum út í efnið. En hvemig tilfinning er það að vera Dr. Árelía Eydís? „Ég hef stundum sagt við fólk að vanti því læknisaðstoð geti það talað við mig. Annars finnst mér þetta ekkert nterkilegra en hvað annað. Þegar ég byija á einhveiju þá verð ég að klára það og það kom aldrei til greina að hætta“, segir Eydís og segist ekki hafa breyst nokkum skapaðan hlut við titil- inn. „Ég hugsa að ég hafi lært helling af ferlinu sjálfú, ég er pínulítið þolinmóð- ari en ég var og hugsanlega hef ég orðið eitthvað agaðari." „Það er hvergi sami andinn og í Kefla- vík“, segir Eydís um heimabyggðina. „Ég gæti samt ekki hugsað mér að flytja þangað. Þegar ég bjó erlendis lærði ég að meta kosti og gallana við það að búa á Islandi og ég valdi að búa á Islandi. Það var það sama uppi á teningnum þegar ég flutti frá Keflavík og ég valdi Reykjavík", segir Keflvíkingurinn sem varð síðan Vesturbæingur. „Þegar systir mín, Kristín Gerður, dó í vor þá sá ég kostina við það að búa í samfélagi eins og Keflavík þar sem maður fann sam- hug Suðumesjamanna í soigarferli okk- ar fjölskyldunnar.“ Það er þó aldrei að vita nema Eydís leggi leið síðan þangað í framtíðinni en Álfrún Perla er með hlutina ár tæru. „Hún ætlar að verða leikkona og stofna leikhús í Keflavík en þar ætlar hún að búa og vera með hesta ásamt afa sín- um.“ Þær mæðgur fara oft suður með sjó og hafa lagt það í vana sinn að eyða jólunum með foreldrum Eydísar. Framtíðin er þó allskostar óráðin og gæti Eydís vel hugsað sér að snúa sér að einhverju öðru byðist henni annað. „Maður á alltaf að gera það sem manni finnst skemmtilegt og ef manni fer að leiðast það sem maður er að gera þá á maður að finna sér eitthvað skemmti- legra. Ef Aðalstöðin vill fá mig i vinnu og á ennþá gamla takkaborðið þá getur vel verið að ég þiggi það“, segir Eydís að lokum. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.