Víkurfréttir - 13.12.2001, Síða 39
FJORHEIMAR
Aðsókn hefur
aukist um 100%
Aðsókn að félagsmiðstöð
unglinga í Reykjanesbæ
hefur aukist mikið síðan
á síðasta ári að sögn Hafþórs
Birgissonar, forstöðumanns
Fjörheinta. Ýmislegt hefur ver-
ið á döfinni hjá unglingunum
að undanförnu og má þar
nefna hrekkjavöku, forvarnar-
og fræðslukvöld, hippakvöld,
söngvakeppni Fjörheima og
margt fleira.
„Eg get fullyrt að það er u.þ.b.
100% aukning frá því á fyrri
árum“, segir Hafþór en 270 ung-
lingar mættu á söngvakeppnina
sem haldin var íyrir stuttu. Verk-
efni vetrarins eru rétt að byija en
fostudaginn 30.nóvember verður
haldið Para- og vinaball í Stapan-
um en húsnæði Fjörheima er allt
of lítið fyrir viðburð af því tagi.
Hljómsveitin Á MÓTI SÓL mun
leika fyrir dansi. Á hveijum mið-
vikudegi hafa siðan verið haldin
svonefnd Barakvöld þar sem
margvíslegt er í boði. Um 130
unglingar hafa að meðaltali mætt
á Barakvöldin sem sýnir nauðsyn
kvölda af þessu tagi. Þá er einnig
framundan útvarpsstöð sem ung-
lingarnir skipuleggja í samstarfi
við starfsfólk Fjörheima.
Fjörstöðin hefúr göngu sína 22.
nóvember og stendur til 29. nóv-
ember á tíðninni ffn 99,4 og eru
bæjarbúar hvattir til að stilla inn
á útvarpsstöðina. Unglingarnir
hafa sótt útvarpsnámskeið
og munu vera með þætti sína frá
16:00 til 22:00 virka daga. Fjör-
stöðin er kostuð með auglýsing-
um og vill starfsfólk og unglinga-
ráð Fjörheima koma á ffamfæri
þökkum til þeirra er völdu að
styrkja Fjörstöðina.
Þá hefur Útideildin verið með
átak varðandi útivistartíma og lít-
ur út fyrir að það forvamarstarf
er Útideild, lögregla og félags-
þjónustan sé að skila sér. En
mjög lítið hefur verið um ung-
Iinga og unglingadrykkju undan-
farnar helgar. „Starfsfólk Úti-
deildar er mjög ánægt með
hvemig foreldrar hafa tekið á úti-
vistarmálum upp á síðkastið",
segir Hafþór.
Aiband 54 000.
Háisfesti (a modeli) 104 000,
GEORG V. HANNAH
liitftutrfcðtu • 230 Kejlank
AUa daga - www.vf.is
• Njarðvík •
tefflHffl&ffliÉffl HAGKAUP
• Njarðvík • Meira úrvai - betri kaup
JÓLABLAS VÍKURFRÉTTA 2001
39