Víkurfréttir - 13.12.2001, Side 47
Þann 25. febrúar settu Elín og Þóra upp
bakpokana og kvöddu fjölskyldunar og
héldu til hinnar fjarlægu heimsálfu Asíu.
„Við lentum um miðja nótt í Delhi og
létum leigubílstjórann keyra okkur á
hótel sem við höfðum valið af hálfgerðu
handahófi. Þegar við fórum svo út á
götu næsta dag eftir ágætissvefn beið
okkar ótrúleg mannmergð, enda hótel-
ið staðsett við eina helstu markaðsgötu
í Delhi. Við vorum fljótar að átta okkur á
því að höfuðborgin er ekki góður stað-
ur til að byrja svona ferðalag...
þetta mikla áreiti á Indlandi
hafi komið mér mest á óvart.
Indveijamir vildu sífellt selja
eða sýna okkur eitthvað sem gat
verið dálítið þreytandi og
erfitt," segir Elín.
Fjall- og frumskógaganga í Nepal
Næstu fjórar vikumar dvöldu
þær stöllur í Nepal sem Elín
segir að sé mjög túristavænt og
íbúar Nepal kunni betur á túris-
tana og séu því ekki eins ágeng-
ir og Indveijamir. „I Nepal er
mjög mikið í boði fyrir túrista
og við ákváðum að nýta okkur
það. Ég fór m.a. í 8 daga fjall-
göngu sem endaði í 4800 metr-
um. Þetta var eifið en jafhframt
mjög skemmtileg ganga þó
kuldinn hafí ofl verið ógurleg-
ur. Við sváfiim ávallt í tjöldum
og eina nóttina í 4300 m. hæð
við allt að 5 gráða frosti. Það
var mjög köld nótt. Ég fór ann-
ars ein í þessa ferð með ágætis-
hópi þar sem Þóra hafði snúið
upp á ökklann á sér og gat ekki
farið í fjallgöngu," segir Elín.
Þóra fór aftur á móti með Elínu
í spennandi frumskógargöngu
þar sem þeim vom settar lífs-
reglur frumskógarins. „Leið-
sögumaðurinn sagði okkur að
fara á bakvið tré ef nashyming-
ur kæmi, vera kyrr ef bjöm
væri sjáanlegur en ef tígrisdýr
kæmi gætum við lítið gert og
fæmm því til himna,“ segir Elín
hlæjandi sem ákvað þrátt fyrir
þessar reglur að halda af stað
inn í frumskóginn þar sem leið-
sögumaðurinn sannfærði þær
um að möguleikinn á að hitta
tígrisdýr væri sáralítill.
Á hásléttum Tíbet
Aður en Elín og Þóra lögðu af
stað í þetta ferðalag vom þær
búnar að tala um að fara upp á
háslétturTíbet. Það reyndist
nokkuð erfitt þar sem Kinveijar
loka oft landamærunum ef
þeim sýnist svo þá stundina.
Um það leiti sem þær hugðust
fara til Tíbet vom flugvéladeilur
Kinveija og Bandaríkjamanna í
hávegum og landamærin því
lokuð. En eftir rúmlega viku-
langa þolinmóða bið tókst Elínu
og Þóm að komast inn í 8 daga
skipulagða hópferð upp á há-
sléttuna sem þær sjá aldeilis
ekki eftir að hafa farið í. „Tíbet
er alveg stórkostlegt land og
stendur svo sannarlega upp úr
allri ferðinni okkar. Þetta er
ótrúleg þjóð. Þama var gífurleg-
ur kuldi þrátt fyrir að við höfum
verið í byijun sumars þar. Það
er því oft erfitt að skilja hvemig
fólkið getur lifað þama, það á
varla neitt og sefiir oft á tíðum í
skinntjöldum í þessum kulda,“
segir Elín sem heimsótti nokkra
bæi í Tíbet ásamt höfðuborginni
Lhasa. „Við skoðuðum mikið
af klaustrum en þau er ansi
mörg þama. Trúin er einnig
mjög sjáanleg hjá þessari búd-
dísku þjóð. Allsstaðar má sjá
fólk með bænahjól og talna-
bönd sem labbar oft hring eftir
hring í kringum klaustrin sem á
víst að boða gott. Mér finnst
ótrúlegt að þeir haldi enn svona
sterkt í trúna þar sem áhrifin frá
Kína og Nepal verða ávallt
meiri og meiri.“
Elín segir annars að erfitt sé að
lýsaTíbet með orðum, fólk
verði hreinlega að fara þangað
til að geta skilið og skynjað
þessa einstöku þjóð.
Kinverskur stórborgarrúntur
Elín og Þóra flugu niður af tí-
besku hásléttunni til Chengdu í
Kina og tóku smá stórboigar-
rúnt í hrísgijónalandinu. „Við
fórum til Shian, Peking, Shang-
hai, Gangshu og Hong Kong en
eftir að hafa verið á Indlandi og
sérstaklega í Tíbet fannst okkur
Kína ekkert merkilegt. Þetta var
nokkum veginn stökk inn í
vestræna menningu en þessar
stórborgir em orðnar ansi vest-
rænar,“ segir Elín sem hafði
líka orð á því hversu dýrt væri
að ferðast í Kina samanborið
við Indland. „Á Indlandi boig-
uðu við að meðaltali um 200
ísl.krónur fyrir hótelherbeigi en
í Kina fengum við engin her-
bergi undir 1500 ísl.krónum og
gistum því vanalega í sveftisöl-
um.“
Elín segir að það hafi einnig
verið mjög erfitt að hafa sam-
skipti við Kinveijana og það eitt
að fá lestarmiða gat verið helj-
arinnar mál. Kinversku lestam-
ar vom aftur á móti algjör lúxus
samanborið við frekar fátæk-
legar indverskar lestar.
„Það var samt að sjálfsögðu
mikil upplifun að sjá Kínamúr-
inn, standa á toigi hins himnes-
ka friðar og sjá terra cotta wari-
ors styttumar, sem er stærrsti
fomleifafundur á 20. öld,“ segir
Elín sem endaði tæpa fjögurra
mánaða asíuferð sína í Hong
Kong.
Aðspurð segist Elín ekki vera
farin að skipuleggja næstu ferð
en hana langar mikið til suður-
Ameríku og er þá staðráðin í að
velja sama ferðamátann; fijáls
með bakpokann á herðunum.
JÓLABLAD VÍKURFRÉTTA 2001
47