Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 1
Mannbjörg varð er þyrla brotlenti Þyrla brotlenti um 2,5 kílómetra suður af Nesjavallavirkjun í gær- kvöldi. Um borð voru fimm manns, tveir Íslendingar og þrír erlendir ríkisborgarar, og voru þeir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands á Landspítalann í Fossvogi. Sam- kvæmt upplýsingum þaðan voru all- ir fimm hafðir undir eftirliti í nótt, en einhverjir þeirra hlutu beinbrot við brotlendinguna. Enginn er hins vegar talinn lífshættulega slasaður. Þyrlan er sex sæta, af gerðinni AS-355NP, og ber hún einkennis- stafina HB-Z00. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er þyrlan í eigu Ólafs Ólafssonar, fjárfestis og aðaleiganda Samskipa, og var hann einn þeirra sem um borð voru. Þyrlan er mikið skemmd Landhelgisgæslunni barst til- kynning um slysið klukkan 19.45 og voru þá tvær þyrlur Gæslunnar kallaðar út. Stuttu eftir að neyðar- boð bárust náðu farþegar þyrlunnar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nákvæmari staðsetningu á slys- stað og upplýsingar um eigin líðan. Um klukkan hálfníu var búið að koma fólkinu um borð í þyrlu Gæsl- unnar. „Þyrlan brotlenti hér á Hengils- svæðinu og við fyrstu skoðun virðist hún töluvert mikið skemmd,“ sagði Þorkell Ágústsson, rannsóknar- stjóri flugslysasviðs Rannsóknar- nefndar samgönguslysa, í gær- kvöldi, en hann var þá á vettvangi. „Við munum vinna okkar rannsókn- arvinnu á vettvangi eins lengi og þörf er,“ sagði hann og bætti við að þyrla Gæslunnar hefði í gær að- stoðað þá við að flytja fólk og búnað á slysstað. khj@mbl.is, freyr@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg  Fimm voru um borð í þyrlunni er hún brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun  Ólafur Ólafsson fjárfestir einn þeirra Á slysstað Vélin kom niður á réttum kili en er talin vera mikið skemmd. Aflandskrónufrumvarpið » Frumvarpið var lagt fram síðdegis á föstudag. » Efnahags- og viðskipta- nefnd fjallaði um frumvarpið og umsagnir yfir helgina. » Það varð að lögum á tólfta tímanum í gærkvöldi. » 47 þingmenn voru sam- þykkir frumvarpinu. Sjö greiddu ekki atkvæði. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Lagafrumvarp um meðferð krónu- eigna sem háðar eru sérstökum tak- mörkunum var samþykkt með 47 at- kvæðum á þingfundi í gærkvöld. Sjö þingmenn Pírata og Vinstri grænna greiddu ekki atkvæði. Við þriðju og síðustu umræðu tók Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra einn til máls og þakkaði „öllum þeim sem hafa unnið baki brotnu að þessu verki í mjög langan tíma“. Sagði hann lagasetninguna stað- festa þá stefnu ríkisstjórnarinnar að forgangsraða í þágu heimila og fyrir- tækja. „Þessi hluti sem hér fer fram er nauðsynleg forsenda til að hægt sé að létta höftum af almenningi og fyrirtækjum í landinu.“ „Óviðunandi samráðsleysi“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skilaði minnihlutaáliti þar sem hún gagnrýnir „viðvarandi og óvið- unandi samráðsleysi ríkisstjórnar- innar allt þetta kjörtímabil, vegna vinnu við afnám gjaldeyrishafta“. Í umsögn fyrir hönd fjárfestingar- félaganna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital LP er frumvarpið gagnrýnt harðlega. Er fullyrt að þessi aðferð ríkisstjórnarinnar geti út á við talist sem greiðslufalls- viðburður, sem skapi áhættu fyrir ís- lenska ríkið. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gefur lítið fyrir þau rök sem þar eru reifuð. „Það er reynt að brydda upp á öll- um mögulegum leiðum en nefndin fagnar öllum umsögnum og kynnir sér málið ítarlega áður en það er af- greitt.“ Að lögum á tólfta tímanum MLög um aflandskrónur »4, 16  Frumvarp um aflandskrónur samþykkt með 47 atkvæðum á þingfundi í gærkvöldi  Sjö þingmenn Pírata og Vinstri grænna greiddu ekki atkvæði M Á N U D A G U R 2 3. M A Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  118. tölublað  104. árgangur  HRAFNHILDUR HLAÐIN VERÐ- LAUNUM Á EM SÍÐUSTU FARFUGLARNIR Á LEIÐINNI KEN LOACH HLAUT GULL- PÁLMANN SUNDHANAR 6CANNES 26 SUND ÍÞRÓTTIR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 3 1 4 0 2 0 Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.