Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 ✝ VilhjálmurÞorsteinsson fæddist 9. sept- ember 1943 að Stóra-Fljóti, Bisk- upstungnahreppi, Árnessýslu. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 12. maí 2016. Foreldrar hans voru hjónin Þor- steinn Bergmann Loftsson, garðyrkjubóndi að Stóra-Fljóti, f. 17.2. 1911 í Gröf, Mið- dalahreppi, Dal., d. 20.5. 1946, og Vilhelmína Theodora Lofts- son (f. Tijmstra), náttúrufræð- ingur og húsfreyja, f. 26.1. 1912 í Tjimahi á Jövu, Indónesíu, d. 28.11. 1998. Albræður Vilhjálms eru: Geirharður Jakob, arki- tekt, f. 1934, maki Guðný Helga- dóttir, leikkona, f. 1938. Berg- hreinn Guðni, flugvirki, f. 1936, maki Randý Sigurðardóttir, f. 1940. Hálfbróðir Vilhjálms er Helgi Skúta, listfræðingur, f. 1953. Maki, Sharoun Helgason Gallagher, heimspekingur og útgefandi, f. 1959. Vilhjálmur kvæntist Hörpu J. Möller dag- móður, f. 23.1. 1943. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: 1) Iða Brá, mælingamaður, f. 1964, fyrri maki Baldur Baldursson, f. 1961, d. 2000, barn þeirra: Bergný Theodóra, f. 1984, sam- býlismaður Hjalti Parelius Fróðason, f. 1979, barn þeirra Harpa Kristín. Synir Hjalta af fyrra hjónabandi eru Eyþór Atli og Benedikt Eysteinn. Sonur skóla, tók stúdentspróf frá ML 1965, BS í dýrafræði frá Aber- deen-háskóla, MA-próf 1983 í líffræði frá SUNY, Stony Brook. Á námsárunum í Aberdeen öðl- aðist Vilhjálmur atvinnukafara- réttindi.Vilhjálmur vann öll sveitastörf á Ljótsstöðum. Hann fór ungur til sjós og vann einnig hjá Hafrannsóknastofnun á sumrin með námi. Að námi loknu gerðist hann kennari í líf- fræði við MR og stundakennari við HÍ. Árið 1974 setti hann á fót og var útibússtjóri fyrsta útibús Hafrannsóknastofnunar sem var á Húsavík. Jafnframt stundaði hann rannsóknir á hrognkelsi. Síðar fluttist starfs- vettvangur Vilhjálms til höf- uðstöðva Hafrannsóknastofn- unar í Reykjavík. Hann vann samhliða vinnu sinni við þróun- arstörf á vegum Íslensku þróun- arsamvinnustofnunarinnar á Grænhöfðaeyjum og í Malaví og á vegum Norsku þróunarsam- vinnustofnunarinnar í Simbabve og Sambíu. Á tíunda áratugnum þróaði Vilhjálmur aðferð við merkingar á fiski með rafeinda- merkjum og hefðbundnum merkjum. Jafnframt stýrði hann merkingum á hrygnandi þorski á hrygningarslóð. Eftir Vilhjálm liggur mikið gagna- safn um atferli þorskfiska sem mun nýtast við rannsóknir á at- ferli þorsks um ókomna tíð. Á fjölþjóðavettvangi tók Vil- hjálmur þátt í samstarfi m.a. um hrognkelsarannsóknir og fisk- merkingar. Vilhjálmur var fé- lagi í Þjóðdansafélagi Reykja- víkur og tók þátt í margs konar dansi í Kramhúsinu yfir vetr- armánuðina og stundaði fjall- göngur á sumrin. Útför Vil- hjálms fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 23. maí 2016, klukkan 15. Iðu Brár og Krist- ins Arnarsonar er Börkur, f. 2003. Núverandi sam- býlismaður Andrés Jónsson bygginga- tæknifræðingur. 2) Loftur Kristinn, matsveinn, f. 1967, fyrri maki Lan Mei, f. 1969. Þau slitu samvistum. Sonur Lan Mei og uppeld- issonur Lofts er Lien, dóttir hans er Emilía Lind Lidóttir Ol- sen. Sonur Lofts og Lan Mei er Along Alexander. Núverandi sambýliskona Lofts er Björg Al- freðsdóttir, f. 1976, sonur þeirra er Vilhjálmur Dan. 3) Árni, símsmiður og rafvirki, f. 1968, fyrrverandi maki Mari- anne Maul, f. 1973. Börn þeirra eru Benedikte Maul og André Maul. Þau slitu samvistum. Maki 2: Stefanía Júlíusdóttir, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, f. 2.7. 1944. Dætur hennar, kjör- dætur Vilhjálms: 1) Þóra list- fræðingur, f. 1966, börn hennar Júlíus Þór, sambýliskona Maj Britt Kolbrún Snorradóttir, Vil- hjálmur Þór og Stefanía Katrín Sól, sambýlismaður Arnar Freyr Hrólfsson. 2) Eva, f. 1970. Fyrstu árin ólst Vilhjálmur upp á Stóra-Fljóti. Eftir fráfall föður fluttist hann ásamt móður sinni til Reykjavíkur. Árið 1951 fluttu þau að Ljótsstöðum í Lax- árdal, Suður-Þingeyjarsýslu, og Vilhelmína tók upp sambúð með Helga Skútu Hjálmarssyni. Vil- hjálmur lauk námi frá Lauga- Nú þegar afi minn Vilhjálmur Þorsteinn Þorsteinsson er látinn verður mér hugsað aftur. Alveg frá því að ég var lítill strákur hef ég velt því fyrir mér af hverju ég er skírður í höfuðið á afa og hvaða þýðingu það hefur fyrir mig. Er verið að votta honum virðingu? Er verið að segja mér að ég eigi að horfa til hans sem fyrirmynd- ar? Myndar það að vera skírður í höfuðið á honum sérstaka teng- ingu á milli mín og hans? Ætli svarið sé ekki allir þessir hlutir. Minningar mínar um afa eru allar um hann að gera hluti sem okkur sem þekktum hann vel fannst sjálfsagt að hann gerði, en eru kannski ekki sjálfsagðir hlutir fyrir mann að gera. Minningar eins og þegar hann var með mig vakandi og sofandi til skiptis á háhest í göngu um Þórsmörk eða þegar við vorum saman í sundi þegar ég var örugg- lega ekki mikið meira en sex ára. Þá var ég að láta mig fljóta og áð- ur en ég vissi af var ég kominn einn á djúpa endann og náði ekki niður, það fyrsta sem ég sé er afa að taka skriðsund til þess að koma og synda með mig að bakk- anum eins og einhvers konar of- urhetja. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann hélt á litlu systur minni í fanginu á gamlárskvöld og það kviknaði í úlpunni hennar. Ekki meira en svona níu ára gam- all horfði ég á alla í kringum mig verða hrædda og afa minn slökkva eldinn með höndunum án þess að leggja hana frá sér aftur eins og ofurhetja. Ég er viss um að amma, börnin hans og við barnabörnin gætum fyllt heila bók af svipuðum sögum af manninum. Ég er mjög þakk- látur fyrir að hafa haft tækifæri til þess að hjálpa honum í veik- indum hans eins og hann hjálpaði okkur öllum. Alla mína bernsku fór ég í fjallgöngur með afa og ömmu, í þeim göngum lærði ég af honum ýmislegt sem gagnast mér ennþá í dag þegar ég fer í fjall- göngur með öðrum. Það var margt í fari afa sem ég tek mér til fyrirmyndar. Þótt lengi væri leitað held ég að það væri erfitt að finna mann sem var jafn vinnusamur og duglegur. Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt ömmu með svolítið mont í rödd- inni segja „hann afi þinn gerði þetta“ og það gat átt við hvað sem er. Það var eins og þegar um var að ræða karlmannlega vinnu með höndunum þá kunni afi það. En það endaði ekki þar því hann var hámenntaður fiskifræðingur, mikill áhugamaður um öll vísindi og eldaði bestu fiskrétti sem ég hef smakkað. Það sem ég tek mér helst til fyrirmyndar í fari afa er væntum- þykja hans fyrir börnunum sín- um, barnabörnunum og sérstak- lega ömmu sem var einstök. Alla ævi leið honum best í kringum sitt fólk það var hægt að horfa á hann við matarborðið og sjá hversu vænt honum þótti um okkur öll. Í veikindunum varð hann oft hress- ari og glaðari bara við að sjá okk- ur. Alltaf þegar hann sá mig koma inn ganginn á Sunnuhlíð brosti hann út að eyrum og fékk ham- ingjuglampa í augun. Takk, afi, fyrir að hafa passað okkur öll. Takk fyrir að vera mér fyrirmynd. Og takk fyrir að sýna mér hvernig maður á að vera. Vilhjálmur Þór Þóruson. Kynni okkar af Villa hófust ár- ið 1980 þegar hann hjálpaði Krist- bergi við að leita uppi ála sem skyldu fara í áframeldi sem hluti af doktorsverkefni hans við Rut- gers University í Bandaríkjun- um. Af mikilli ósérhlífni og óbil- andi áhuga tók Villi sér frí frá vinnu og keyrði með Kristberg um allt Suðurland á álaslóðir. Aflabrögðin voru góð og allir komust álarnir lifandi niður á Skúlagötu 4. Auk þessa tókst Villa að útvega vinnuaðstöðu fyrir Kristberg á stofnuninni á meðan á dvöl okkar stóð. Þetta voru okk- ar fyrstu kynni af Hafrannsókna- stofnun. Þegar Villi frétti að Kristberg ætti konu sem var í námi í fiski- fræði þá stakk hann strax upp á að við myndum hittast og áður en við vissum af þá vorum við komin í kvöldmat til Villa og Stebbu, og áttum einstaka kvöldstund sem var upphafið á langri vináttu okk- ar allra. Þegar við komum heim úr námi þá lagði Villi sig fram um að finna vinnu fyrir mig á Haf- rannsóknastofnun. Þannig fór að fyrsta árið sat ég við lítið borð fyrir framan skrifstofuna hjá Villa og vann á ferðatölvu sem var með fyrstu ferðatölvum á mark- aði og var Villi langt á undan sinni samtíð hvað varðar eign á slíkum kostagrip. Segja má að þetta litla dæmi sé lýsandi fyrir Villa og allt hans starf á Hafrannsóknastofn- uninni. Þannig var hann öllum einstaklega velviljaður og um leið trúlega einn mesti frumkvöðull á meðal íslenskra fiskifræðinga og þó víðar væri leitað. Villi hefur komið að mörgum rannsóknaverkefnum. Hann var t.d. fyrstur manna til að tileinka sér rannsóknaraðferðir sem byggjast á fiskmerkjum sem gátu skráð gögn, svokölluð DST- merki. Í dag eru þessi merki al- geng en í upphafi 20. áratugarins var Villi fyrstur manna til að nýta þessi merki hér heima og um leið tók hann þátt í fyrstu alþjóðlegu verkefnunum sem nýttu þessi merki á heimsvísu. Í mörg ár stýrði Villi merkingum á hrygn- andi þorski og þannig hafa þús- undir fiska farið í gegnum hendur hans og sloppið aftur lifandi í sjó- inn með skráningartæki í kviðar- holinu. Ekki síst vegna faglegra vinnubragða Villa hafa endur- heimtur úr þessum merkingum verið áberandi góðar og í dag mynda þær einn flottasta og stærsta gagnagrunn um atferli þorskfiska sem til er á heimsvísu. Minningarnar um sjóferðirnar með Villa og hans fólki eru ljúfar og skemmtilegar. Þetta voru al- mennt ferðir á grunnslóð á litlum bátum með ákaflega skemmtilegu fólki, bæði skipstjórum, sjómönn- um og rannsóknafólki. Þannig voru ófáar ferðir farnar inn á Austfirði til að merkja hrygnandi þorsk sem og meðfram allri suð- urströndinni. Um leið og við kveðjum Villa, einn af okkar bestu vinum, þá þökkum við fyrir aðstoð og hvatningu í upphafi starfsferla okkar beggja. Við sendum Stefaníu, börnum og barnabörnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðrún Marteinsdóttir, Kristberg Kristbergsson. Vinur minn Vilhjálmur Þor- steinsson, Villi, er nú látinn eftir langvarandi og erfið veikindi. Ég kynntist Villa fyrst árið 1971 þeg- ar ég og félagi minn Erlingur vor- um ráðnir í sumarvinnu til aðstoð- ar við rannsóknir í fransk-íslenskum leiðangri um- hverfis landið. Villi hafði þá ný- lega lokið námi í dýrafræði og sá um söfnun og greiningu sjávar- dýra í leiðangrinum. Villi var skemmtilegur félagi og varð strax tryggur vinur sem alltaf var gam- an að umgangast. Seinna urðum við starfsfélagar á Hafrannsókna- stofnun þar sem við höfum báðir unnið lungann úr okkar starfs- ævi. Villi vann að rannsóknum í fiskifræði. Framan af við rann- sóknir á hrognkelsum en seinna einnig við þorskrannsóknir. Oft fannst manni Villi fara fram úr sér í fræðunum þegar hann hélt á lofti kenningum sem ekki sam- ræmdust ríkjandi skoðunum. Minnisstæðar eru mér líflegar umræður um mismunandi þorsk- stofna við landið sem margir áttu erfitt með að samþykkja þá en síðari tíma rannsóknir hafa sýnt að Villi sá meira en margur. Villi tók virkan þátt í þróun fisk- merkja og var frumkvöðull hér á landi í notkun rafeindamerkja. Gögn sem Villi safnaði með merk- ingartilraunum sínum hafa aukið verulega þekkingu okkar á ferð- um og hegðunarmynstri þorsks og gefið vísbendingar um að- greinda stofna, með ólíka hegðun. Ég hef átt margar góðar stundir með Villa og fjölskyldu hans og fyrir þær er ég þakklátur. Ég votta Stefaníu og börnum og barnabörnum þeirra mína dýpstu samúð við andlát Villa. Karl Gunnarsson. Ég kveð með söknuði vin og samstarfsfélaga, Vilhjálm Þor- steinsson. Mín fyrstu kynni af Vil- hjálmi voru þegar hann var feng- inn til að vinna með mér við þróun á merkingaraðferðum með svo- kölluðum mælimerkjum. Eins og þáverandi forstjóri Hafrann- sóknastofnunar orðaði það, það þarf sannan víking til að vinna að slíku nýsköpunar- og frumkvöðla- starfi. Það sýndi sig líka að drif- krafturinn í Vilhjálmi var öflugur og smitandi svo aðrir hrifust með. Rannsóknir hans á lífríki sjávar og þorskinum voru honum mikið hjartansmál, starf sem hann vann af alúð og kappi. Í gegnum tíðina hefur Vilhjálmur merkt fjöldann allan af þorskum með mælimerkj- um, merki sem hafa aflað áður óþekktra gagna um hegðun þorsksins, niðurstöður hans bættu miklu við þá grunnþekk- ingu okkar. Á þessum bernskuár- um mælimerkja, þróaði Vilhjálm- ur merkingaraðferðir sem eru viðurkennd aðferðafræði ekki bara á Íslandi heldur víðar um heim. Þegar Vilhjálmur fór að stefna að því að láta af störfum hjá Haf- rannsóknastofnun var það honum kappsmál að ljúka og ganga frá vinnu sinni þannig að upplýsing- arnar væru aðgengilegar og skilj- anlegar fyrir þá sem við starfi hans tóku. Þessi vinna og sýn finnst mér lýsa Vilhjálmi afar vel. Ég fór nokkrar ferðirnar til út- landa með Vilhjálmi þar sem rannsóknaniðurstöður hans voru kynntar. Á einni ráðstefnunni af mörgum var Vilhjálmur skipu- leggjandi verkefnisins, stórs verkefnis með aðkomu margra þjóðlanda, verkefnis sem var dyggilega stutt af Evrópusam- bandinu. Þegar vinnudeginum lauk fór- um við oft í gönguferð, í eitt sinn heyrði Vilhjálmur suðræna salsa- tóna frá lítilli krá, þetta virkaði eins og segull á hann og áður en ég vissi af sveif hann um á dans- gólfinu. Það leyndi sér ekki að hér var mikill dansari á ferð, við hinir horfðum á Vilhjálm öfundar- augum, bara að við gætum þetta, VÁ, hvað hann var flottur. Þær voru ófáar heimsóknir Vil- hjálms til Stjörnu-Odda, hugur hans var frjór og fullur af hug- myndum þegar rannsóknir á þorski voru annars vegar. Þetta eru heimsóknir sem verða mér alltaf minnisstæðar og mun ég ætíð verða þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessum merka manni. Minn hugur er með Stefaníu og fjölskyldu. Sigmar Guðbjörnsson. Villi var einn af kennurum mín- um í MR 1970-72. Hann hafði lært líffræði á Englandi og kenndi efnafræði í R-bekknum, stráka- bekk í Fjósinu. Villi var með rautt skegg og okkar á milli var hann kallaður Vilhjálmur barbarossa. Hann var sportkafari og ein- hverju sinni bauðst hann til að kenna okkur köfun. Einn daginn eftir skóla fórum við því nokkrir bekkjarfélagar heim til hans í Kópavog, en hluti búnaðarins fannst ekki svo að aldrei varð úr þessari köfunarkennslu. Villi minntist þess síðar frá kennsluár- um sínum í MR, glettnislegur á svip, að Tinna Gunnlaugsdóttir, síðar þjóðleikhússtjóri, hefði einu sinni málað augu á augnlokin á sér til þess að geta sofið í tíma án þess að hann tæki eftir því. Þegar ég hóf störf á Haf- rannsóknastofnun árið 1985 lágu leiðir okkar saman að nýju en hann var þá sérfræðingur í hrognkelsum. Villi átti eftir að verða einn helsti vísindamaður stofnunarinnar í merkingum á þorski, fyrst með hefðbundnum númeruðum merkjum, svipuðum fatamerkjum, sem stungið er undir bakugga. Síðar var hann frumkvöðull í notkun rafeinda- merkja sem mæla hita og dýpi, en þeim er komið fyrir í kviðarholi með skurðaðgerð. Villi þróaði að- ferðafræðina sem enn er notuð með góðum árangri. Villi var áhugasamur og þrautseigur vís- indamaður sem í samstarfi við aðra vísindamenn náði að birta margar vísindagreinar um atferli þorsks. Þegar ég sjálfur þurfti að merkja fisk við rannsóknir á hjarðeldi þorsks var hann mjög hjálplegur og lánaði mér tól og tæki sem á þurfti að halda. Þá lán- aði hann mér fjölmörg rafeinda- merki sem hann var aflögufær með og voru birtar um þær at- huganir tvær vísindagreinar sem hann var meðhöfundur að. Árum saman fórum við Villi í heilsubótargöngu í hádeginu ásamt nokkrum öðrum sam- starfsmönnum á Hafrannsókna- stofnun. Margt var spjallað í þessum gönguferðum, bæði um vísindin og það sem var efst á baugi en einnig rifjuð upp ýmis atvik frá liðinni tíð. Hafði ég gam- an af að hlýða á Villa segja frá ýmsum skemmtilegum uppákom- um frá námsárum sínum á Eng- landi og í Bandaríkjunum og þeim tíma sem hann vann hjá Þróun- arsamvinnustofnun sem ráðgjafi í Afríku. Einu sinni fyrir nokkrum árum vorum við Villi tveir einir í hádegisgöngu á leiðinni eftir Austurstræti þegar við sáum hóp nemenda með ungum kennara sínum. Villi tók eina stúlkuna tali og sagðist hún vera í MR og hefði sögukennarinn gefið þeim frí til að sýna þeim gamla bæinn. Þá sagði Villi: „Ég var einu sinni kennari í MR og þetta var nem- andi minn!“ Þegar ungu stúlkunni varð litið á mig hrópaði hún upp yfir sig í forundrun: „Ó, Guð!“ Það virtist nú sök sér að Villi hefði einhvern tímann verið kennari í MR en að þessi gráskeggjaði öld- ungur hefði verið nemandi hans, var erfitt að meðtaka. Villi var mikill ljúflingur, vel vaxinn, grannur og beinn í baki, kvikur í hreyfingum og einstak- lega góður dansari. Ég sé hann enn fyrir mér á jólagleði í safn- aðarheimili Fríkirkjunnar þar sem hann gáskafullur og þrótt- mikill hendist um gólfið í hröðum polka með unga stúlku úr Sjávar- útvegsskólanum í fanginu. Björn Björnsson. Með þessum línum langar und- irritaðan að minnast örstutt Vil- hjálms Þorsteinssonar, fiskifræð- ings. Vilhjálmur starfaði nær allan sinn starfsaldur við Haf- rannsóknastofnunina eða frá árinu 1974 til ársins 2013. Fyrst man ég Vilhjálm, þegar hann ungur kom heim frá námi í Skotlandi og hóf stundakennslu í náttúrufræði við Menntaskólann í Reykjavík – glaðlegur, laglegur og rauðskeggjaður, ungur í anda og lagði sig alltaf fram um að vera jafningi okkar nemendanna. Vil- hjálmur náði umtalsverðum ár- angri við kennslu á námsefninu, a.m.k. í ljósi þess að fjarri lagi var að námsefnið hugnaðist öllum nemunum jafn vel. Hann reyndist góður félagi nemendanna, en að hætti gáskafullra menntskælinga gekk þessi rauðskeggjaði lærifað- ir okkar undir heitinu Villi Bar- barossa. Í ófá skiptin minntumst við þessara daga. Uppfrá þessu var Vilhjálmur alla tíð í mínum huga glaðvær, réttsýnn og góður félagi. Hann var árið 1974 ráðinn fyrsti útibús- Vilhjálmur Þorsteinsson Elskulegur faðir okkar, KRISTJÁN SIGURÐSSON, fyrrverandi forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins, lést á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 19. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. maí kl. 11. . Drífa Kristjánsdóttir, Embla Kristjánsdóttir, Fjalar Kristjánsson, Hrefna Kristjánsdóttir, Freyja Kristjánsdóttir, Askur Kristjánsson, Harpa Kristjánsdóttir, Gríma Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengafaðir, afi og langafi, TRYGGVI STEFÁNSSON bóndi, Hallgilsstöðum, Fnjóskadal, lést á Dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt 15. maí. Jarðsungið verður frá Hálskirkju í Fnjóskadal laugardaginn 28. maí kl. 14. . Kristín Ingibjörg Ketilsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.