Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600 Hollensk rafmagnshjól vönduð og margverðlaunuð Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðustu farfuglarnir koma til lands- ins á næstu dögum, en venju sam- kvæmt kemur þórshani síðastur far- fugla. Komutími hans er gjarnan undir lok maí- mánaðar, en nokkru fyrr á ferðinni er ná- frændi hans, óðinshaninn. Ís- land er á suður- mörkum varp- stöðva þórs- hanans og er syðsta varp þórs- hana í heiminum á Suðurlandi. Fuglinn kann betur við sig enn norð- ar, á stöðum eins og á Svalbarða og Grænlandi. Talið er að vetrarstöðvar þórs- hana séu á sjó úti vestur af ströndum Afríku, nærri miðbaug, jafnvel úti á reginhafi, en ýmislegt er óljóst um vetrardvölina. Hins vegar var sam- svarandi spurningum um óðinshana svarað í fyrrasumar með aðstoð vís- indanna. Um það fjallar Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í grein á vef Náttúruminjasafn Íslands [nmsi- .is]: Agnarlítill gagnarita hjálpaði „Vetrarstöðvar óðinshana voru hjúpaðar leynd þar til í fyrra, en þá endurheimtist fugl norður í Aðaldal, sem bar agnarlítinn gagnarita eða ljósrita. Hann gat sagt okkur að vetrarstöðvarnar væru útaf strönd- um Perú og suðaustur af Galapagos- eyjum. Ótrúlegt hvernig þessi litli fugl getur lagt slíkar vegalengdir að baki. Varpheimkynni hans eru víða um norðanvert norðurhvelið.“ Í samtali segir Jóhann Óli að áætl- að sé að 50 þúsund pör óðinshana verpi hér á landi, en hingað komi að- eins um 200-250 þórshanar. Pör þeirra teljist því aðeins í nokkrum tugum og skekkt kynjahlutfall auki óvissuna, þar sem karlfuglarnir séu fleiri en kvenfuglarnir. Óðinshani og þórshani koma seint og fara í byrjun ágúst þegar ung- arnir eru fleygir, þannig að dvöl þeirra hér á landi er tiltölulega stutt, enda um langan veg að fara í vetrar- stöðvarnar. Kvenfuglinn er skraut- legri en karlinn og fyrirkomulagið á fjölskyldulífinu á margan hátt sér- stakt, en um það fjallar Jóhann Óli í fyrrnefndri grein: Stundum í tygjum við fleiri en einn karl „Í tilhugalífinu á kvenfuglinn frumkvæðið og það er karlfuglinn sem sér um álegu og ungauppeldi, en kerlan lætur sig hverfa strax eftir varpið og getur stundum verið í tygj- um við fleiri en einn karl. Dömurnar safnast saman í hópa og frílista sig meðan karlarnir streða við uppeldið. Þessi femínismi er líka við lýði hjá hinum sundhönunum: þórshana og freyshana.“ Við þetta er að bæta að heimkynni freyshana eru í Ameríku en hann slæðist hingað endrum og sinnum. Sundhanar eru af snípuætt, sem er stór ætt vaðfugla. Þórshani finnst einkum í eyjum og á útkjálkum og er mikið í fjörum. Hann er rauður og nokkuð skraut- legur og það sama má segja um Óðinshana, sem er aðeins minni. Óðinshani er nokkuð algengur um allt land, einkum á láglendi, en finnst einnig víða á hálendinu. Uppáhalds- búsvæði hans eru lífrík votlendi og er þéttbýli mikið, t.d. í Mývatnssveit. Utan varptíma er hann einkum við ströndina á sjávarlónum og tjörnum en stórir hópar sjást einnig á sjó við landið. Skoppa á vatnsborðinu Sundhanarnir hringsnúast á sundi og skoppa á vatnsborðinu. Þeir þyrla upp fæðu, dýfa gogginum ótt og títt í vatnið og tína upp smádýr. Úti á sjó éta þeir svif, en þeir eru úthafsfuglar að vetrinum. Þeir fljúga hratt og flökta mikið. Samkvæmt upplýs- ingum Jóhanns Óla er óðinshani sums staðar kallaður skrifari vegna þess hvernig hann hringsnýst á poll- um og tjörnum og virðist skrifa á vatnsborðið með goggnum. Sundhanar koma síðastir farfugla  Þórshani kemur yfirleitt undir lok maímánaðar  Óðinshani eða skrifari er fyrir nokkru kominn  Vetrarstöðvar óðinshana voru ráðgáta  Sérstakt fjölskyldulíf sundhana  Skekkt kynjahlutfall Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Á góðri stundu Þórshanar stinga saman nefjum, kvenfuglinn er með svartan koll. 200-250 fuglar koma hingað árlega. Jóhann Óli Hilmarsson Komutími » Talið er að meðalkomutími þórshana sé 25. maí og kemur hann síðastur farfugla til landsins. » Meðalkomudagur óðinshana er 7. maí en í ár sáust fyrstu fuglarnir 8. maí á Garðskaga. » Krían er líka seint á ferðinni, fyrstu kríurnar sjást kringum 22. apríl, en hún fer ekki að sjást að ráði fyrr en í maí. » Hún fer eins og sundhan- arnir um langan veg til sumar- landsins, enginn fugl í heim- inum fer eins langt og krían, á milli heimskauta. » Rauðbrystingur var frekar seint á ferðinni í ár og kom ekki fyrr en 21. apríl. » Svo einn farfugl enn sé nefndur til sögunnar er með- alkomutími heiðlóu um mán- aðamótin mars-apríl. » Komutími lóunnar hefur færst framar eins og margra annarra fugla. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Fimm prósentum stúlkna í 8.-10. bekk líður illa eða mjög illa í skól- anum. Þetta kemur fram í niður- stöðum rannsóknar Olweusaráætl- unarinnar á einelti í íslenskum grunnskólum. Árið 2011 var hlut- fallið mun lægra, eða 1,9%. Segir í niðurstöðunum að tæp 11% stúlknanna óttist einelti af hendi samnemenda sinna. Aðeins 6,5% sögðust óttast það í rannsókn Olweusar árið 2011. Einstaka skólar hafi slakað á Þorlákur H. Helgason, fram- kvæmdastjóri verkefnisins á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið ekki kunna neina skýringu á hinni skyndilegu aukningu. „Á einstaka skólum sér maður þó að þeir hafa slakað á. Þar þarf að slá í klárinn eða hreinlega endurnýja eineltisáætlunina. Maður sér það um leið og skólarnir slá eitthvað af, þá segja börnin strax frá því,“ segir Þorlákur. Því til stuðnings bendir hann á að nemendur séu í könnuninni spurðir hvernig þeim finnist umsjónar- kennarinn bregðast við einelti. „Oft sést mjög greinileg fylgni á milli virkni kennara og tíðni eineltis. Til dæmis má nefna einn stóran skóla í Reykjavík þar sem áhrifin sjást svart á hvítu, en þar segja krakkarnir að kennararnir geri ekki nóg til að hindra einelti. Allt helst þetta í hendur.“ Rannsóknin er aðeins gerð í þeim skólum sem notast við Olweusar- áætlunina. Gæti einelti verið enn tíð- ara í öðrum skólum, en erfitt hefur reynst að fá gagnlegan samanburð. „Ég hef boðið öllum grunnskólum á Íslandi að taka þátt í könnuninni en þá tóku einungis tíu aðrir skólar því boði. Þátttakan hefði ekki kostað þá neitt.“ Einelti nemenda í 5.-7. bekk Hlutfall nemenda sem segjast verða fyrir einelti tvisvar í mánuði eða oftar 5,1% 5,2% 6,6% 7,7% 5,8% 6,9% Strákar - landsmeðaltal Stelpur - landsmeðaltal Strákar - Reykjavík Stelpur - Reykjavík 2011 2012 2013 2014 2015 Heimild: Rannsókn Olweusaráætlunar 8% 6% 4% 2% 0% Unglingsstúlkum líður sífellt verr í skólanum  11% stúlkna óttast einelti af hálfu sam- nemenda sinna Vanlíðan nemenda í 8.-10. bekk Hlutfall nemenda sem líður illa eða mjög illa í skólanum 1,9% 4% 1,4% 4,2% 5% 4% 4,7% Strákar - landsmeðaltal Stelpur - landsmeðaltal Strákar - Reykjavík Stelpur - Reykjavík 2011 2012 2013 2014 2015 Heimild: Rannsókn Olweusaráætlunar 5% 4% 3% 2% 1% Innanríkisráðuneytið tilkynnti á laugardag þau framboð til embættis forseta Íslands sem borist höfðu áður en fresti til þess lauk, á miðnætti 20. maí. Tíu frambjóðendur skiluðu inn gögnum: Andri Snær Magnason, Ást- þór Magnússon Wium, Davíð Odds- son, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómas- dóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingberg Jónsson og Sturla Jónsson. Ráðuneytið mun nú fara yfir þau gögn sem hafa borist og auglýsa í síð- asta lagi næstkomandi föstudag, 27. maí, hverjir frambjóðenda verða formlega kjörgengir í kosningunum 25. júní nk. Misvísandi upplýsingar Magnús Ingberg hafði beðið ráðu- neytið um frest til þess að skila inn til- skildum fjölda undirskrifta en ráðu- neytið taldi sig ekki geta heimilað slíkt. Í samtali við mbl.is sagði Magn- ús sig hafa fengið misvísandi upplýs- ingar sem ollu töfum á söfnun undir- skrifta og urðu til þess að honum tókst ekki að safna nægilegum fjölda. Hann segist munu kæra fram- kvæmdina eftir helgi. Tíu skiluðu inn fram- boðum til forseta  Magnús hyggst kæra framkvæmdina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.