Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 27
Glæsileg Breska fyrirsætan Kate Moss mætti á frumsýningu kvik- myndarinnar Loving 16. maí. Sjarmör Kanadíski leikarinn og hjartaknúsarinn Ryan Gosling veifaði aðdáendum sínum fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar The Nice Guys, 15. maí sl. Gosling fer með eitt af aðalhlutverkum kvikmyndarinnar. Hnefaleikakappar Venesúelski leikarinn Edgar Ramirez tók létta æfingu með panamska hnefaleikakappanum fyrrverandi Roberto Duran. Ramirez leikur Duran í kvikmynd um boxarann, sem nefnist Hands of Stone. MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í dag mánudaginn 23. maí, verður leikritið Sími látins manns frumsýnt í Tjarnarbíói kl. 20:30. Nánd er mikilvæg Leikritið fjallar um nándina sem allir þrá en eiga ekki alltaf auðvelt með. Tæki eins og snjallsími, með öllum sínum upplýsingum og tengi möguleikum getur virkað eins og gereyðingartól í mannlegum sam- skiptum og búið til þrúgandi tóma- rúm. Verkið fjallar á gamansaman hátt um hina einangruðu Nínu sem í gegnum síma ókunnugs látins manns reynir eftir bestu getu að búa til nánd milli fólks sem allt er tengt fjölskyldu- eða vinaböndum en er með stóra gjá á milli sín. Tilraunir Nínu hafa ófyrirséðar afleiðingar. Og eins og kemur í ljós þá var hinn látni kannski ekki afbragðs drengur á meðan hann bjó á meðal vor. Brooklyn skáld Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem sett er upp á Íslandi. En hún er eitt vinsæl- asta nútímaleikskáld Bandaríkjanna um þessar mundir. Verk hennar eru mikið leikin og hefur hún í tvígang verið tilnefnd til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Varð að koma sýningunni á koppinn hér á Íslandi Aðal leikkonan og prímusmót- orinn í verkinu, María Dalberg, seg- ir að hún hafi heillast að verkinu þegar hún las það á meðan hún stundaði nám í New York. „Ég er framleiðandinn og leik aðal- hlutverkið,“ segir María Dalberg. „Þetta verk talaði sterkt til mín. Að- alpersónan er einmana sál í stór- borg. Þótt það sé mikið líf í kringum mann þá er maður einmana, því maður nær oft ekki að tengja við aðra. Svo er það þessi sími. Hann er þessi dónalegi karakter í verkinu sem er alltaf að trufla. Hún finnur þennan síma sem heldur lífi í þess- um látna manni. Þessi nútímatækni er alltaf að trufla. Það er mikið um það að fólk sé ekkert að tala saman og er bara í samskiptum í gegnum sms. Mér fannst ég þurfa að setja þetta upp og varð mér úti um rétt- indin.“ Kvennasýning á kvennahátíð „Þetta er kvennasýning,“ segir María. „Sagan er eftir kvenmann, leikstýrt af kvenmanni henni Char- lotte Böving, aðalhlutverkin eru í höndum kvenmanna okkar Elvu Óskar og Halldóru Rutar, en jú það er eitt hlutverk karlmanns þarna, en hann deyr, þannig að við kvenmenn- irnir erum mest á sviðinu og reyndar er bróðir dauða mannsins þarna líka. En þetta er kvennasýning og small inní þema Listahátíðarinnar sem gengur svolítið út á raddir kvenna. Það er geggjað að fá svona konur til liðs við sig einsog Charlotte Bö- ving og Ragnhildi Gísladóttur sem semur frábæra tónlist við verkið.“ Svarað í síma látins manns  Dauðinn er ekki endir á neinu Ljósmynd/Óli Magg Dauðinn Þegar einhver deyr fyrir framan þig þá er góð hugmynd að eigna sér síma mannsins og svara í hann. 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 28/5 kl. 19:30 76.sýn Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sun 29/5 kl. 19:30 77.sýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Sýningum lýkur í vor! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 25/5 kl. 19:30 Mið 1/6 kl. 19:30 Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Play (Stóra sviðið) Þri 31/5 kl. 19:30 Listahátíð í Reykjavík AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Þri 24/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Sun 29/5 kl. 20:00 síðasta sýn. Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur eftir Tyrfing Tyrfingsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.