Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016
MÁ BJÓÐA ÞÉR
Í SJÓNMÆLINGU?
NÝ SENDING AF
UMGJÖRÐUM
Traust og góð þjónusta í 20 ár
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200
Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI
TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR
ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR
OFBELDI.
NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN?
Nigel Short, einn þekktasti skák-
maður heims, mætti um helgina
Hjörvari Steini Grétarssyni,
yngsta stórmeistara landsins, í
MótX-einvígi Hróksins í skák. Þeir
voru jafnir eftir þrjár skákir á
laugardaginn, en Short vann allar
þrjár skákir gærdagsins og sigraði
með 4,5 vinningi gegn 1,5.
„Einvígið var frábær skemmtun
og fjöldi áhugamanna á öllum
aldri lagði leið sína í Salinn í
Kópavogi, auk þess sem þúsundir
fylgdust með beinum útsendingum
á netinu,“ segir á heimasíðu
Hróksins.
Short og Hjörvar tefldu alls sex
skákir og mætti Hjörvar ákveðinn
til leiks. Short var „stálheppinn að
sleppa með jafntefli í fyrstu skák-
inni. Í annarri skákinni náði
Hjörvar að láta kné fylgja kviði og
sigraði í vel útfærðri skák. Short
náði sér hins vegar á strik í þriðju
skákinni og jafnaði metin.“
Seinni keppnisdegi einvígisins er
hins vegar lýst sem „algerri ein-
stefnu“ af hálfu enska meistarans.
Short sigraði Hjörv-
ar Stein í einvígi
Bjarni St. Ottósson
bso@mbl.is
Tvær ungar konur slösuðust alvar-
lega eftir að harðskelja-slöngubátur
sem þær fóru í skemmtiferð í féll
talsverða hæð í öldugangi við Vest-
mannaeyjar þann 11. maí sl.
Konurnar eru starfsmenn Bláa
lónsins og voru í hópferð í Eyjum
ásamt um hundrað öðrum starfs-
mönnum þennan dag, að því er
fréttastofa Rúv greindi frá. Farið
var með nokkra hópa í bátnum, sem
er gerður út af Ribsafari, áður en
slysið varð en talsverður vindur og
öldugangur mun hafa verið við Eyjar
þennan dag. Skipstjóri og annar
starfsmaður munu þó hafa metið að-
stæður svo að óhætt væri að fara í
siglinguna.
Samkvæmt upplýsingum frá Lög-
reglunni í Vestmannaeyjum stendur
rannsókn á málinu yfir og hefur
skipstjóri bátsins verið yfirheyrður
en ekki hefur enn verið rætt við kon-
urnar sem slösuðust.
Skipstjórinn mun hafa stigið til
hliðar meðan á rannsókn stendur, er
haft eftir lögmanni Ribsafari.
Voru í fyrstu taldar tognaðar
Konurnar leituðu sér aðhlynning-
ar á Heilbrigðisstofnuninni í Vest-
mannaeyjum strax eftir atvikið en
læknir þar mat það svo að þær væru
aðeins tognaðar í baki.
Daginn eftir fór önnur konan í
röntgenmyndatöku þar sem kom í
ljós að hún var alvarlega hryggbrot-
in og var send í skurðaðgerð. Hin
konan brotnaði einnig en ekki eins
illa.
Samskonar slys gerst áður
Árið 2011 slösuðust tveir farþegar
á baki í báti á vegum Ribsafari þegar
þeir skullu af afli niður á setu í öldu-
gangi á Faxasundi. Þá kom fram í
áliti rannsóknarnefndar sjóslysa að
bátnum hefði verið siglt á of miklum
hraða miðað við aðstæður.
Eftir það atvik mun útgerðin hafa
tekið upp þá reglu að ráðleggja far-
þegum sem ekki telja sig heilsu-
hrausta að fara ekki í slíkar sigling-
ar. Rannsóknarnefndin taldi farþega
þó tæplega hafa forsendur til þess að
meta slíkt og hvatti til endurskoð-
unar á útbúnaði slíkra báta.
Síðan þá hafa fleiri keimlík atvik
komið upp þar sem farþegar slasast
á baki en almennt eru þau talin verða
þegar fólk stendur ekki í fæturna
þegar báturinn lendir á öldu og fær
þá högg upp í bakið þegar það lendir
á sætinu. Þá hefur verið bent á að
slysatíðni í bátunum sé ekki há, en
mörg þúsund manns ferðast með
þeim árlega.
Skjáskot/Ribsafari.is
Á siglingu Harðskelja-slöngubátar voru teknir í notkun hér árið 2011.
Hryggbrotnar
eftir sjóslys
Skemmtibátur féll í öldugangi
„Þetta hefur ver-
ið hálfgerður
draumur að vera
hérna á vestur-
svæði (A). Gott
veður, góður fisk-
ur og góð veiði,“
segir Stefán
Jónsson sem er
meðal aflahæstu
strandveiði-
manna til þessa,
en strandveiðiárið hófst í byrjun
mánaðarins. Veiði á A-svæði í maí
lauk á fimmtudag og þriðjudagur er
síðasti veiðidagur á D-svæði.
Stefán gerir bát sinn Grím AK1 út
frá Arnarstapa og er einn á. Þaðan
er stutt á miðin en sjálfur er hann
búsettur á Akranesi ásamt fjöl-
skyldu sinni. Hann segir strand-
veiðikerfið veita ágætan tíma til
samvista með fjölskyldunni. „Það
eru mikil viðbrigði frá því sem var,“
segir Stefán, en aðeins má róa fjóra
daga í viku í strandveiðunum auk
þess sem veiðar eru stöðvaðar þegar
ákveðnum mánaðarafla er náð á
hverju svæði.
„Ég hef mjög gaman af þessu og
það er eiginlega þess vegna sem
maður er í því,“ segir Stefán sem
kvíðir ekki einverunni. „Það er allt
til öryggis til í bátnum sem hjálpar
manni ef eitthvað kemur fyrir. Túr-
arnir eru svo auðvitað mislangir en
sá lengsti var fjórtán tímar og sá
stysti frá hálffjögur til sex.“
„Gott veður, góður
fiskur og góð veiði“
Strandveiðiárið fer vel af stað
Stefán
Jónsson