Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Morgunblaðið/Líney Hanskaframleiðendur Hjónin Vilborg Stefánsdóttir og Jón Rúnar Jónsson ásamt dætrunum Hólmfríði Katrínu og Guðrúnu Petru í fangi pabba síns. Líney Sigurðardóttir lineysig@simnet.is J ón Rúnar Jónsson, hafnar- vörður hjá Langanes- byggð, var ekki með neitt sérstakt á prjónunum þeg- ar hann var að vafra á net- inu kvöld eitt fyrir sex árum. „Ég rak fyrir tilviljun augun í auglýsingu þar sem prjónavélar voru auglýstar til sölu og þá laust þeirri hugmynd niður í kollinn á mér að gaman væri að stofna lítið fyrirtæki,“ segir Jón Rúnar sposkur á svip. Að höfðu samráði við konu sína, Vilborgu Stefánsdóttur, kerfisstjóra og kennara í upplýsingatækni við Grunnskólann á Þórshöfn, slógu þau til og keyptu vélarnar og efni til vinnslunnar. Fyrirtækið fékk nafnið Vanda og eru foreldrar Vilborgar meðeig- endur í því. Prjónaskapurinn hófst en byrjunarerfiðleikar gerðu þeim lífið leitt fyrsta árið því nokkuð var um bilanir á vélum. Fór suður með vélunum „Á þeim tímapunkti sáum við eftir öllu saman og spurðum okkur sjálf hvað við værum búin að koma okkur út í,“ segir Vilborg, því kostn- aðarsamt var að senda vélarnar burt til þjónustuaðila sem er ekki beint í næsta húsi, frá Þórshöfn til Reykja- víkur. Þau lögðu þó ekki árar í bát enda er landsbyggðarfólk vant því að þurfa að bjarga sér með ýmsa hluti. Jón Rúnar ákvað að hann yrði bara sjálfur að sjá um viðgerð og þjónustu á vélbúnaðinum og fór suð- ur með vélunum, þar sem hann fylgdist með viðgerð, og hefur síðan Prjóna vinnuvettlinga í gömlu beitningahúsi Síðastliðin sex ár hafa hjónin Vilborg Stefánsdóttir, kerfisstjóri og grunnskóla- kennari, og Jón Rúnar Jónsson hafnarvörður, í félagi við foreldra Vilborgar, starf- rækt Prjónastofuna Vöndu á efri hæð svokallaðs Villahúss á Þórshöfn. Eftir nokk- urt basl fyrsta árið fór prjónaskapurinn að ganga ljómandi vel og núna framleiða þau 6.500 vettlingapör á ári. Jú, það er semsagt staðreynd á stafrænu gervihnattaöldinni sem við lifum nú, að bókin lifir. Það er að segja bók sem prentuð er á pappír. Þetta kemur fram á vef The Guardi- an en þar segir að sala rafbóka hafi verið að dragast saman alveg frá því árið 2011. Á síðasta ári hætti Water- stones að selja rafbækur utan Bret- lands og bætti í staðinn við hillu- plássi fyrir prentaðar bækur í búðum sínum. Í framhaldinu jókst salan um 5%. Og hvern hefði grunað að Ama- zon, sá vefur sem selur hvað mest af bókum á netinu, opnaði bókabúð? En sú er einmitt staðreyndin nú. Fólk vill semsagt bækur í hendi frekar en á skjá. Fólk nýtur þess nefnilega að handleika bækur, halda á þeim og finna snertinguna við pappírinn þegar lesið er. Fólk vill líka fá hvíld frá skjánum. En hvað fór úrskeiðis? Hvers vegna náði rafbókin ekki því flugi sem henni hafði verið spáð? Talið er að rafbókin hafi verið „hæpuð“ svo upp þegar hún kom á markað að það hafi alveg gleymst að gera ráð fyrir mannlegu eðli, þegar mesta nýjungagirnin var runnin af fólki. Þá kýs mannfólkið nefnilega gæði, þau gæði sem felast í því að lesa, sem er upplifun. Og sú upplifun er bar- asta alls ekki sú sama af stafrænum orðum á skjá og af prentuðum orð- um á pappír. Og nú sækist fólk í auknum mæli eftir því að sjá og heyra rithöfunda lesa upp úr bókum sínum, rétt eins og aukin eftirspurn er eftir því að sjá og hlusta á tónlistarfólk á sviði. Sama má segja um leikhús. Nándin við lifandi fólk er það sem skiptir máli, líka þegar kemur að listum. Bókin var sögð dauð þegar út- varpið kom fram á sjónarsviðið. Harðspjaldabókin var sögð dauð með kiljunni. Prentaðar bækur voru sagðar dauðar með tilkomu hins mikla stafræna guðs. En engin af þessum feigðarspám hefur komið fram, bókin er langlíf með sínum prentuðu orðum á pappír. Það er gott að halda á henni, gott að snerta hana og finna lyktina af henni. Vefsíðan www.theguardian.com Morgunblaðið/Ásdís Unaðsstund Það er góð upplifun að liggja saman í grasi og lesa bækur. Fólk vill sem sagt lesa bækur í hendi frekar en af á skjá Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þegar árstíðaskipti eru og vetr-inum er lokið ganga í garðbreytingar. Gróðurinn sprettur, farfuglarnir koma og börn- in hlaupa um á peysunum. Á þessum árstíma eykst oft annríkið og upp- brot verður á daglegum venjum. Tómstundastarfi vetrarins er að ljúka með tilheyrandi sýningum, mótum og foreldraheimsóknum. Skólastarfið er einnig að klárast og bekkjarkvöldin raðast inn ásamt for- eldraheimsóknum í skólana. Við þetta bætist oft aukið félagslíf hjá þeim fullorðnu þar sem á að ná öllum uppákomum og vinnustaða- samkomum áður en fólk tínist í sum- arfrí. Þegar dagurinn er orðinn langur og birtan mikil fyllast líka margir mikilli orku og það á sko að taka til í bílskúrnum, garðinum, fataskáp- unum og mála pallinn. Þegar uppbrot verður á venju- bundnu mynstri fjölskyldunnar og framundan er tími óendanlegrar birtu, er vert að hafa nokkur atriði í huga. Það þarf ekki að taka þátt í öllu Reyndu að forgangsraða, hvað er mikilvægast, hverju viltu taka þátt í og hverju geturðu sleppt? Geturðu skipt einhverju niður, tekið þátt í hluta, ekki öllu? Mundu að þú mátt ákveða hvað er best fyrir þig og þína fjölskyldu. Það þarf ekki að vera bestur í öllu Hvað gerist ef þú mætir ekki með heimagerðar veitingar eða það er ill- gresi í garðinum? Kannski er í lagi að gera málamiðlanir og velja hvað skiptir máli. Lífið heldur áfram og við getum ekki verið í okkar besta formi á hverjum degi. Það sem þú getur gert í dag er nóg og á morgun kemur nýr dagur. Það þarf ekki allt að vera frábært Hvort sem það er fjölskylduboð, vinir að hittast eða bekkjar- skemmtun hjá barninu, þá koma hlutir upp á, það er ekki alltaf allt æðislega gaman. Þrátt fyrir það er hægt að njóta augnabliksins, ná að stoppa og vera meðvitaður um að þetta augnablik er það sem það er og sjá fegurðina í því. Vorið er komið og grundirnar gróa Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir Sálfræðingur Rafsuðuvörur Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is Gæðarafsuðuvörur frá Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.