Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hlutirnirgerasthægt þeg- ar höftin eru ann- ars vegar, þó að helsta umkvört- unarefni sumra stjórnarand- stæðinga á þingi í gær hafi verið að haftafrumvarp ríkis- stjórnarinnar væri afgreitt of hratt og án nægilegs samráðs. En vitaskuld varð að afgreiða málið hratt; því þurfti að ljúka fyrir opnun viðskipta í dag. Vandinn við lausn haftanna er að gangurinn hefur verið allt of hægur og höftin verið allt of lengi. Þau áttu að standa í ein- hverja mánuði en hafa nú stað- ið í nær átta ár. Frumvarpið sem lagt var fram á föstudag og samþykkt lítið breytt sem lög í gærkvöldi er skref í átt að losun haftanna. Skref í þá átt að hægt sé að stíga næsta skref, eins og það var orðað. En þetta skref er mikilvægt og oft þarf að stíga mörg skref áð- ur en komist er á leiðarenda. Engu að síður er brýnt að fara að komast alla leið og sú ábending sem fram kom um helgina, að með frumvarpinu væri verið að leysa mál aflandskrónueigenda en ekki fyrirtækja, lífeyrissjóða og ein- staklinga, á fullan rétt á sér. Stjórnarandstaðan stóð að mestu með stjórnarliðum í nefndaráliti meirihlutans, en Katrín Jakobsdóttir (með stuðningi áheyrnarfulltrúans Birgittu Jóns- dóttur) skar sig úr og vildi ekki styðja málið. Fyrir því voru ekki málefna- legar ástæður, fremur virtist viljinn til að sýna andstöðu ráða för. Eitt var þó umhugsunarvert í nefndaráliti Katrínar, en hún segir að eins og staðan sé „bíður það væntanlega nýs meiri hluta á Alþingi að ljúka afléttingu hafta“. Vitaskuld þarf þetta ekki að vera þannig. Nú er verið að stíga skref og óþarfi er að bíða lengi eftir næsta skrefi. Eins og bent hefur verið á eru að- stæður til afléttingar haftanna ákjósanlegar og sjálfsagt að ljúka því verki fyrir kosningar. Sennilega væri hægt að gera það fyrir kosningar í haust, sé vilji til að halda kosningar þá, en miklu nær er að láta af þeim áformum, enda standa engin rök til þess að láta kjósa áður en kjörtímabilið er úti. Hagsmunir landsmanna eru að þessi ríkisstjórn ljúki því verki sem hún hefur hafið og afnemi höftin í heild sinni. Öll rök hníga að því að hægt sé að ljúka því verki áður en kjör- tímabilið er úti og ríkisstjórnin ætti að hafa metnað til að gera það. Og hún hefur líka skyldur í því sambandi. Enginn veit hversu lengi haftalosunin mun dragast ljúki þessi ríkisstjórn ekki því nauðsynlega verki. Brýnt er að þessi ríkisstjórn ljúki losun haftanna svo málið dragist ekki óhóflega} Skref, en ekki lokaskref Lýðræðið íTyrklandi hefur á síðustu misserum orðið fyrir miklum og endurteknum skakkaföllum. Stjórnvöld, undir handleiðslu Recep Tayyip Erdogan forseta, hafa markvisst þrengt að lýðrétt- indum, skrúfað fyrir gagnrýni og reynt með öðrum hætti að festa alla þræði valdsins í höndum Erdogans. Nýjasta dæmið um þessa viðleitni er lög sem samþykkt voru á tyrkneska þinginu á föstudag, en þar var friðhelgi þingmanna fyrir lögsóknum aflétt. Lögin virðast vera sér- sniðin til þess að hægt verði að víkja af þingi þeim sem stjórnvöldum þykja of gagn- rýnir. Þeir þingmenn stjórn- arandstöðunnar sem ekki hlýða geta þá átt von á því að ákærur verði lagðar fram á hendur þeim, þannig að þeir missi þingsæti sitt. Talsmenn hins kúrdíska HDP-flokks, sem er þriðji stærsti flokkurinn á þingi, hafa til að mynda lýst yfir þungum áhyggjum af afleiðingum frumvarpsins, en þeir óttast að allt að 50 af 59 þingmönnum flokksins geti átt von á lögsóknum og brott- vikningu af þingi. Tyrkland er í orði kveðnu lýðræðisríki með þingbund- inni stjórn. Smám saman verður þó erfiðara að réttlæta þá lýsingu á landinu. Heljar- tök Erdogans á Tyrklandi minna sífellt meira á tilburði einræðisherra víða um heim en athafnir lýðræðislega kjör- ins forseta. Þessi þróun er ekki aðeins áhyggjuefni vegna Tyrkja og þeirra áhrifa sem Tyrkland hefur á Evrópu. Hún er ekki síður áhyggjuefni vegna þess að vonir hafa staðið til að Tyrkland gæti veitt öðrum múslimaríkjum leiðsögn í átt til lýðræðis. Þær vonir hafa daprast verulega á undan- förnum misserum. Tyrkland veitir ekki lengur leiðsögn í átt til lýðræðis} Öfugþróunin heldur áfram V eistu hvað mig dreymdi í nótt?“ er mjög ofarlega í leiðindastuðlinum og ekki góð byrjun á neinu sam- tali. Ég segi þetta því ég ætla að skrifa um drauma og vil taka það fram að það er tvennt ólíkt að þvæla fólki til- neyddu í gegnum draumana sína frá A-Ö þeg- ar það stendur óvarið við kaffivélina í vinnunni og því að velta þeim svo fyrir sér á grundvelli þar sem allir eru samþykkir þátttöku. Með samþykkt og meðvitund er um að gera að lesa áfram. Það er nefnilega margt merki- legt við drauma og í þeim eru tákn sem er vel þess virði að velta fyrir sér og ræða. Ég tel mig vera eina af þeim sem eru berdreymin. Mig hefur dreymt fyrir gleðiefnum og sorgar- viðburðum. Stórviðburðum og algjörlega minniháttar hversdagsuppákomum eins og að nágranninn kaupi sér sólstóla. Aftur í ættir hafa draumar, það að læra á þá og skilja endurtekin tákn verið frekar eðlilegur hluti af lífi fjöl- skyldunnar, langt aftur í ættir formæðra minna í Skafta- fellssýslu. Sumar ömmur kenna vísur, amma mín kenndi mér að það að missa tönn þýddi einhvers konar áfall, að vera í vatni er væntanleg veikindi og að engan langaði nokkurn tíma að vakna að morgni og hafa dreymt rottu. Raunar er slík lifandi skelfing að dreyma rottu að ég þagði um það til að valda ekki gömlum frænkum angist og svefn- truflunum. Ég hélt lengi vel að þetta væri svona á öll- um heimilum – allir níu ára krakkar væru að skrá niður draumana sína til að fá heildstæða mynd af þeim. En komst að því að flestir færu bara í hreina sokka og tækju vítamínin sín. Af því að ég punktaði hjá mér atriði næt- urinnar hef ég þurft að borga það gjald að fá orkusteina og fjarheilarnir frá Borgarnesi í afmælisgjafir frá vinum mínum út ævina. Ég hef svo sem bara tekið því með stakri yfirvegun að vera þrýst inn í eitthvert ný- aldarmengi en stenst ekki mátið og nýta mér þetta pláss að segja frá því sem ég komst að í vikunni. Það verður gos á hálendinu 25. júní. Bara grín! Nei, það sem ég vil segja er að ég rakst á fróðlega grein um stærðfræðinga, vísindamenn og listamenn sem dreymdi drauma sem enginn vildi vera án. Ég býð velkomna í rugludallafélagið meðlimina Paul McCartney, dreymandi laglínuna að Yesterday árið 1965, Nóbelsverðlaunahafann Niels Bohr, sem öðlaðist skilning á byggingu atómsins í draumi, Mary Shelley, sem fékk martröð og skrifaði hana niður þannig að úr varð eitt þekktasta bókmennta- verk veraldar; Frankenstein. Og einn þekktasta stærð- fræðing fyrr og síðar, Srinivasa Ramanujan, en hann dreymdi mjög mikilvægar talnaformúlur. Mig hefur hins vegar ekki dreymt fyrir stórtíðindum nýlega og myndi heldur ekki vilja eyða spennunni með því að kjafta frá. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Að lifa í draumi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Börn fædd árið 2010 hefjaskólagöngu í haust. Ár-gangurinn er nokkuð stórá landsvísu þótt hann sé örlítið fámennari en árgangurinn sem er fæddur 2009, sem var fjölmennasti árgangur í grunnskólum borgar- innar. Búast má við því að nemendum í flestum skólum landsins fjölgi, en unnið er að innritun þeirra í grunn- skólana. Spá um fjölda nemenda í almenn- um grunnskólum í Reykjavík gerir ráð fyrir að nemendum fjölgi um ríf- lega 200 frá fyrra skólaári og þeir verði um 14.000 haustið 2016. Fjölg- unin skýrist nær eingöngu af því að stærri árgangur kemur inn í grunn- skólann en útskrifast, en um 1.370 nemendur eru nú í 10. bekk, að sögn Sigrúnar Björnsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Reykjavíkurborgar. Lítill munur er á fjölgun nemenda eftir hverfum en þó er búist við að hlutfallsleg fjölgun verði heldur meiri en að meðaltali í Vesturbæ, Graf- arholti og Norðlingaholti. Hörðuvallaskóli stækkar enn Í Kópavogi hefja ríflega 550 börn skólagöngu sína, en af þeim fara yfir 100 í Hörðuvallaskóla í Kórahverfi. Sá skóli heldur áfram að stækka og verður þriðja árið í röð fjölmennastur skóla í Kópavogi. Nemendafjöldinn verður líklega í kringum 860 í haust. Að sögn skólastjóra Hörðuvallaskóla er skólinn vel undir það búinn að taka á móti þessum fjölda. Hluti kennsl- unnar fer fram í Kórnum, en kennsla í unglingadeild skólans er þar. „Stór árgangur flytur í stofur í Kórnum, en þrjár nýjar kennslu- stofur voru teknar þar í notkun um áramótin,“ segir Helgi Halldórsson, sem lét nýverið af störfum sem skóla- stjóri. Alls verða um 200 unglingar þar og kennt í 11 kennslustofum í Kórnum. Við skólann eru fimm færanlegar kennslustofur. Helgi reiknar ekki með að þær verði not- aðar undir kennslu nema að litlu leyti. Dægradvöl, skólavistun eftir skóla og tónlistarkennsla fer fram í þessu rými. Í grunnskólum Garðabæjar fjölg- ar einnig nemendum í haust og er búist við 2.350 nemendum í skólana. Það eru um 30 til 50 fleiri nemendur en útskrifast. „Árgangarnir fæddir 2009 og 2010 eru stærstu árgangar sem við höfum séð,“ segir Katrín Friðriksdóttir, deildastjóri skóla- deilda Garðabæjar. Frjálst skólaval í Garðabæ Í Garðabæ er frjálst skólaval, þannig að hægt er að sækja um hvaða skóla sem er óháð búsetu. Katrín reiknar með að Hofs- staðaskóli verði fjölmennasti skólinn í Garðabæ. Hins vegar hefur fjölgað mest í Flataskóla að undanförnu. „Það hefur líklega eitthvað með íbúasamsetningu og endurnýjun íbúa að gera. En Flataskóli er í grónu hverfi,“segir Katrín. Barnmargt hverfi á völlunum Hraunvallaskóli í Hafnarfirði held- ur einnig áfram að stækka. Búist er við að nemendur þar verði yfir 900 talsins í haust. „Kreppubörnin“ halda áfram að koma inn í skólana. Kerfið er aðeins að bólgna út en á bilinu 400 til 450 nemendur í sex ára bekk koma inn í grunnskólana. Þetta er þriðja árið í röð sem svona fjölmennur ár- gangur kemur upp,“ segir Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunn- skóla í Hafnarfirði. Meira jafnvægi er í öðrum skólum Hafnarfjarðar milli útskrifaðra nem- enda og þeirra sem hefja skólagöngu. Fjölmennur árgangur hefur skólagöngu í haust Morgunblaðið/Ómar Skóli „Þetta er þriðja árið í röð sem svona fjölmennur árgangur kemur upp,“ segir Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla í Hafnarfirði. „Það koma um 100 nemendur inn í 1. bekk. Yfirleitt eru 1. bekkirnir fjórir en vegna fjölgunarinnar verða þeir fimm í haust,“ segir Björgvin Þór Þórhallsson, skóla- stjóri Melaskóla. Auglýsa þurfti kennarastöður til að manna allar stöður fyrir haustið. Unnið er að því að fara í gegnum umsóknir og býst hann ekki við að lenda í vandræðum með að manna stöður. „En við eigum eftir að leysa húsnæðismálin. Skólinn býr þröngt. Bæði skólinn og frístundaheimilið deila hús- næði og þrengslin eru mikil en við vinnum að því að finna skólastofu. Við viljum hafa alla bekki í sama hús- næði,“ segir hann. Spurður hvort færanleg skólastofa verði fengin á lóð- ina segir hann enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi það. Fimm í stað fjögurra 1. bekkja FJÖLGUN Í MELASKÓLA Björgvin Þór Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.