Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 ✝ Kristján Þor-kelsson fæddist í Reykjavík 5. mars 1943. Hann lést á Landspítalanum 13. maí 2016. Foreldrar hans voru Lilja Sigurrós Eiðsdóttir hús- freyja, f. 9. ágúst 1913 á Klung- urbrekku á Skógar- strönd, og Þorkell Þorleifsson hús- gagnabólstrari, f. 9. maí 1907 í Selárdal í Dalasýslu. Systkini Kristjáns eru 1) Hreinn Eiður, f. 1936, kvæntur Brynju Hrönn Axelsdóttur, 2) Edda, f. 1937, gift Jóhanni Gunnarssyni, 3) Jó- hanna, f. 1941, gift Magnúsi Bjarnasyni, 4) Þorkell, f. 1946, kvæntur Petru Magnúsdóttur, 5) Þorleifur, f. 1947, kvæntur Guð- nýju Hjartardóttur Bergstað, 6) Kolbrún, f. 1949, gift Guðjóni Vilberg Magnússyni (látinn). Þann 14. október 1964 gekk Kristján að eiga Rögnu Gestnýju börn eru a) Ragna Sif, f. 1990, b) Karen Rós, háskólanemi, f. 1993 og c) Magnús, f. 2001. 3) Lilja, hjúkrunarfræðingur, f. 5. apríl 1972, gift Stefáni Má Gunn- laugssyni, sóknarpresti. Þeirra synir eru a) Gunnlaugur Örn, f. 2001, b) Hermann Ingi, f. 2004, c) Kristján Hrafn, f. 2004 og d) Þorkell Fannar f. 2008. Kristján fæddist og ólst upp að Læk við Blesugróf. Hann gekk í Laugarnesskóla og Hér- aðsskólann í Reykholti. Hann hóf nám í járnsmíðum í Stáls- miðjunni í Reykjavík en lauk sveinsprófi sem bifreiðasmiður. Hann starfaði við ýmsar málm- smíðar, smíðaði bæði húsgögn, bíla, iðnvélar, skip og mann- virki. Lengst af starfaði hann við Nýju bílasmiðjuna sem hann tók þátt í að stofna árið 1974. Kristján var félagi og stjórn- armaður í MÍR um áratuga- skeið. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 23. maí 2016 klukkan 13. Þórðardóttur frá Hvallátrum í Rauðasandshreppi, f. 24. febrúar 1941. Foreldrar hennar voru Sigríður Ólafsdóttir Thor- oddsen húsfreyja frá Vatnsdal við Patreksfjörð og Þórður Jónsson bóndi, sjómaður og hreppstjóri frá Hvallátrum. Börn Kristjáns og Rögnu Gestnýjar eru: 1) Þórður, kerfisfræðingur, f. 3. apríl 1965, kvæntur Berg- dísi Lindu Kjartansdóttur, ís- lenskufræðingi. Þeirra dætur eru a) Bylgja Árnadóttir, stjórn- málafræðingur, f. 1984 gift Erik Brynjari Erikssyni, lækni. Synir Bylgju og Eriks eru Birkir, f. 2008 og Freyr Tumi, f. 2014. b) Þórdís Alda Þórðardóttir, há- skólanemi, f. 1991. 2) Sigurður, viðskiptafræðingur, f. 14. janúar 1970, kvæntur Jórunni Magn- úsdóttur, lyfjatækni. Þeirra Þegar við minnumst Kristjáns Þorkelssonar þá rís hæst samleið- in sem við áttum svo oft í kirkj- unni. Fyrst fyrir nær 15 árum, þegar barnabarn okkar, Gunn- laugur Örn, var skírður í guðs- þjónustu í Hafnarfjarðarkirkju, og stuttu síðar þegar börnin okk- ar, Lilja og Stefán Már, giftu sig í sömu kirkju. Þar stóð sr. Þórhild- ur Ólafs fyrir altari og gifti, flutti fallega ræðu yfir brúðhjónunum og útdeildi sakramentunum. Kristján leiddi dóttur sína inn kirkjugólfið að altarinu og það er fögur minning. Ekki leið langur tími, þar til við vorum aftur mætt í Hafnarfjarðarkirkju í messu til þess að samfagna við skírn tvíbur- anna, Hermanns Inga og Krist- jáns Hrafns. Ári seinna lá leiðin í Dómkirkjuna, þar sem Stefán Már var vígður til prestsþjónustu í Hofsprestakall í Vopnafirði. Prestskosning hafði farið fram um brauðið og kom Kristján sér- staklega austur á Vopnafjörð að leggja lið í kosningabaráttunni og til að taka þátt í guðsþjónustu, þar sem Stefán Már predikaði. Þar sýndi Kristján stuðning í verki, eins og alltaf þegar ástvinir hans áttu í hlut. Svo fæddist Þorkell Fannar og aftur vorum við komin saman í guðsþjónustu og nú í Hof- skirkju í Vopnafirði við skírn á miðjum vetri. Ferming Gunn- laugs Arnars í Hofskirkju 17. júní í fyrra rís einnig hátt í minningum okkar. Kristján var auðvitað mættur, þrátt fyrir veikindi sem gengu nærri, en af sömu tryggð og hógværð sem jafnan einkenndi framkomu hans og dagfar. Hann lét ekki langa leið aftra för, enda efst í huga að samfagna með afa- barni sínu og ástvinum á ferming- ardegi. Alltaf var Ragna, eiginkona Kristjáns, með í för. Þau voru svo náin, hönd í hönd, á ævinnar vegi. Kristján Þorkelsson ✝ Gunnar KonráðFinnsson fædd- ist á Ytri-Á í Ólafs- firði 3. október 1929. Hann lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafs- firði, 15. maí 2016. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Finnur Björnsson, f. 16. september 1895, d. 29. maí 1986, og Mundína Freydís Þorláksdóttir, f. 8. apríl 1899, d. 5. desember 1985. Gunnar var níundi í röð 20 systkina, hin eru Birna Kristín, f. 1917, d. 1990, Kristrún Anna, f. 1918, d. 2014, Anton Baldvin, f. 1920, d. 2014, Gunnar, f. 1922, d. 1929, Sigurjón, f. 1924, dó á barnsaldri, Guðmundur Sig- urjón, f. 1925, d. 2009, Laufey Haflína, f. 1926, d. 2010, Bjarni Sigurður, f. 1928, d. 1995, Stef- anía Gunnlaug, f. 1930, stúlka, f. 1931, dó ung, Eva, f. 1933, Bára, f. 1934, d. 1937, Jón Albert, f. 1935, Sólrún Guðrún, f. 1936, Að- algeir Gísli, f. 1938, Fjóla Bára, f. dís Þóra og Katrín Ösp. Gunnar ólst upp á Ytri-Á, á Kleifum, Ólafsfirði, í stórum hópi systkina. Þar tók hann þátt í bú- störfum frá blautu barnsbeini og síðar sjósókn þegar hann stálp- aðist. Hann fór ungur á vertíðir suður á land og kynntist hann konu sinni, Svanhvíti, í Sand- gerði, þar sem hún starfaði við sömu útgerð og hann. Þau fluttu til Ólafsfjarðar árið 1955 og bjuggu fyrst á Aðalgötu 22, en fluttu í nýbyggt hús sitt að Tún- götu 7 árið 1961. Gunnar starfaði stærstan hluta starfsævi sinnar sem sjómaður og tók m.a. þátt í síldarævintýrinu mikla fyrir Norðurlandi meðan á því stóð. Hann átti farsælan feril sem sjó- maður og tók m.a. þátt í giftu- samlegri björgun áhafnarinnar af Guðmundi Ólafssyni ÓF. Þau hjón fluttu á Hjúkrunarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði fyrir rétt um ári. Útför Gunnars Konráðs verð- ur gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 23. maí 2016, og hefst at- höfnin klukkan 14. 1939, Héðinn Krist- inn, f. 1941, Bragi, f. 1943, d. 1995, og Óskar Þráinn, f. 1945. Gunnar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanhvíti Tryggva- dóttur, hinn 3. sept- ember 1955. For- eldrar hennar voru Tryggvi Stefánsson, f. 30. október 1898, d. 2. október 1982, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 4. júní 1904, d. 25. maí 1953. Börn Gunnars og Svanhvítar eru: 1) Stúlka Gunn- arsdóttir, andvana f. 9. júlí 1959. 2) Guðrún Gunnarsdóttir, f. 27. apríl 1961, maki Jón Gunn- arsson, f. 26. maí 1959, börn þeirra eru Gunnar og Svanhvít. 3) Finnur Víðir Gunnarsson, f. 17. janúar 1964, maki Hrefna Magnúsdóttir, f. 2. september 1964, börn þeirra eru Magnús og Gunnar Konráð. 4) Bergur Gunn- arsson, f. 14. júlí 1969, maki Rósa María Vésteinsdóttir, f. 5. febr- úar 1972, börn þeirra eru Frey- Hvert fór eiginlega tíminn og hvernig gat þetta gerst? Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þeg- ar þú kvaddir þennan heim og hélst í þína seinustu sjóferð frá Hornbrekku sl. sunnudag. Ég kom fyrst til Ólafsfjarðar í lok maí 1979 og erindið var að sækja hana Guðrúnu þína, sem ég hafði kynnst í Fiskvinnsluskólanum um veturinn. Við vorum á leið í sum- arvinnu vestur á Þingeyri og í huganum er eins og það hafi gerst í gær, þó 37 ár séu liðin síðan þá. Þið hjónin tókuð afar vel á móti mér þrátt fyrir að erindið væri að nema dótturina á brott. Árið eftir að ég kom fyrst bauðstu mér að koma til ykkar Svannýjar í veiðihúsið í Svartá í Húnavatnssýslunni, þar sem þú áttir veiðileyfi og þar kenndir þú mér að renna fyrir lax. Þú varst ótrúlega laginn við veiðarnar og þarna lærði ég að þolinmæði er dyggð þegar kemur að veiðiskap. Þeir voru margir laxveiðitúrarnir sem við áttum saman. Ég man sérstaklega eftir túrnum sem við fórum í Krossá, en þú hafðir fót- brotnað skömmu áður en lést það ekki stoppa þig heldur fórstu á hækjum milli veiðistaða. Þú hafðir af fáu jafn gaman og að róa til fiskjar á spegilsléttum Ólafsfirðinum eldsnemma morg- uns. Þú vildir helst fara af stað upp úr kl. 5 á morgnana til að nýta morgunlognið. Þegar við rérum tveir á Þristinum var oft handa- gangur í öskjunni og oft var erfitt að stoppa í brjáluðum fiski, en við vissum að flökunin var eftir svo oftast létum við skynsemina ráða. Aflinn var síðan frystur, saltað- ur og hertur og alltaf áttum við nóg af fiski til vetrarins og vel birgir af harðfiski úr hjallinum á Ytri-Á. Það var auðséð að taugin út á Kleifar var sterk og ég get vel skilið að Kleifamenn séu svo fast- bundnir æskuslóðunum því Kleif- arnar eru paradís fyrir þá sem hafa gaman af útiveru. Betri tengdapabba er ekki hægt að hugsa sér, því þú varst ekki bara tengdapabbi heldur líka félagi og vinur. Ekki skemmdi fyr- ir að við höfðum svipuð áhugamál og vorum báðir tengdir sjónum og sjávarútvegi þó á ólíkan hátt væri. Krakkarnir okkar Guðrúnar elskuðu það að koma til þín og Svannýjar í Ólafsfjörð og þið vor- uð ólöt að bjóða þeim til dvalar á sumrin og í fríum. Þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla og gantast í þeim og það kom berlega í ljós hversu mikil barnagæla þú varst þegar þau komu í heimsókn. Þið Svanný voruð alla tíð afar sam- hent hjón og góðar fyrirmyndir fyrir okkur hin. Þú varst óþreytandi að halda við lóðinni og húsinu að Túngötu 7 og oft stóð manni ekki á sama síð- ustu árin þegar þú varst að príla í háum stigum til að skrapa og mála veggina, eða þegar þú varst kom- inn upp á þak til að sinna viðhaldi þar. Þó aldurinn færðist yfir þá stoppaði það þig ekki í þeirri vinnu. Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur, þín verður sárt saknað en minningarnar lifa áfram og eru ómetanlegar. Hafðu þökk fyrir allt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Svanný, þinn missir er mikill, en minningin lifir um góðan eiginmann til rúmlega 60 ára. Þinn tengdasonur, Jón Gunnarsson. Meira: mbl.is/minningar Í dag kveðjum við föðurbróður okkar Gunnar Konráð Finnsson. Við höfum átt því láni að fagna að kynnast og vera í samneyti við þennan stóra og samheldna systk- inahóp. Gunni var líkur pabba okkar í útliti og reyndar líka Bjarna. Það var oft talað um að þessir þrír bræður væru afar líkir. Það kom fyrir í nokkur skipti að það var ruglast á þeim, jafnvel af barna- börnunum, og það þótti okkur skemmtilegt. Þó að þeir væru líkir í útiliti þá var Gunni heldur yfir- vegaðri en pabbi. Vissulega hafa þau systkini öll sín séreinkenni hvert og eitt, en eitt er þeim þó sameiginlegt, dugnaður og elju- semi. Þegar farið var í Ólafsfjörð var oft komið við hjá Gunna og Svanní á Túngötunni. Eftir að við systk- inin vorum komin með fjölskyldu héldum við áfram að heimsækja þau. Við hittum Gunna líka oft á Ytri Á, þegar unnið var við bú- störf. Það virtist vera sama hvað frændi gerði, það gerðist allt svo fyrirhafnarlaust. Eitt sumarið komu Gunni og mágur hans í heimsókn í Borgar- nes, á leið í veiði í Langá. Þeir gistu hjá foreldrum okkar. Um kvöldið bauð Gunni mági sínum að fara út á lóð að æfa köst. Gunni sagðist skyldu leika laxinn og myndi glefsa í og það kæmi í ljós hvort viðbragð væri í lagi! Okkur systkinunum ber ekki saman um hvort þeir fóru út um kvöldið til að æfa fluguköst. Eitt sinn vorum við systkinin í sumarhúsi á Vatnsenda í Ólafs- firði. Í þessari ferð var veðrið eins og það gerist verst í Ólafsfirði, rigning, kalt og haustlegt. Eitt kvöldið kom Gunni frændi í heim- sókn og það var eftirminnileg kvöldstund. Frændi var frábær sögumaður og við höfum oft rifjað það upp þegar hann var að spyrja hvort við hefðum ekki orðið vör við eitthvað. Þá átti hann við að það væri mikið um draugagang á Vatnsenda og hafði nokkur dæmi um það. Hvort það var vegna draugasögunnar skal ósagt látið en allur hópurinn hélt heimleiðis daginn eftir. Eftir að við eignumst Hof í Ólafsfirði og síðar trilluna, fórum við að róa til fiskjar. Þá kom frændi stundum og hjálpaði okkur að gera að aflanum. Okkur er minnisstætt handbragðið hjá frænda við flökunina. Hvernig hnífurinn rann fyrirhafnarlaust eftir hryggnum, með tveimur hnífsbrögðum lá flakið tilbúið. Einhverju sinni vorum við bræður að gera að fiski, nýkomnir úr róðri. Gunni kom og var starsýnt á aðferðir okkar bræðra við flök- unina. Eftir dágóða stund sagði frændi stundarhátt, bræður, þið fáið ekki hátt fyrir nýtinguna! Sögustundir frænda eru ógleymanlegar með öllum hans frásagnargáska. Það var oft hlegið mikið í stofunni í Hofi þegar Gunni frændi kom í heimsókn. Horfinn er frændi sem við eig- um margar og góðar minningar um. Við vottum Svanní, Guðrúnu, Finna Víði og Bergi og fjölskyld- um samúð okkar. Lilja Sigríður, Steinunn Oddný, Guðmundur Finnur, Kristín Björk og Jón Birgir. Gunnar Konráð Finnsson ✝ Jóhannes PállHalldórsson, bifreiðaeftirlits- maður og ökukenn- ari í Barðastrand- arsýslu, fæddist 21. júlí 1924 á Patreks- firði. Hann lést á Höfða 16. maí 2016. Foreldrar Jó- hannesar voru Mar- grét Sigríður Hjart- ardóttir og Halldór Jóhannesson. Systkini hans voru Jóhanna, Unnur, Sigrún, Guðrún Fanney, Elísabet, Hjörtur Óli og Högni. Uppeldissystir þeirra er Kristín Haraldsdóttir. Eftirlif- andi eru Guðrún Fanney, Hjörtur og Kristín. Eiginkona Jóhannesar var Guðrún Þórunn Árnadóttir sem fæddist 9. febrúar 1923, og lést 21. júlí 2015. Foreldrar hennar voru Árni Híerónýmusson og Jónína Guðrún Arinbjörnsdóttir. Jóhannes og Guðrún giftust árið 1952 og eignuðust sex börn. 1) Margrét, fædd 1952, eig- inmaður hennar er Bryon Rowl- inson. Börn þeirra eru Róbert Árni, Richard John, Jóhannes Páll og Jóna Kristbjörg. 2) Þor- steinn Kristinn, fæddur 1953, eig- inkona hans var Sig- urey Guðrún Lúðvíksdóttir, sem lést 2009. Börn þeirra eru Lúðvík, Jóhann og Rúna Dís. 3) Nína Erna, fædd 1954, dætur hennar eru Guðrún Ósk, Vallý Rán, Inga Rós og Guðný María. 4) Bryndís, fædd 1957, eiginmaður hennar er Hörður Sigurharðarson. Synir þeirra eru Árni Elliott og Halldór Kristinn. 5) Halldór, fæddur 1959, eiginkona hans er Jóhanna Katr- ín Eggertsdóttir. Börn þeirra eru Eggert, Brynjar og Þórunn. 6) Heiðar Guðberg, fæddur 1961, eiginkona hans er Hrafn- hildur Konný Hákonardóttir. Börn þeirra eru Kristín Erla, Björgvin Þór, Jóhannes Gunnar og Hákon Guðberg. Jóhannes og Guðrún fluttu frá Patreksfirði til Akureyrar 1995. Nokkrum árum síðar fluttu þau á Akranes og bjuggu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða frá árinu 2008. Útför Jóhannesar fer fram frá Reykhólakirkju í dag, 23. maí 2016, klukkan 14. Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Það er svo stutt síðan við kvöddum elsku mömmu en hún hefur nú samt alltaf verið nálægt okkur og þú fannst alltaf svo vel fyrir henni, sérstaklega þegar það var erfitt hjá þér síð- ustu mánuði. Það sama á við hjá mér, ég finn oft yndislega nær- veru hennar og nú veit ég að þið eruð bæði saman á góðum stað með öllum ástvinum ykkar sem eru farnir í draumalandið. Ég veit þið haldið áfram að vaka yfir okk- ur öllum og verðið með okkur í sveitinni okkar Hyrningsstöðum, þar sem þið mamma og við höfum öll átt svo yndislegar stundir. Mikið er ég nú ríkur og ham- ingjusamur að hafa átt þig að öll þessi ár, og þakklátur fyrir að hafa verið samferða þér mestan hluta ævi minnar. Það er svo ótal margt og ómetanlegt sem þú hef- ur kennt mér og börnunum mín- um líka, ekki bara til vinnu, svo sem bílaviðgerðir, smíðar og ým- islegt sem þú tókst þér fyrir hend- ur meðal annars í sveitinni okkar þar sem við höfum lært margt ómetanlegt. Svo er líka kærleik- urinn, heiðarleikinn, gleðin og góðmennskan sem alltaf hefur fylgt þér. Ég ætla að vona að ég nái að tileinka mér eitthvað af því, en eitt af því síðasta sem þú sagðir við mig var að það yrði alltaf að rækta vinskapinn og fjölskyldu- böndin, það væri svo dýrmætt. Þá kemur upp í hugann ynd- islega fallegt ljóð eftir mömmu þína sem þér fannst alltaf svo dýr- mætt. Fyrir sálar sjónum mínum sé ég bjartan unaðsheim. Sælt er að vita vini sínum vísa dvöl í bústað þeim. Þó mér svíði sár í barmi sorgar und við dauða þinn. Veit ég drottins ástar armi ertu vafinn vinur minn. (Margrét Hjartardóttir.) Þakka þér, pabbi minn, hvað þú hefur alltaf verið góður og kær- leiksríkur við börnin mín, þau voru alltaf velkomin og leið vel hjá ykkur mömmu. Hvort sem það var á Patró, Akureyri eða á Akra- nesi þar sem þið dvölduð síðustu árin, fyrst í íbúðinni ykkar og svo á Höfða við yndislega umönnun. Ég vill þakka öllu starfsfólkinu þar fyrir ómetanlegan vinskap og hlýju til ykkar mömmu meðan þið dvölduð þar. Þú hafðir alltaf mikið yndi af tónlist og söng og fórum við oft saman á ýmsa tónleika og skemmtum okkur vel. Það er rétt um mánuður síðan við fórum sam- an á karlakórstónleika á Höfða sem við báðir höfðum mikið yndi af og ræddum mikið um þá á eftir, það reyndust síðustu tónleikarnir sem við fórum saman á. Við sung- um samt áfram og þannig voru síðustu stundirnar, þá var sungið fallegt lag sem þú söngst svo oft í gamla daga í gamla Bedfordinum, þá sást þú um sönginn en ég hlustaði. Þarna varst þú að hlusta þegar mamma kom og leiddi þig inn í ljósið. Einu sinni á ágústkvöldi austur í Þingvallasveit gerðist í dulitlu dragi dulítið sem enginn veit, nema við og nokkrir þrestir og kjarrið græna inn í Bolabás og Ármannsfellið fagurblátt Jóhannes Páll Halldórsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BETTÝ STEFÁNSDÓTTIR, Holtagötu 29, Súðavík, lést á líknardeild LSH í Kópavogi 10. maí. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 23. maí kl. 13. . G. Birgir Ragnarsson, Eygló Þorvaldsdóttir, Nói J. Benediktsson, Ragna Kristensen, Jan Kristensen, Hafrún Huld Þorvaldsdóttir, Birgir G. Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.