Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Það er ekkertplanað og verð-ur eflaust bara einhver rólegheit enda ekki stórafmæli. Ætli ég baki ekki bara vöfflur í tilefni dags- ins,“ segir Maríanna Magnúsdóttir sem er 31 árs í dag. Hún seg- ist ekki vera mikið af- mælisbarn en lét samt verða af því að halda veglega afmælisveislu þegar hún varð þrítug í fyrra. „Ég sé ekki eftir því að hafa kýlt á það, sérstaklega því ég fékk svo mikið af útivistargræjum í af- mælisgjöf. Núna finnst mér ég vera algjör pæja á fjöllum og það skiptir máli,“ segir hún og hlær. Hún gengur mikið á fjöll og fer vikulega á fjöll í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins með hópi sem nefnist Fjallagengið og er á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Þetta gefur mér mjög mikið. Ég fæ mikla orku þegar ég er á fjöllum og þetta er algjörlega heilagur tími sem ég hef útaf fyrir mig,“ segir Maríanna. Í vikunni fór hún á Keili. Hún segir það lítið mál að halda fjallgöngum áfram þó hún sé komin sex mánuði á leið en hún á að eiga í ágúst. „Fjöll eru misáhugaverð, sum fjöll er skemmtilegra að horfa á en að ganga þau. Ætli Hekla og Esjufjöll fyrir austan standi ekki upp úr,“ segir hún aðspurð hver uppáhaldsfjöllin hennar séu. Maríanna er rekstrarverkfræðingur og starfar hjá VÍS. Hún er í sambúð með Óskari Svani Erlendssyni og saman eiga þau eina tveggja ára dóttur og annað barn væntanlegt í sumar. thorunn@mbl.is Á fjöllum Afmælisbarnið í Esjufjöllum á leið upp á Lyngbrekkutind með Fjallagenginu. Góðar gjafir nýtast vel á fjöllum Maríanna Magnúsdóttir er 31 árs í dag Á rni Páll fæddist í Reykja- vík 23.5. 1966 en ólst upp í Söðulsholti á Snæ- fellsnesi til sex ára ald- urs, þegar fjölskyldan flutti í Kópavog. Hann gekk í Kárs- nesskóla, Æfingaskólann, lauk stúd- entsprófi frá MH 1985, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1991, stundaði nám í Evrópurétti við Collége d’Europe í Brugge í Belgíu 1991-92 og sum- arnám í Evrópurétti við Harvard Law School og European University Institute 1999. Árni Páll var ráðgjafi utanríkis- ráðherra í Evrópumálum 1992-94, embættismaður í utanríkisþjónust- unni í Reykjavík og Brussel 1994-98 og lögmaður með eigin rekstur og ráðgjafi 1998-2007. Hann kenndi lög- fræði í MH 1988-92 og Evrópurétt við HR 2004-2009. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar – 50 ára Í Laufskálarétt Árni Páll og Sigrún Björg, alsæl innan um hesta og menn í stóðréttinni þar sem hann tekur lagið. Hleypur með sól í sinni – syngur og ríður út Kátir hjá afa Árni Páll með afastrákunum sínum, þeim Birki og Frey Tuma. Reykjavík Sóley Þórisdóttir fæddist 22. maí 2015 kl. 9.06. Hún vó 4.036 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Eyrún Sigmund- ardóttir og Þórir Ingi Ólafsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. FERÐASUMAR 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikud. 23.maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 27.maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Ferðasumarið 2016. Í blaðinu verður viðburðardagatal sem ferðalangar geta flett upp í á ferðalögumum landið og séðhvað er umað vera á því svæði semverið er að ferðast um í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.