Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500 • Frí heimsending lyfja • Góð kjör fyrir eldri borgara og öryrkja • Gerðu verðsamanburð • Lyfjaskömmtun á góðu verði góð þjónusta ogPersónuleg Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00 Heilbrigð skynsemi Heilsugæsla efra Breiðholts Gerðuberg Lyf á lægra verði Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frumvarp til laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstök- um takmörkunum var samþykkt með 47 atkvæðum á tólfta tímanum í gær- kvöldi, 7 greiddu ekki atkvæði. Þing- fundur hófst klukkan 20.00 í gær- kvöldi, en mælt var fyrir málinu síðdegis á föstudag. Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar telur að frumvarpið „uppfylli öll skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar um jafnræði og 72. gr. um vernd eignarréttinda og aþjóðlegrar skuld- bindingar Íslands þannig að ekki muni koma til bótaskyldu íslenska ríkisins.“ Þetta kemur fram í áliti meirihluta nefndarinnar sem lagt var fram í gærkvöldi með breytinga- tillögu. Að áliti meirihlutans standa fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna auk fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sam- fylkingar. Meirihlutinn vekur athygli á því að verði frumvarpið að lögum muni Seðlabanki Íslands birta upplýsingar um fyrirhugað gjaldeyrisútboð sem mun miða að því að greiða fyrir út- göngu aflandskrónueigna án nei- kvæðra áhrifa á gengisstöðugleika á innlendum gjaldeyrismarkaði og gjaldeyrisforða. „Meirihlutinn styður það sem fram kemur í frumvarpinu um að næstu skref í áætlun un losun hafta muni snúa að heimilum og fyrirtækjum í landinu,“ segir í álitinu. Hvað varðar áhrif frumvarpsins í ljósi eignarréttarákvæðis stjórnar- skrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu segir meirihlutinn að efni frumvarpsins feli ekki í sér yfirfærslu eignarréttar þó að mælt sé fyrir um ákveðnar skorður. Þá segir í áliti meirihlutans að efni frumvarpsins gangi ekki lengra en nauðsynlegt sé til að verja efnahags- legan stöðugleika hér á landi og að efni frumvarpsins beinist með sam- bærilegum hætti að þeim sem eru í sambærilegri stöðu. Einnig kemur þar fram að ekki liggi fyrir hverjir eru raunverulegir eigendur aflandskróna. Í útboðum Seðlabankans sé gert ráð fyrir því að hægt sé að kalla eftir slíkum upplýs- ingum og skylt að veita þær sé þess óskað. „Í athugasemdum við frum- varpið kemur fram að raunverulegir eigendur aflandskróna geti allt eins verið innlendir,“ segir m.a. í álitinu. Meirihlutinn lagði til þrjár breyt- ingar á frumvarpinu. Fyrst smávægi- lega orðalagsbreytingu vegna orðs sem virtist hafa fallið út við loka- vinnslu skjalsins. Þá áleit meirihlut- inn óvarlegt að hámarksúttekt ein- staklinga, samkvæmt 3. málsgrein 12. greinar frumvarpsins, verði sex milljónir í upphafi og leggur til að lækka hana í eina milljón. Þá lagði meirihlutinn til breytingu á 27. grein frumvarpsins, sem felur í sér breyt- ingu á lögum um gjaldeyrismál, að fjármunir sem eru undanþegnir tak- mörkunum samkvæmt 9. grein frum- varpsins verði að öllu leyti undan- þegnir takmörkunum vegna fjármagsnhafta. Kvartað um skort á samráði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skilaði minnihlutaáliti og var Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi, sammála því. Þar kom m.a. fram að samráð hafi verið lítið sem ekkert við undirbún- ing málsins. Stjórnarandstöðunni hafi verið stillt upp fyrir orðnum hlut þegar kom að því að taka afstöðu til frumvarpsins, eins og raunar í fleiri stórum málum á kjörtímabilinu. Þá benti minnihlutinn á að frum- varpið muni „ekki aflétta höftum af íslenskum almenningi, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum og enn liggur ekki fyrir hvenær það verður gert.“ Minnihlutinn tekur undir þau sjónar- mið í áliti meirihlutans að eðlilegt sé að beita ákveðnum takmörkunum á réttindum í þágu almannahagsmuna, enda standist slíkar takmarkanir stjórnarskrá. Frumvarpið stenst stjórnarskrá  Stjórnarflokkarnir, Björt framtíð og Samfylking stóðu að áliti meiri hluta efnahags- og viðskipta- nefndar um aflandskrónufrumvarpið  Formaður VG skilaði minnihlutaáliti sem fulltrúi Pírata studdi Morgunblaðið/Árni Sæberg Í þingsal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tók sæti á Alþingi á ný í gær og fylgist á myndinni með ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Frumvarp um aflandskrónur varð að lögum á tólfta tímanum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Efnahags- og viðskiptanefnd bárust þrjú erindi vegna máls 777, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Þau er hægt að lesa á vef Alþingis. Dr. Davíð Þór Björgvinsson prófessor skrif- aði minnisblað og sendi inn. Hann kvaðst hafa skoðað frumvarpsdrögin með það í huga hvort fyrirhuguð löggjöf stæðist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og jafnræðis. Davíð Þór skoðaði þau meðal annars með tilliti til 72. greinar [eignarréttar- ákvæðis] og 65 greinar [jafnræðis- reglu] stjórnarskrárinnar og fjöl- þjóðlegra skuldbindinga. Heildarniðurstaða dr. Davíðs Þórs var sú að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum sam- kvæmt ákvæðum frumvarpsins stæðist þær grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mis- munun sem hann rekur nánar í áliti sínu. Áætlun fyrir almenning vantar InDefence-hópurinn hóf umsögn sína á að minna á að 8. júní 2015 hefðu íslensk stjórnvöld kynnt heildstæða áætlun um losun fjár- magnshafta. Hún hefði átt að vera grundvölluð á hagsmunum heimila og fyrirtækja. Fyrr á þessu ári hefðu stjórnvöld hleypt kröfu- höfum gömlu bankanna út fyrir höftin og nú væri verið að tryggja aflandskrónuhöfum leið út. „Enn bólar þó ekkert á áætlun fyrir almenning, fyrirtæki og líf- eyrissjóði á Íslandi, sem bíða eftir því að heyra hvort greiðslujöfnuður þjóðarbúsins verði nægilega já- kvæður til að losna líka úr fjár- magnshöftum,“ segir m.a. í umsögn InDefence. Hópurinn telur hættu á að almenningur, fyrirtæki og líf- eyrissjóðir verði eftir í höftum til langs tíma. „Það er óásættanlegt að kröfu- hafar slitabúanna og aflands- krónuhafar komist út úr fjár- magnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Ís- landi,“ segir m.a. í niðurlagi um- sagnar InDefence. Segja útlendum mismunað Quorum sf. – Pétur Örn Sverr- isson hrl. og Reykjavík Economics ehf. – Magnús Árni Skúlason, hag- fræðingur, sendu sameiginlega um- sögn fyrir hönd Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital LP á íslandi. Um er að ræða alþjóðleg fjárfest- ingarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Bæði hafa þau staðið í umfangsmiklum fjárfest- ingum á Íslandi í gegnum ýmis dóttur- og hlutdeildarfélög um langt árabil. Í umsögn þeirra félaga segir m.a. að í frumvarpinu séu lagðar til margháttaðar skerðingar á stjórnarskrárvörðum réttindum umbjóðenda þeirra, án þess að sýnt hafi verið fram á þörf eða réttlæt- ingu til að gera slíkt. Telja þeir að bæði sé brotið gegn jafnræðis- og eignarréttarákvæðum stjórnar- skrárinnar með frumvarpinu. Í því felist að umbjóðendur þeirra muni ekki hafa sama rétt til ávöxtunar fjárfestinga sinna hér á landi og innlendir aðilar. „Frumvarpið gerir berum orðum ráð fyrir því að aðil- um sem fjárfest hafa á Íslandi sé mismunað eftir þjóðerni og/eða bú- setu,“ segir m.a. í umsögninni. Þá er það sagt alls óvíst að láns- hæfismat íslenska ríkisins muni batna í kjölfar lagasetningarinnar, eins og segi í skýringum með frum- varpinu. Spurt um höft á almenn- ing og lífeyrissjóði  Prófessor taldi frumvarpið standast grundvallarreglur Morgunblaðið/Árni Sæberg Framsaga Brynjar Níelsson mælti fyrir áliti meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar. Fundað var í nefndinni um helgina. Davíð Þór Björgvinsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, al- þingismaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, settist aftur á þing í gær. Hann tók sér frí frá þingstörfum eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra 7. apríl síðastliðinn. Sigmundur var í viðtali við Pál Magnússon í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar kvaðst hann ætla að halda áfram í stjórnmálum. „Ég ætla að bjóða mig fram til áframhaldandi þjónustu. Ég hef áð- ur sagst ætla að vera í pólitík á með- an ég tel mig geta gert gagn. Gríðar- leg tækifæri eru fram undan fyrir Ísland en það skiptir máli hvernig þau eru nýtt,“ sagði Sigmundur. Fram undan væru verkefni sem gengju út á að laga fjármálakerfið þannig að „fólk geti eignast eigið húsnæði án þess að gerast vaxta- þrælar“. Sigmundur kvaðst telja að ef hann hefði ekki látið af embætti væru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur ekki í ríkisstjórn nú. Þeir hefðu þurft að fara frá. Þá lýsti hann fundi sínum með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, áður en hann sagði af sér sem forsætisráð- herra. Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa farið til Bessastaða til að „heimta uppáskrifaða heimild til að rjúfa þing Það sér það hver maður á þessum tíma að ég var að reyna eins og ég gat að halda ríkisstjórninni saman“. Þá kvaðst Sigmundur Davíð vilja halda áfram sem formaður Fram- sóknarflokksins. gudni@mbl.is, bmo@mbl.is Vill áfram vera flokksformaður  Gríðarleg tækifæri framundan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.