Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 ✝ Bettý HostedStefánsdóttir fæddist á Akureyri 20. desember 1941. Hún lést 10. maí 2016. Foreldrar Bettýjar voru Pál- ína Stefánsdóttir, húsfreyja á Strand- arhöfða í Land- eyjum, og Tom Ho- sted, hermaður. Bettý átti nokkur hálfsystkin, þar á meðal hálf- bróður að nafni Stefán Jón- asson. Bettý á þrjú börn frá fyrri sambúð. Elsta barn Bettýj- ar er Eygló Þorvaldsdóttir, kerfisfræðingur, f. 17. janúar 1961. Sambýlismaður Eyglóar er Nói J. Benediktsson. Börn Eyglóar frá fyrra hjónabandi eru Halldór Benediktsson, Arn- ar Benediktsson og Brynjar Páll Benediktsson. Annað barn ur hans frá fyrra hjónabandi eru Unnur G. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1967, og Anna Björg Guðmundsdóttir, leikskólakenn- ari, f. 9. nóvember 1968. Bettý bjó barnung hjá ömmu sinni og afa Huld Clausen og Stefáni, en fór svo í fóstur til Guðrúnar Olgu Stefánsdóttur og Ólafs Sigfússonar að Hjarð- artúni, Hvolsvelli. Hún vann hjá þeim sem unglingur við heim- ilisstörf á stóru heimili þeirra hjóna og gekk í barnaskólann á Hvolsvelli. Bettý fluttist ein- ungis 16 ára að aldri til Reykja- víkur, einsömul, og hóf störf á Vífilsstöðum sem nemi í hjúkr- un. Bettý vann lengst af við ým- is störf, m.a. sem yfirmatráðs- kona á Elliheimilinu Grund og síðar hjá Sundlaugum Reykja- víkur. Bettý bjó lengi vel í Reykjavík, en flutti svo búferl- um til Súðavíkur með Birgi árið 1997. Þar sáu þau um heimavist grunnskólans, hún um matseld og hann um húsvörslu. Jarðarförin fer fram frá Ás- kirkju í dag, 23. maí 2016, kl. 13. Bettýjar er Ragna Kristensen, við- skiptafræðingur, f. 13. júní 1967, og er hún gift Jan Krist- ensen, f. 30. maí 1967. Börn Rögnu eru Bettý Skúla- dóttir, f. 16. júlí 1992, frá fyrri sam- búð, og Oliver Kristensen, 24. október 2002. Yngsta barn Bettýjar er Hafrún H. Þorvaldsdóttir, viðskipta- fræðingur, f. 13. október 1974. Hún er gift Birgi G. Haralds- syni, endurskoðanda, f. 18. ágúst 1972. Börn þeirra eru Bríet Íris Birgisdóttir, f. 20. ágúst 2003, og Axel Ágúst Birg- isson, f. 27. október 2006. Eft- irlifandi eiginmaður Bettýjar er Guðmundur Birgir Ragnarsson, f. 1. maí 1947 í Reykjavík. Dæt- Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima (Hugrún) Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunnar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk, þú ert óskin mín. (Gestur) Þinn elskandi eiginmaður, Birgir Ragnarsson. Elsku mamma mín. Ég kveð þig með trega og tómleika í hjartanu. Við vorum svo góðir vinir og ég elska þig svo mikið og mun alltaf gera. Þakka þér fyrir að hafa gefið mér líf og takk fyrir systurnar mínar tvær. Fyrir mér varst þú alveg einstök manneskja – fal- leg, góð, gestrisin, sterk per- sóna og tókst lífinu með ein- stöku æðruleysi. Allir sem kynntust þér gleyma þér aldrei. Þín verður sárt saknað. Þú hef- ur verið akkerið í fjölskyldunni. Mamma, það kemur enginn í þinn stað. Þetta eru bara fátæk- leg orð frá mér, því lífið er svo miklu meira og stærra. Það er mér heiður að hafa átt þig sem móður. Takk fyrir að hafa verið þú. Ég vil þakka læknum og öllu því góða fólki á Líknardeild LSH í Kópavogi, sem annaðist þig svo vel síðustu metrana. Það þjappaði fjölskyldunni vel sam- an að þú værir aldrei ein og þá meina ég að okkur var tekið opnum örmum af starfsfólkinu að nóttu sem degi. Við skipt- umst á að vera hjá þér alveg til enda. Líknardeild LSH í Kópa- vogi er fallegasti og dásamleg- asti staður til að fá að fara með fullri reisn inn í eilífðina. Elsku Biggi minn, þú varst góður við mömmu, ástina í lífi þínu og missir þinn er mikill. Ég votta þér alla mína samúð. Elska þig, mamma mín. Þín einlæga dóttir Eygló. Elsku besta mamma mín, hetjan mín og fyrirmynd. Aldrei hef ég kynnst sterkari konu en þér og hvernig þú kenndir mér að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir mömmu. Þú varst alltaf svo hress og kát og smit- aðir alla í kringum þig af því þrátt fyrir ótrúlegt mótlæti sem þú mættir í lífinu. Þú kenndir mér að leggja áherslu á það sem skipti mig máli og það hefur komið mér langt. Þú varst alltaf svo ofurnæm fyrir því hvernig mér leið og hvað mér fyndist, við þurftum stundum ekki að tala, við bara skildum hvor aðra. Þú barðist við krabbamein og bjóst hjá mér síðasta eitt og hálft árið í lífi þínu hér í Reykja- vík, fjarri heimili þínu á Súðavík. Ég er svo þakklát að við fengum þennan tíma saman. Það var mér samt svo erfitt að horfa á þig kveljast og ég er því líka svo glöð að þú hefur nú fengið að fara til betri staðar þar sem þér líður vel. Þú ert og verður alltaf hetjan mín og styrkur og ég mun sakna þín endalaust. Elska þig. Þín Hafrún. Elsku tengdamamma, þín verður sárt saknað. Þú varst einstaklega góðhjörtuð og dug- leg. Þú tókst mér opnum örmum þrátt fyrir að þessi strákpjakk- ur væri að gera hosur sínar grænar fyrir 17 ára dóttur þinni. Ekki skánaði það þegar hann tók svo öll völd á sjón- varpsfjarstýringunni og vappaði um á nærbuxunum. Ég þakka kærlega fyrir allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman, hvort sem það var í Torfufelli, Laugarvatni, Súða- vík, Spáni eða á Álftanesi. Það var okkur mikil ánægja hvað þú dvaldir oft hjá okkur í „borg- arferðum“ ykkar Bigga sem voru ófáar og þá sérstaklega meðan á meðferð stóð. Krakk- arnir nutu þess að umgangast þig og munu Bríet og Axel sakna þín sárt. Bettý, þú ert frábær og við elskum þig. Þinn tengdasonur, Birgir G. Haraldsson. Þann 10. maí 2016 missti ég mína yndislegu tengdamóður sem ég kallaði alltaf mömmu, hana Bettý Stefánsdóttur. Því miður voru kynni okkar ekki löng, eða um átta ár. Þessi átta ár voru góð, hún var alltaf svo yndisleg og góð við mig. Ég man vel eftir því þegar við Eygló mín fórum til hennar og Bigga mannsins hennar í heim- sókn fyrst, á Holtagötuna í Súðavík. Hún tók á móti okkur eins og yndisleg móðir. Ég man líka eftir því hvað hún var ham- ingjusöm við giftinguna sína í Hveragerði þann 10. apríl 2011. Ég kynntist Bettý vel þegar við áttum spjall saman í Vesturtúni á Álftanesi þegar hún fór í fóta- aðgerð. Við gátum spjallað sam- an í fleiri tíma og það er ógleym- anlegt. Það gladdi mig alltaf að heyra í henni í síma, við spjöll- uðum oft lengi saman. Þann 10. apríl sl. buðum við Eygló mín þeim Bettý og Bigga til okkar í tilefni fimm ára brúð- kaupsafmælis þeirra, en þau giftu sig eftir margra ára sam- búð. Þegar þau komu til okkar var Bettý orðin mjög lasin, en var ótrúlega hress og brött og þau glöddust mjög á þessum degi. Mamma og Biggi voru mjög dugleg að koma í heimsókn til okkar, sem gladdi okkur mjög mikið. Bettý var dásamleg kona. Hún kveinkaði sér aldrei né kvartaði nema þá kannski yfir matnum, því hún var frábær kokkur og kenndi mér margt. Það var alltaf mikil tilhlökkun að koma til Súðavíkur og mér þótti mjög vænt um þegar mamma bað mig um að koma með í hinstu ferðina þangað. Við Eygló mín áttum dásamleg jól og áramót 2013-2014 með mömmu og Bigga. Ég dáist að honum Bigga, hann var alltaf svo góður við hana mömmu. Ég held ég geti talað fyrir okkur öll og þakkað þér, Biggi minn, fyrir hvað þú reyndist henni vel í veikindun- um og ég veit að þú hefur misst dásamlegu ástina þína og vin til margra ára. Mamma var akker- ið í ættinni og bið ég almáttugan góðan Guð að umvefja fjölskyld- una ást og kærleika. Þakka öll- um sem lögðu þeim lið. Við Eygló mín elskum ykkur öll. Elsku hjartans tengda- mamma, Bettý og mamma. Takk fyrir að vera góður trún- aðarvinur, við eigum eftir að sakna þín mikið. Ég vil þakka þér, elsku hjartans Bettý, fyrir yndislegar stundir, með ljóða- kveðju sem kom í huga mér í Skálholti þann 7. maí í þinni banalegu. Þú varst svo sterk og dugleg. Einnig vil ég þakka af heilum hug líknardeild LSH í Kópavogi fyrir dásamlega umhyggju fyrir mömmu Bettý. Orð geta ekki lýst tóminu sem myndast í fjöl- skyldunni. Elsku Biggi minn, góður Guð gæti þín. Við elskum þig og þú veist að við erum alltaf til staðar fyrir þig. Góður Guð blessi alla fjölskylduna og gefi henni styrk og kraft. Ástarkveðja, elsku tengda- mamma og mamma, góður Guð gæti þín að eilífu. Ljós þitt lýsi um eilífan veg, tengdamóðir mín sem dáði ég. Þú blíð og góð varst ávallt í sinni, því verður þú alltaf í minningu minni. Ég þakka Guði fyrir allt á jörð, og heiðrum hann fyrir hans þakkargjörð. Þú leystir mömmu úr böli og stríði, Drottinn minn, þú ert alltaf sá blíði. Amen. Nói J. Benediktsson. Bettý Stefánsdóttir stjóri Hafrannsóknastofnunar í Húsavík. Í kjölfarið endurnýjuð- ust kynnin og úr varð áralöng vin- átta. Sumarið 1977 háttaði svo til að undirritaður var að safna gögnum vegna rannsóknarverk- efnis við Oslóarháskóla og leitaði víða fanga á Norðurlandi og naut frábærrar aðstoðar Villa. Svo mikið lá nú við að safna efni í rit- gerðina, að fögrum hveitibrauðs- dögum okkar Helgu var varið um borð í litla bátnum hans Villa á Skjálfandaflóa við hrefnurann- sóknir. Segja má með sanni að Vil- hjálmur hafi logað af áhuga á starfi sínu á Hafrannsóknastofn- un alla starfsævina, því honum voru rannsóknirnar eldheit hug- sjón. Við útibúið á Húsavík sinnti hann almennri gagnaöflun, en fljótlega tók hann við rannsókn- um á hrognkelsum þar sem hann vann brautryðjandastarf í góðu samstarfi við grásleppukarla allt í kringum landið. Góðsemi og virð- ing Vilhjálms fyrir þekkingu og starfi smábátasjómanna færði honum stuðning og vinsældir þeirra. En þessi eiginleiki skilaði sér líka í samstarfsverkefni, sem honum var falið árið 1996, árlegri stofnmælingu á hrygningarslóð þorsks, netaralli. Þar hóf Vil- hjálmur rannsóknir á atferli þorsks og göngum, sem enn er byggt á með margvíslegum hætti í dag. Mest munaði um stórtækar merkingar hans á þorski með raf- eindamerkjum, sem gefa upplýs- ingar um staðsetningu og um- hverfi fisksins yfir lengra tímabil og gjörbylt hefur þekkingu okkar á þessum þáttum. Fyrir rann- sóknirnar naut Vilhjálmur viður- kenningar samstarfsfólks innan- lands sem utan. Vilhjálmur var vinsæll starfs- félagi og tók virkan þátt í fé- lagslífi á Hafrannsóknastofnun. Þau hjónin Vilhjálmur og Stef- anía voru fastagestir á öllum meginviðburðum stofnunarinnar og eftir því var tekið hve samrýnd þau voru. Jafnvel eftir að heilsu Vilhjálms fór að hraka verulega, komu þau hjón og tóku þátt í sam- komum á Hafrannsóknastofnun og stigu dansinn listilega eins og þau höfðu alltaf gert. Við söknum góðs félaga í stað og vottum Stefaníu og fjölskyldu dýpstu samúð samstarfsfólks á Hafrannsóknastofnun. Jóhann Sigurjónsson. ✝ RagnheiðurArnljóts Sig- urðardóttir fædd- ist á Akureyri 17. nóvember 1930. Hún lést 12. maí 2016 á dvalaheim- ilinu Hlíð. Foreldrar Rögnu voru hjónin Sigurður Ingimar Arnljótsson, f. 29.5. 1904, d. 3.1. 1973, og Jóhanna Lilja Jó- hannesdóttir, f. 16.7. 1903, d. 23.2. 1941. Fyrstu árin ólst Ragna upp með fjölskyldu sinni á ýmsum stöðum á norðanverðu land- inu. Árið 1940 til 1941 bjuggu þau á Saurbæ í Kolbeinstað- arhreppi. Jóhanna, móðir Ragnheiður Arna Þorgeirs- dóttir, börn hennar eru Símon Valgeir, Atli og Þórir. Tómas Pálmi Pétursson, börn hans eru María Mist, Arnór Bjark- arr Váli og Kristrún Naomi Mendes. 2) Vífill Valgeirsson, 3) Birkir Valgeirsson, 4) Hjör- dís Hólm Valgeirsdóttir And- ersen. Börn hennar eru Val- geir Hólm Rafn Andersen, Villiam Hólm Rafn Andersen, Valdemar Hólm Rafn And- ersen. Systkini Rögnu Þrúð- mar, f. 24.4. 1927, Jóhanna Arnljóts, f. 22.4. 1929, Jóhann- es Arnljóts, f. 10.12. 1931, d. 17.12. 1971, Ari Arnljóts, f. 11.5. 1933, Hulda Líndal, f. 27.7. 1934, Freyja Fanndal, f. 10.11. 1936, d. 16.4. 2015, Bryndís Kolbrún, f. 7.11. 1938, d. 24.8. 1985, Kolbeinn Skag- fjörð, f. 9.6. 1940, d. 17.4. 1983, Jóhann Sigurður, f. 22.12. 1941, d. 29.9. 2013. Jarðarförin fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 23. maí 2016, kl. 13.30. Röngu, lést við barnsburð tíunda barns síns 23.12. 1941 og þá fór Ragna í fóstur að Hólum í Hjaltadal til Björns Sím- onarsonar og eig- inkonu hans, Lilju Gísladóttur. Árið 1949 flyst hún til Akureyrar og vinnur þar í eitt ár. Þaðan flyst hún að Torfum í Hrafnagilshreppi til Valgeirs Hólm Axelssonar, f. 14.6. 1931, d. 23.11. 1986, sem hún hafði kynnst á Hólum í Hjaltadal. Þau giftu sig 4.11. 1952. Börn þeirra eru 1) Jóhanna Val- geirsdóttir gift Óla Helga Sæ- mundsyni. Börn Jóhönnu eru Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Þetta ljóð á vel við þegar Ragnheiður, systir mín, er kvödd hinstu kveðju. Samverustundir okkar Hall- dóru með Ragnheiði og Valgeiri, manni hennar, eru ógleymanleg- ar. Ferðalög okkar um Evrópu skilja eftir minningar sem ekki gleymast. Við ókum vikum sam- an fram og til baka um Mið- Evrópu auk annarra styttri ferða til annarra landa. Það gerðist margt í þessum ferðum sem vakti bros og stundum skellihlátur auk þess að kynnast sögu þjóðanna. Í ferðatöskunni voru bækur úr safninu Lönd og lýðir sem var gefið út fyrir sex- tíu árum, en í þessum ritum er mikill fróðleikur sem auðveldar ferðafólki að sjá fyrir sér sögu þeirra svæða sem um er farið. Það er aðdáunarvert að aldrei minnist ég þess að skoðanaskipti færu í erfiðan farveg. Ragnheið- ur og Valgeir voru bæði ljúf í lund og sáu björtu hliðarnar á hverju máli. Minningar um ferðalög okkar og samskipti hér heima kalla fram í hugann ljóð Sigurbjörns Stefánssonar; Ég geymi í mínu minjaskríni, hve margoft hlóstu á léttum nótum, og mér finnst eins og andinn hlýni ylur streymi að hjartarótum. Ragnheiður og börnin urðu fyrir mikilli sorg þegar Valgeir maður hennar féll frá á miðjum aldri eftir harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm, en hún stóð sig eins og hetja og vel gerð börn þeirra veittu henni stuðn- ing. Við Halldóra og afkomendur okkar sendum börnum hennar og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur, í hug okkar allra lifir minning um heiðurskonu sem veitti birtu í líf þeirra sem henni kynntust. Ljóð Kristjáns Runólfssonar verður hinsta kveðja okkar til hennar. Ljúfum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. Blessuð sé minning hennar. Ari og fjölskylda. Ragnheiður Arn- ljóts Sigurðardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, og langalangafi, ÓSKAR HALLDÓRSSON húsgagnabólstrari, Lyngbergi 39b, Hafnarfirði, sem lést þann 17. maí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 24. maí klukkan 13. . Helga Jóna Jensdóttir, Hrafnhildur Óskarsdóttir, Jens Þórisson, Hafdís Óskarsdóttir, Khalil Semlali, Helena Óskarsdóttir, Robert Scobie, Helga Óskarsdóttir, Christof Wehmeier, Valdimar Óskarsson, Lovísa Traustadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. SIGRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR frá Húsafelli er látin. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 13 og jarðsett verður á Húsafelli. . Bergþór Kristleifsson Hrefna Guðrún Sigmarsdóttir Þorsteinn Kristleifsson Ingveldur Jónsdóttir Ingibjörg Kristleifsdóttir Halldór Gísli Bjarnason Þórður Kristleifsson Edda Arinbjarnar Jón Kristleifsson Anna Guðbjörg Þorsteinsdóttir Páll Bergþórsson Jón Bergþórsson Gyða Bergþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.