Morgunblaðið - 23.05.2016, Side 10

Morgunblaðið - 23.05.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Bryggjan brugghús | Grandagarði 8 | 25. maí kl. 14 -16 Fundur um þýska matvælamarkaðinn, með áherslu á sjávarafurðir, verður haldinnmiðvikudaginn 25. maí kl. 14 á Bryggjunni brugghúsi, Grandagarði 8. Dr. Matthias Keller framkvæmdastjóri helstu samtaka í fiskiðnaði og upplýsingamiðstöðvar sjávarafurða í Þýskalandi mun fjalla um neysluvenjur á sjávarafurðum þar í landi og kröfur markaðarins. Björgvin Þór Björgvinsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu mun segja frá útflutningi til Þýskalands og Ruth Bobrich viðskiptafulltrúi í sendiráðinu í Berlín fjallar um þýska markaðinn, ný tækifæri og matvælasýningar. Þá munu fulltrúar fyrirtækja sem flytja út sjávarafurðir og áfengi segja frá reynslu sinni af þýska markaðinum. Léttar veitingar í lok fundar. Skráning og nánari upplýsingar á vef Íslandsstofu, www.islandsstofa.is Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Að grafa horfna fjársjóði upp úr jörðu, gull og gersemar, er sveipað ævintýraljóma en gerist ekki bara í ævintýrum sögubókanna. Í sumar hefst leit að nýju að hollenska gull- skipinu, Het Wa- pen van Amst- erdam, sem fórst á Skeiðarársandi árið 1667. Talið er að skipið, sem var á leið frá Ind- landi til Hollands, hafi verið hlaðið af ýmsum verð- mætum varningi; gulli, gimsteinum og ýmsum góðmálmi. Tvisvar hefur verið reynt að grafa skipið upp úr sandinum án árangurs. Komin með leyfi „Við erum komin með leyfi frá Minjastofnun til að hefja leit úr lofti með drónum sem senda niður loft- bylgjur sem varpa upp 30 sinnum 30 þrívíddarmyndum í tölvu. Með þessum hætti er hægt að staðsetja hlutina í sandinum nákvæmlega og hefja leit. Það hefur vægast sagt margt gerst í tæknimálum frá árinu 1983, þegar síðast var gerð leit að skipinu,“ segir Gísli Gíslason, fram- kvæmdastjóri verkefnisins. Hann tekur fram að á þessu svæði, Skeiðarársandi, hafi um 100 skip farist í aldanna rás. „Það á margt og mikið eftir að koma í ljós því ýmislegt leynist í sandinum.“ Gísli er samt vongóður um að leitin beri árangur og reiknar með að hefjast handa í sumar ef allt gengur að óskum. Eins og staðan er núna verður samt ekki lagt af stað í leitina að skipinu fyrr en viljayfirlýsing ligg- ur fyrir frá forsætisráðuneytinu, sem beðið er eftir. Síðasta tilraun til að ná skipinu úr sandinum var með ríkisábyrgð, en kostnaður við að ná skipinu upp úr sandinum er mikill. Allar fornminjar sem munu finn- ast í jörðu eru í eigu ríkisins, eins og lög um menningarminjar kveða á um. Gísli tekur skýrt fram að verkefnið verði unnið í nánu sam- starfi við fornleifafræðinga, Minja- stofnun og Forsætisráðuneytið. Sjálfbært verkefni „Það verður ekki sótt um styrk fyrir þetta kostnaðarsama verkefni heldur ætlum við að hafa það sjálf- bært. Við ætlum að nýta okkur þær góðu aðstæður sem við búum við núna í samfélaginu með þennan fjölda ferðamanna. Við stefnum að því að setja upp safn um skipið og sýna sögu leitarinnar í máli og myndum sem ferðamenn geta skoðað. Eins erum við byrjuð að gera heimildarmynd og stefnum einnig að sjónvarpsþáttagerð til að fjármagna þetta,“ segir Gísli. Leyfi fyrir skemmu undir safnið er í höfn. Gísli er með ýmsar hugmyndir um að ná inn tekjum þegar fram- kvæmdir hefjast. „Við munum óska eftir að fá leyfi fyrir svifnökkva sem hægt verður að nota til að skoða svæðið og þeir munu ekki skilja eftir sig för í sandinum.“ Gísli bendir á að það vanti sár- lega eitthvað fyrir túrista til að gera á Íslandi og þetta yrði góð við- bót við þá afþreyingu. Safnið yrði skammt vestan við Jökulsárlón. Gísli bendir á að sagan um skipið frá því það sökk ofan í sandinn og björgunaraðgerðirnar sé mögnuð og fróðleg. Hún ein og sér standi al- farið undir því að henni séu gerð góð skil á safni. Bendir hann á að þegar björgunaraðgerðirnar voru árið 1980-1983 hafi „öll þjóðin fylgst með og við viljum að það verði einnig núna, að ferðamenn geri það líka. Ævintýrið er þegar byrjað,“ segir hann. Meðal þeirra sem koma að verk- efninu ásamt Gísla eru Rob McE- wen fjárfestir, Allan J Grey frum- kvöðull, jarðeðlisfræðingurinn Johannes Douma og ævintýramað- urinn Gunnar A. Birgisson. Svifnökkvar flytji ferðamenn  Leit hefst senn að nýju að skipi sem fórst á Skeiðarársandi á 17. öld hlaðið gulli og gimsteinum, segir sagan  Nýjustu tækni beitt í leitinni, drónum úr lofti  Hyggjast reisa safn um söguna Skip Í sumar hefst leit að nýju að gullskipinu Het Wapen van Amsterdam. Gísli Gíslason Með skipinu Het Wapen van Amsterdam fórust 200 menn en 70 komust lífs af þegar það strandaði á Skeiðarársandi árið 1667. Skipið hvarf sjónum og sökk á mjög skömmum tíma. Sögur af því sveipuðust dulúð þegar stundir liðu fram enda hermdu þær að skipið væri hlaðið glóandi gimsteinum og skíragulli. Ýmsar kenningar eru um hvort það hafi varðveist í heilu eða hálfu lagi. Ef það finnst í sandinum er talið nokkuð líklegt að það sé heillegt því slíkar minjar varðveitast ágætlega í sandi. Í tvígang hefur verið reynt að finna skipið og grafa upp. Fyrstur reyndi Bergur Lárusson að finna það, árið 1960. Hann var með leyfisbréf frá Ólafi Thors forsætisráðherra, þar sem kveðið var á um að hlutur íslenska ríkisins skyldi vera 12 prósent af þeim verðmætum sem fyndust. Á árunum 1980-1983 var reynt að finna skipið, en forsprakkinn var Krist- inn Guðbrandsson, forstjóri Björgunar. Leitin var fjármögnuð með láni á ríkisábyrgð. Grafið var að flaki skips sem reyndist vera járnbrak úr þýskum togara sem nefndist Friðrik Albert og strandaði í kringum árið 1900. Mannskætt sjóslys 1667 FYRST LEITAÐ AÐ SKIPINU HET WAPEN VAN AMSTERDAM 1960 „Ljóst er að EFLA verkfræðistofa getur ekki haldið því fram að um- rædd skýrsla sé unnin samkvæmt reglugerð um flugvelli þar sem að- eins er reiknaður nothæfisstuðull fyrir einn flokk flugvéla,“ segir m.a. í svari Sigurðar Inga Jónssonar, full- trúa Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði Reykja- víkurborgar. Í Morgunbaðinu á laug- ardag birtust athugasemdir frá EFLU við frétt sem byggði á skoð- unum Sigurðar Inga og birtist fyrr í vikunni. Svar Sigurðar Inga er eftirfarandi: „EFLA verkfræðistofa sendi innan- ríkisráðherra bréf 1.10.2015, „Varð- ar: Mat á nothæfisstuðli Reykjavík- urflugvallar“. Þar leitast EFLA við að svara athugasemdum öryggis- nefndar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna vegna skýrslu EFLU, „Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkur- flugvallar samkvæmt viðmiði ICAO“. Í umræddu bréfi staðfestir EFLA að ekki var farið að kröfum reglugerðar um flugvelli nr. 464/2007, eða ICAO Annex 14, sem reglugerðin byggir á. Eftirfarandi tilvísun í umrætt bréf staðfestir þetta: „Þær forsendur sem voru lagðar fyrir EFLU voru að reikna nothæfisstuðul Reykjavíkur- flugvallar fyrir flugvélar sem hafa viðmiðunarflugtaksvegalengd á bilinu 1200 – 1499 m. Skýrsla EFLU byggir því einungis á 13 hnúta hlið- arvindshámarki.“ Í reglugerð um flugvelli segir í grein 3.1.1 „Fjöldi og stefna flug- brauta á flugvelli ætti að vera slíkur að notkunarstuðull flugvallarins sé ekki minni en 95% fyrir flugvélarnar sem flugvöllurinn þjónar.“ Flugvélum er í reglugerð skipt í þrjá flokka eftir viðmiðunarflugtaks- vegalengd þeirra, sbr. grein 3.1.3 í reglugerð „Val á mesta leyfilega hliðarvindsstuðli“. Óumdeilt er að Reykjavíkurflugvöllur þjónustar flugvélar í öllum þremur flokkum. Flugvélar eins og King Air-sjúkra- flugvélar, Dash 8 Q200 Flugfélags Ís- lands og vitaskuld allar kennsluflug- vélar, eru í flokki undir 1200 m viðmiðunarflugtaksvegalengd. Fyrir þann flokk ber að reikna nothæfis- stuðul með 10 hnúta hámarkshliðar- vindsstuðul. Því lægra sem hámarkið er, því lægri er nothæfisstuðullinn. Það er útilokað að Reykjavíkurflugvöllur nái 95% viðmiði reglugerðar ef reiknað er með 10 hnúta hámarki. Í skýrslu Veðurstofu Íslands „Veðurmælingar á Hólmsheiði 11. janúar 2006 – 31. október 2009“ má finna útreikninga fyrir Reykjavíkurflugvöll miðað við 10 hnúta hámarkshliðarvindsstuðul. Niðurstaðan er að nothæfisstuðull miðað við tvær flugbrautir er aðeins 77%, sem er víðsfjarri þeim 97% sem EFLA reiknaði út. Ljóst er að EFLA verkfræðistofa getur ekki haldið því fram að um- rædd skýrsla sé unnin samkvæmt reglugerð um flugvelli þar sem að- eins er reiknaður nothæfisstuðull fyrir einn flokk flugvéla.“ Segir ekki unnið samkvæmt reglu- gerð um flugvelli Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurflugvöllur Horft er eft- ir hinni umdeildu NA/SV-flugbraut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.