Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Sigríður Andersen, þingmaðurSjálfstæðisflokksins, vakti at- hygli á því í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina að til stæði að auka skattbyrði hjóna sem falla undir hærri skattþrep og hafa þann hátt á að annað vinnur utan heimilis en hitt innan þess.    Sigríður benti áað hjón bæru ábyrgð á skatt- skuldum hvort ann- ars, ólíkt öðrum skuldum, og þannig væri samsköttun hjóna komin til. Hjón nýttu persónu- afslátt hvort annars en þegar þriggja þrepa tekjuskattur hefði verið tekinn upp árið 2010 hefði verið innleidd sérstök regla fyrir hjón sem féllu ekki í sama tekju- skattsþrep.    Og Sigríður heldur áfram: „Þaðhjóna sem er í efsta þrepi get- ur bara nýtt helming af ónýttri nýtingu hins í miðþrepinu. En þó það. Fyrr í vor mælti fjármálaráð- herra fyrir afnámi þessarar heim- ildar. Um næstu áramót verða skattþrepin tvö og fyrir efnahags- og viðskiptanefnd hafa komið fram ábendingar um að við afnám heim- ildarinnar skapist verulegt ójafn- ræði í skattlagningu milli heimila, allt eftir því hvort hjónin hafi svip- uð laun eða ekki. Munur á tekju- skattsbyrði tveggja heimila með sömu heimilistekjur getur þannig numið 781 þús. krónum. Það á hreinlega að refsa heimilinu með eina fyrirvinnu um þessa fjárhæð. Hvers vegna?“    Sigríður bætti því við að lítil mál-efnaleg rök hefðu verið sett fram til stuðnings þessu ójafnræði. Þess vegna er sjálfsagt að taka undir spurninguna sem hún setti fram: Hvers vegna vill ríkisstjórnin ráðast í þessa skattahækkun? Sigríður Andersen Hvers vegna þessa skattahækkun? STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 léttskýjað Akureyri 5 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 9 heiðskírt Ósló 13 rigning Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 19 heiðskírt Lúxemborg 15 léttskýjað Brussel 16 rigning Dublin 14 skúrir Glasgow 15 rigning London 17 léttskýjað París 13 rigning Amsterdam 15 skúrir Hamborg 26 heiðskírt Berlín 28 heiðskírt Vín 26 heiðskírt Moskva 12 skúrir Algarve 22 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt Barcelona 18 skúrir Mallorca 23 léttskýjað Róm 24 rigning Aþena 19 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað Montreal 21 skýjað New York 16 rigning Chicago 23 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:46 23:04 ÍSAFJÖRÐUR 3:17 23:43 SIGLUFJÖRÐUR 2:59 23:27 DJÚPIVOGUR 3:08 22:41 ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. Áklæði Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15 Tilboð á sófum í Basel línu Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Meiri aðsókn er nú í matjurtagarða í Reykjavík en sumarið 2015. Alls átta hundruð matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar, þar af eru tvöhundruð í Skammadal. Mörgum þykir fátt betra en heimaræktað grænmeti og kjósa því að hafa þenn- an háttinn á en garðurinn kostar 5.000 krónur. Öll beð í Þorragötu í Vestur- bænum eru frátekin, fleiri umsóknir eru í Árbænum en áður en aðsóknin er minnst í Grafarvogi. Enn er hægt að sækja um laus beð en mat- jurtagarðarnir í Reykjavík eru á sex stöðum. Því fyrr því betra „Fólk er byrjað að stinga upp garðana og jafnvel setja niður rótar- grænmeti. Þetta er allt að byrja en því fyrr sem fólk hefst handa því betra,“ segir Guðný Arndís Olgeirs- dóttir rekstrarstjóri í verkbækistöð I hjá Reykjavíkurborg en hægt er að leita ráða til hennar um garðana og matjurtaræktun. Í ár sér fólk sjálft um að plægja garðana. „Mér heyrist fólk vera ánægt með það. Nú getur hver séð um sinn garð og verið með hann áfram,“ segir Guðný. Hún segir áhugann á matjurtagörðunum ganga í bylgjum. „Núna er hann ekki jafnmikill og strax eftir hrun. Hún telur þó áhugann vera að glæð- ast aftur á nýjan leik. „Kannski hafa þættirnir með Gurrý eitthvað með það að gera,“ segir hún og hlær og vísar í sjónvarpsþættina „Í garð- inum með Gurrý“ sem nú eru sýndir á RÚV. Eftirsóttasti matjurtagarðurinn er í Vesturbænum og oft er biðlisti að fá úthlutað þar beði. „Þar er hálf- gert sér samfélag. Fólk vinnur vel saman og er með Facebook-síðu þar sem það skiptist á ýmsum upplýs- ingum,“ segir Guðný. Mikil endurnýjun Í Kópavogi tínast enn inn um- sóknir um matjurtagarða. Samtals eru 230 garðlönd og 180 eru farin. Það lítur út fyrir að þetta sé svip- aður fjöldi og var í fyrra. „Ríflega helmingur umsækjenda er nýr. Það er heldur meiri endurnýjun en hefur verið undanfarið,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir upplýsinga- fulltrúi Kópavogsbæjar. Hún bendir á að umsóknirnar sveiflist alltaf milli ára en í Guðmundarlundi sé sami kjarninn milli ára sem haldi áfram að leigja sama garðinn. Í Garðabæ eru hvort tveggja skólagarðar og matjurtagarðar. Öll- um 100 görðunum, sem eru 25 fer- metrar á stærð, er úthlutað árlega. Aukin aðsókn í matjurtagarðana  Alls átta hundruð matjurtagarðar leigðir út á vegum Reykjavíkurborgar Morgunblaðið/Ófeigur Vor Garðurinn í Vesturbænum er vinsælastur og eru öll beð frátekin. Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður til hádegisfundar í dag með Birni Bjarnasyni fyrrverandi ráð- herra og Guðna Th. Jóhannessyni dósent í sagnfræði við Háskóla Ís- lands og forsetaframbjóðanda. Fundurinn stendur frá klukkan 12- 13 og fer fram í Hvammi á Grand hótel. Pétur Þ. Óskarsson, Fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Ice- landair Group, stýrir fundinum. Á fundinum verða málefni norðurslóða skoðuð út frá ólíkum sjónarmiðum. Björn Bjarnason mun ræðir þróun öryggismála frá því að varnarliðið hvarf úr landi, stöðuna eins og hún er um þessar mundir og líklega framvindu samskipta Bandaríkjamanna og Íslendinga í varnarmálum. Guðni Th. Jóhann- esson fjallar um öryggis- og varn- armál Íslands frá upphafi kalda stríðsins til 2006. Ræða öryggis- og varnarmál á norðurslóðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.