Morgunblaðið - 23.05.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 23.05.2016, Síða 13
sjálfur séð að mestu leyti um viðhald vélanna. Eftir fyrsta baslárið fór prjóna- skapurinn að ganga ljómandi vel og salan líka. „Við seljum beint til stórra aðila og heildsala,“ segir Vil- borg, „aðalviðskiptavinir eru bænd- ur, byggingarverktakar og hesta- fólk. Á þessum sex árum höfum við farið úr því að selja eitt þúsund pör upp í 6.500 pör en fyrsta árið var það heilmikil vinna að prjóna og senda frá sér fimmtíu pör. En í dag er þetta mjög skemmtilegt verkefni.“ Léttir og hlýir Þessi söluaukning má kallast góð og vettlingarnir reynast vel. Þeir eru úr ullarblöndu; léttir, slit- sterkir og hlýir. Prjónastofan Vanda hóf reksturinn í húsnæði í eigu bróður Jóns Rúnars en er nú komin í annað húsnæði í hjarta bæjarins, sem er að sjálfsögðu hafnarsvæðið. Vilborg og Jón Rúnar vinna bæði fulla vinnu utan heimilis og prjónaverkefnið bætist við það. Allt gengur það vel og samhent fjöl- skylda hjálpast að. Foreldrar Vil- borgar eru meðeigendur í fyrirtæk- inu og Hólmfríður móðir hennar vinnur þar líka við frágang á vett- lingum, saumaskap og fleira. Auk þess er hún ómetanlega góð amma sem gott er að eiga að og börnin eiga alltaf vísan samastað hjá henni og afa í sveitinni í Laxárdal í Þistilfirði. Barnalánið fylgir hjónakorn- unum Vilborgu og Jóni Rúnari því þau eignuðust litla dóttur á öðrum degi hvítasunnu, þann 16. maí. Það er þriðja barn þeirra saman en fyrir á Jón Rúnar önnur þrjú svo að börn- in eru nú sex alls. Bæði Jón og Vil- borg koma úr stórum fjölskyldum, hvort um sig úr sjö systkina hópi, „barnaafmælin hér eru bæði fjöl- menn og fjörug,“ segja þau hlæjandi. Eitt barn enn? „Það er samt spurning hvort við þurfum ekki að eignast eitt barn enn til að ná sömu fjölskyldustærð og við komum úr sjálf,“ segir Jón Rúnar kíminn, alsæll með nýfæddu dóttur- ina og eiginkonuna. Litla stúlkan fæddist á Akureyri, aðeins fyrr en Þúsundþjalasmiður Jón Rúnar sér að mestu um viðhald véla. Með Hólmfríði ömmu Systurnar og frænka, Katrín Svala. Nýfædd Vilborg ásamt dætrum sínum sem nú eru orðnar þrjár, sú lita er aðeins 12 tíma gömul þarna. hennar var vænst, en fjölskyldan var búin að koma sér fyrir á Akureyri örfáum dögum áður. Konur á lands- byggðinni eru ekki jafn vel settar og þær sem búa á svæði þar sem fæð- ingarþjónusta er fyrir hendi. „Hér þurfum við, líkt og margar aðrar konur, að fara að heiman um það bil viku fyrir áætlaða fæðingu, jafnvel fyrr yfir vetrartímann í vondri tíð. Flestar konur hér fara til Akureyrar, sem er næst okkur. Þetta þýðir kostnað vegna leiguhús- næðis þann tíma sem beðið er eftir barninu og það er jú alltaf fyrirhöfn að flytja, oftast með alla fjölskyld- una, og koma sér fyrir annars stað- ar. Því fylgir líka tilheyrandi kostn- aður sem taka þarf með inn í fjárhagsáætlun,“ segja þau. Vilborg og Jón Rúnar segjast samt nokkuð vel sett og kvíða ekki framtíðinni. Þau keyptu sér gamalt hús á Þórshöfn og eru að gera það upp í rólegheitunum. „Við tókum aldrei þátt í neinu kapphlaupi eða „þensludansi“ á sínum tíma og skuldsettum okkur ekki, þess vegna kom hið margumtalaða hrun ekki við okkur,“ segja Vilborg og Jón Rúnar, sem eru ánægð með tilveruna og alltaf með ýmislegt á prjónunum. Mæðgur Vilborg ásamt dætrum sínum í Prjónastofunni Vöndu. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Prjónastofan Vanda er í húsi sem í daglegu tali kallast Villahús, byggt af Vilhjálmi Sigtryggssyni fyrir tæpum sextíu árum sem fiskverk- unar- og útgerðarhús. Prjóna- stofan er á rúmgóðri efri hæðinni ásamt þægilegri setustofu sem einnig er skrif- stofa fyrirtækisins. Neðri hæðinni er skipt í tvö rými og í öðru þeirra hefur hand- verksgalleríð Beitan aðsetur. Í hinum hlutanum er beitninga- hús Ísfélagsins, svo að sá hluti hússins gegnir ennþá upphaflegu hlutverki. Líður vel á annarri hæð í Villahúsi GAMALT FISKVERKUNAR- OG ÚTGERÐARHÚS Gefðu þér séns og njóttu þess sem er Vorið er tími umskipta. Náttúran er að vakna til lífsins og við erum hluti af náttúrunni. Enginn býst við því að björninn komi spriklandi út úr vetrarhíðinu. Honum er eðlilegt að byrja að teygja úr sér, hreyfa sig ró- lega og píra aðeins augun til að venj- ast sólarljósinu. Líkami okkar er að aðlagast árstíðarbreytingunni, auk- inni birtu og hlýnandi veðri. Við er- um eins og aðrar lífverur á þessari jörð að aðlagast og finna nýjan takt. Gefðu þér tíma til að slaka á, hlusta, njóta og vera. Gefðu þér tíma til að upplifa sannarlega hvert augnablik eins og það birtist og eins og þú upplifir það án þess að skil- greina, dæma eða mynda þér skoð- un. Gróandinn Gott er að liggja í grænu grasi og leika sér með gerberur.  Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 Eru fötin HREIN fyrir næsta viðburð?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.