Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10, útskurður I og frjáls tími í myndlist kl. 13. Árskógar 4 Opið í smíðar og útskurð kl. 8.30-16. Botsía með Þóreyju kl. 9.30-10.10. Stafaganga um nágrennið kl. 13-13.40. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16.30. Félagsvist með vinningum kl. 13. Bútasaumur Ljósbrotið kl. 13-16. Myndlist með Elsu kl. 16. Boðinn Félagsvist kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.30, handavinna með leið- beinanda frá kl. 13 og qigong kl. 13.20. Dalbraut 18-20 Myndlist og postulín kl. 9, brids kl. 13. Furugerði Handavinnustofa án leiðbeinanda opin kl. 8-16, morgun- matur kl. 8.10-9.10, hádegismatur kl. 11.30-12.30, helgistund með Séra Ólafi kl. 14, kaffi kl. 14.30-15.30 og kvöldmatur kl. 18-19. Nánari upp- lýsingar í síma 411-2740. Gerðuberg Opin handavinnustofa. kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-16. Sundleikfimi á vegum Breiðholtslaugar kl. 9.50. Línudans kl. 13. Kóræfing kl. 14.30-16.30, nýir söngfuglar velkomnir. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.10, lomber kl. 13, handavinna kl. 13, kanasta kl. 13.15, skapandi skrif kl. 20. Grensáskirkja Miðvikudaginn 25. maí kl. 13-16.45 verður árleg vor- ferð eldri borgara í Grensáskirkju. Lagt af stað frá kirkjunni stundvís- lega kl. 13. Ekið verður um Krísuvík og kaffi drukkið í Grindavík. Ferðin kostar kr. 2.000 og er kaffi innifalið. Þátttakendur skráí sig með tölvupósti á netfangið grensaskirkja@kirkjan.is eða í síma kirkjunnar 528-4410 í síðasta lagi í dag, mánudaginn 23. maí. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl.10, handavinna kl. 13, brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinnu- hornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Vorhátíð Hæðargarðs verður nk. fimmtudag 26. maí og vorferð Hæðargarðs og Hollvina verður farin 2. júní, nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Ringó kl.13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 564- 1490 og á www.glod.is Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, trésmiðja kl.13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Upplýsingar í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Leir og listasmiðja Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Jóga og handavinna fellur niður þessa viku vegna uppsetningar á handverkssýningunni sem hefst föstudaginn 27. maí kl. 14. Sléttuvegur 11-13 Opið frá kl. 8.30-16, kaffi á könnunni kl. 8.30- 10.30, leikfimi á RUV kl. 9.45, helgistund kl. 10.10, hádegisverður kl. 11.30-12.30, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl.14.30-15.30, dagblöð, púsl og krossgátur til afþreyingar allan daginn. Munið bókahornið þar sem hægt er að fá lánaðar bækur og/eða skipta bók fyrir bók. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9.Tréútskurður kl. 9.15.-12, Lúðvík Einarsson. Vitatorg Leirmótun og postulínsmálun kl. 9, framhaldssaga kl.12.30, stóladans og bókband kl. 13. Smáauglýsingar 569 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt • Strandföt Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Mjódd s. 774-7377 Strandfatnaður í úrvali bux ur 4.9 00. - 6.9 00. - 5.9 00. - 4.9 00. - Frá Birkenstock, Stærðir: 36 - 43 Verð: 12.885.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Slípa ryð af þökum, ryðbletta og tek að mér ýmis verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com          atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Yfir þeim hvíldi hlý birta sem við nutum innilega á samverum okk- ar. Aðstæður höguðu því þannig, líka vegna fjarlægðar á milli bú- setu okkar, að kirkjan varð okkar helsti samastaður. Kristján bar með sér, og ræddi það við okkur, hvernig kirkjan með menningu sinni og boðskap um kærleika og frið er lífinu dýrmæt. Honum var ekki gjarnt að ræða skoðanir sín- ar um trúmál, en þess fremur þótti honum afar vænt um alla manngæsku og sérstaklega í þágu þeirra sem minnst máttu sín. Hann var stoltur sósíalisti, auk þess að vera víðlesinn og fróður, einkum er laut að sögu og menn- ingu, og bar í brjósti hugsjón um réttlæti og vonina, að sá tími kæmi senn að verkafólk sameinist í mætti til þess að koma á jafnrétti fólksins. En hjarta næst stóð fjölskyld- an. Honum var umhugað um vel- farnað barna sinna og barna- barna. Þar voru Kristján og Ragna eins og bjarg, sem mátti reiða sig á, alltaf til staðar með út- rétta og trausta hönd til að leggja lið, styðja og styrkja, samfagna á gleðistundum og samlíða í and- streymi með gefandi von. Við kveðjum Kristján Þorkelsson í kærleika og þökk. Guð geymi og blessi minningu hans. Sjöfn og Gunnlaugur. Mín fyrstu kynni af Kristjáni Þorkelssyni hófust þegar við störfuðum saman í Stálsmiðjunni og hann náði fljótt góðri leikni við smíðarnar. Kristján vann m.a. við stálskipasmíði, stálhúsgagnagerð og bílasmíði. Þegar Kristján vann hjá Trausti var hann fenginn til að setja upp fiskvinnsluvélar fyrir fyrirtæki á Kamtsjatka á austur- strönd Sovétríkjanna og vegna góðrar smíðakunnáttu og góðrar færni í rússnesku var hann valinn til verksins. Árið 1967 hafði Krist- ján samband við okkur Ragnar Austmar og fjölskyldur og bauð okkur að mynda samstarfshóp með fjórum öðrum fjölskyldum um að byggja stigahús í Fossvogi, sem við þáðum með þökkum. Ein- stakur samstarfsandi hefur alla tíð ríkt hjá okkur og héldum við upp á reisugildi á Hótel Sögu í nokkur ár. Síðustu árin hafði Kristján forgöngu um að viðhalda húsinu þannig að það væri alltaf í góðu lagi. Kristján var mjög traustur maður og hafði fastmót- aðar skoðanir, hann var áreiðan- legur og það mátti treysta því sem hann sagði. Það er mikið lífslán að hafa fengið að búa með honum og því góða fólki sem hefur búið í stigahúsinu okkar, Dalalandi 16, og við þökkum innilega fyrir það. Við vottum Rögnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Alfreð, Ásta og börn. HINSTA KVEÐJA Elsku afi okkar er dáinn. Horfinn í sumarlandið góða. Við systkinin viljum þakka honum fyrir allt og með þessu litla ljóði vilj- um við kveðja hann afa okkar sem okkur þótti svo vænt um. Brostinn er strengur og harpan þín hljóð svo hljómarnir vaka ei lengur, en minningin geymist og safnast í sjóð, er syrgjendum dýrmætur fengur. (Trausti Reykdal.) Ragna Sif Sigurðardóttir, Karen Rós Sigurðardóttir og Magnús Sigurðsson. og fannir Skjaldbreiðar og hraunið fyrir sunnan Eyktarás. Þó að æviárin hverfi út á tímans gráa rökkurveg, við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál, landið okkar góða, þú og ég. (Jónas Árnason.) Litli strákurinn þinn, Heiðar Guðberg. Elsku hjartans pabbi minn. Nú ert þú búinn að kveðja eftir farsæl 92 ár og kominn í faðm mömmu. Það er svo margs að minnast og er ég svo óendanlega heppin að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá mér. Þið mamma voruð yndislegir foreldrar og kennduð okkur svo margt sem við vonandi höfum nýtt okkur. Þú sagðir nú oft um daginn þegar við vorum öll hjá þér að mamma hefði alið okkur svona vel upp en þú áttir nú mik- inn þátt í því, enda voruð þið mjög samstíga í öllu sem þið gerðuð í þau 64 ár sem þið áttuð saman. Alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa og vildir gera allt fyrir alla ef þú mögulega gast og varst mikil stoð og styrkur fyrir mig og stelpurn- ar mínar. Það var gaman hvað þú fylgdist alltaf vel með öllu hér á Patró, eins ef ég var að gera eitt- hvað á Bjarkargötunni og hvernig garðurinn sem þið gerðuð svo fal- legan væri. Má nú alveg standa mig betur þar. Við áttum saman frábærar stundir í sveitinni þar sem þú und- ir þér svo vel, alltaf varst þú eitt- hvað að vinna og vildir halda bæði bænum og garðinum fínum. Í síðustu ferð þinni þangað í fyrrasumar þegar við kvöddum mömmu lést þú okkur vita að það þyrfti að laga bæinn að utan og í hvaða lit ætti að mála herbergið og að sjálfsögðu framkvæmum við það. Síðasta ár var mjög erfitt hjá þér og mikill söknuður eftir að mamma kvaddi og hafa veikindin verið erfið síðan en alltaf reist þú upp aftur. Þú varst svo ánægður á nýju rafskutlunni (en þér fannst stelpurnar nú lengi að gefa þér prófið á hana) og þvílíkur munur hjá þér að geta farið um allt á Höfða og út í garð. Ekki fékkst þú nú að njóta þess í sumar því veik- indi komu upp aftur, þú orðinn þreyttur og sáttur við lífið, farinn að þrá hvíldina og þráðir að fara til Gunnu þinnar. Elsku pabbi minn. Að vera með þér um síðustu jól og að eyða að- fangadagskvöldinu með þér á Höfða var yndislegur tími. Að eiga síðustu dagana með þér var ómetanlegt og þegar voru góðar stundir á milli hjá þér fórst þú alltaf að rifja upp og segja okkur sögur frá Patró. Nú ert þú kominn í fallegu sveitina og ég veit að þið mamma eruð sameinuð á ný á þeim stað sem þið kynntust á og þar vilduð þið helst vera öll sumur. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Nína. Elsku afi minn, núna ertu kom- inn aftur til ömmu, sáttur eftir ferðalagið. Það var alveg sama hvað mér datt í hug að gera þegar ég kom heim til ykkar ömmu eftir skóla, þá varstu alltaf til í hjálpa eða leið- beina mér, og þú kenndir mér svo sannarlega margt. Þú mótaðir mig mikið á uppeldisárunum og ég á þér mikið að þakka, þú varst besta fyrirmynd sem hægt var að fá. Nú mun ég heimsækja ykkur ömmu í sveitina, þar sem okkur leið allra best og við eigum marg- ar góðar minningar saman. Takk fyrir allt, afi minn, þið munuð alltaf eiga stóran stað í hjarta mér. Ástarkveðjur, Þinn Hákon Guðberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.