Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Frá kr. 97.895 KRÍT 6. júní í 10 nætur Netverð á mann frá kr. 97.895 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 114.495 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Omega Platanias Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við erum frekar bjartsýn á sumarið en vissulega erum við ekki í sömu stöðu og þegar allir markaðir voru opnir fyrir makríl- afurðir. Ég held að það takist að selja afurðirnar en það verður á lægra verði held- ur en þegar Rúss- landsmarkaður var opinn,“ segir Hermann Stef- ánsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Pelagic, sem m.a. selur makríl fyrir Ísfélagið og Skinney-Þinganes. Hermann segir að útflutningsverð- mæti makrílafurða hafi í heildina numið um 13,7 milljörðum í fyrra, en það var 22,4 milljarðar árin á undan. Í heildina hafi orðið um 18% verðlækk- un á milli ára, misjöfn eftir afurða- flokkum. Hann segir mjög erfitt að bera verð saman þar sem verð á ein- stökum afurðaflokkum hafi farið mjög langt niður, sérstaklega í kjölfar lokunar á Rússland þegar einhvers konar ringulreið hafi ríkt. Mikil eftirspurn og lítið framboð Nú eru litlar birgðir af makríl og verð fyrir það sem hefur verið selt í vetur hefur hækkað enda mikil eftir- spurn og lítið framboð, samkvæmt upplýsingum Hermanns. Í fyrra voru hins vegar talsverðar birgðir, sem verið var að selja fram eftir ári. Hann metur stöðuna þannig núna að hærra verð fáist fyrir makrílafurðir í ár en í fyrra. Viðskiptabann Rússa á sjávar- afurðir frá Íslandi tók gildi um miðjan ágúst í fyrra og er enn í gildi. Fram að lokunardegi var makríll seldur á þennan stærsta markað fyrir frystan makríl frá Íslandi og lokið var við að landa úr skipi sem komið var að bryggju, en skip á leiðinni var stöðvað. Þá fór lítið af makríl í fyrra á næststærsta markaðslandið, Nígeríu, og þrátt fyrir þreifingar hefur ekki verið opnað á innflutning þangað. Makríll um allan heim Hermann segir að makríll hafi ver- ið seldur um allan heim í fyrra og samkvæmt Hagstofugögnum hafi makríll farið héðan til um 50 landa. Útflytjendum hafi síðustu ár tekist að fjölga viðskiptalöndum samhliða auk- inni veiði og meiri manneldisvinnslu. Því megi þó ekki gleyma að þegar verð falli mikið opnist markaðir víða eins og gerst hafi í fyrra. Erfitt sé þó að henda reiður á því hve víða makríll- inn fari þar sem Holland sé eitt stærsta innflutningslandið, en þangað er fiskinum skipað til áframflutnings síðar eða sölu þar án þess að endan- legur áfangastaður sé þekktur. Á síðasta ári var stór markaður fyr- ir makríl í Egyptalandi, mikið fór til landa í Vestur-Afríku og er hugsan- legt að eitthvað af þeim afurðum hafi endað í Nígeríu. Nokkuð fór til landa í Asíu og hefur Úkraína, sem var stór kaupandi að síldarafurðum, tekið við auknu magni af makríl. Áður var minnst á Holland. 70% fari til manneldis Búast má við að makrílvertíð hefj- ist er líður á næsta mánuð og er leyfi- legur heildarafli íslenskra skipa á þessu ári 147.824 lestir. Til viðbótar er úthlutað 3.825 lestum sem ekki veiddust af óskiptum potti smábáta á síðasta ári. Auk þess geymdu nokkrar útgerðir talsvert af aflaheimildum milli ára og mega veiða nú, en geymsluheimild milli ára var aukin í 30% í kjölfar viðskiptabanns Rússa. Skylt er að ráðstafa 70% af makríl- afla einstakra skipa til vinnslu á árinu 2016. Í fyrra fóru um 26,8% af makríl- aflanum í bræðslu og hafði innflutn- ingsbann Rússa á sjávarafurðir frá Íslandi mikil áhrif á vinnslu makríls. Árið 2014 fór einungis 11,1% til bræðslu. Bjartsýni þrátt fyrir erfiðar aðstæður  Lokun á Rússlandsmarkaði olli verulegri verðlækkun á makrílafurðum í fyrra  Makríll þá seldur til um 50 landa Útflutningur á frystum makríl 20 12 20 14 20 13 20 15 20 16* * *Meðalverð (fob) hvers árs í íslenskum krónum á kíló. **Janúar-mars 2016. Heimild: HS/Hagstofan Tonn Kr. 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 Magn Verð* Hermann Stefánsson Vorið er tími endurfunda og árgangamóta af ýms- um toga. Þannig minntust gamlir Rétthyltingar þess á laugardag að þeir luku gagnfræðaprófi frá skólanum fyrir hálfri öld. Ekið var um hverfið og gamlar minningar rifjaðar upp. Síðan var gengið frá Grensásvegi eftir hitaveitustokknum og í skól- ann. Þar sagði Guðný S. Marinósdóttir, deildar- stjóri, frá starfi skólans og Pétur Maack afhenti skólanum þrjár klukkur fyrir hönd árgangsins. Kannski tákn þess að tíminn tifar áfram og á þessu ári verða gestirnir flestir 67 ára, eða „lög- giltir“ eins og stundum er sagt. Gengu hitaveitustokkinn að Réttarholtsskóla til að minnast gamalla tíma Morgunblaðið/Árni Sæberg Hálfrar aldar gagnfræðingar gáfu klukkur „Kröfuhafar fengu íslensku bankana á silfur- fati með mikilli meðgjöf frá rík- inu og gögn um þetta ætla ég að birta fyrir næstu mánaðamót,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísar hún í máli sínu til þeirra gagna og fundargerða sem hún hef- ur að undanförnu aflað sér um seinni einkavæðingu bankanna til kröfuhafa á síðasta kjörtímabili. Vigdís segir fundargerðir sýna að fyrir alþingiskosningarnar 2009 hafi verið búið að ákveða að láta bankana í hendur kröfuhafa. Gríðarleg áhætta fyrir ríkið Þær upphæðir sem kröfuhafar fengu, að sögn Vigdísar, þegar sparisjóðakerfið var endurreist blikna í samanburði við þær upp- hæðir sem hér ræðir. „Eftir kosningarnar er svo geng- ið alla leið í þessu og kröfuhöfum afhentir bankarnir með gríðarlegri áhættu fyrir íslenska ríkið. En þetta mun allt saman koma betur í ljós þegar ég birti þessi gögn á næstu dögum,“ segir hún. khj@mbl.is Bankarnir færðir kröfuhöfum á silfurfati Vigdís Hauksdóttir Seinka þurfti innanlandsflugi í gær- morgun og var aðflugssvæði Kefla- víkurflugvallar lokað milli 19 og 20 í gærkvöld vegna yfirvinnubanns flug- umferðarstjóra sem staðið hefur yfir í nokkurn tíma. Flugumferðarstjórar og Isavia funduðu hjá ríkissáttasemjara á föstudag en bar fundurinn ekki ár- angur að sögn Sigurjóns Jónassonar, formanns Félags íslenskra flug- umferðarstjóra. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Þetta strandar á því að við erum nýkomnir úr fimm ára kjarasamningi og höfum dregist töluvert aftur úr launaþróun í land- inu. Viðsemjendur okkar eru ekki til- búnir að skoða þá hlið á málinu en á sama tíma hefur álagið aukist gríðar- lega á flugumferðarstjóra. Það hefur lítið fjölgað í stéttinni en flugferðum fjölgað gríðarlega, samfara auknum ferðamannastraumi.“ Verður erfiðara í sumar Lokanir á flugvöllum hafa sett strik í reikninginn hjá Flugfélagi Ís- lands undanfarið, en senn hefst anna- samasti tími ársins. „Við reynum að leysa þetta á hverjum degi fyrir sig eins og við best getum en ef þetta heldur svona áfram í sumar mun það hafa veruleg áhrif á áætlun okkar,“ segir Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri félagsins. bso@mbl.is Truflanir á flugumferð um helgina  Kjaraviðræður ekki borið árangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.