Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 23
Árni Páll var kjörinn á þing sem al- þingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi árið 2007 og var kjörinn formaður Samfylkingarinnar í febrúar 2013. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra 2009-2010 og efnahags- og viðskiptaráðherra 2010- 11 og hefur sem þingmaður gegnt formennsku og varaformennsku í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs og setið í heilbrigðisnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og nú síðast stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd. Árni sat í miðstjórn og fram- kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1987-89, var oddviti Æskulýðsfylk- ingar Alþýðubandalagsins 1989-91 og sat í stjórn Birtingar 1989-91. Árni Páll hefur engan áhuga að ræða um pólitík á þessum tíma- mótum: „Ég var á afmælistónleikum Skólakórs Kársnesskóla þegar þú hringdir,“ segir Árni Páll og brosið heyrist gegnum tímann. „Kórinn var stofnaður þegar ég var 10 ára og með honum söng ég frá upphafi. Kórstjór- inn þá og enn er Þórunn Björns- dóttir, sem hefur unnið kraftaverk, enda hefur kórinn unnið til verðlauna víða um heim. Kórastarf verður aldr- ei ofmetið í uppeldi barna því sam- söngur minnir okkur á samtakamátt- inn í meðbyr og mótbyr. Ég nýt þess að syngja.“ En þarftu þá ekki söngvatn? „Það skemmir ekki, hóflega drukk- ið, einkum í stóðréttum. Ég fer stundum í Laufskálarétt þar sem pel- inn gengur milli manna og tek lagið með körlunum. Það minnir á að ég var alinn upp við hesta, hef alltaf haft yndi af þeim og hef átt hesta frá því um aldamótin. Í hestaferðum nýtur maður vel ná- vistar við samferðarfólkið, skepn- urnar, landið og söguna. En þegar ég er ekki að ríða út hleyp ég langhlaup, hef hlaupið eitt maraþon sl. áratug og mörg hálf- maraþon. Maður hleypur að vísu ekki frá vandamálunum. En maður á auð- veldara með að takast á við þau haldi maður sér í formi.“ Fjölskylda Kona Árna Páls er Sigrún Björg Eyjólfsdóttir, f. 2.8. 1968, flugfreyja. Hún er dóttir Eyjólfs Matthíassonar og Steinunnar Káradóttur. Sonur Árna Páls og Sigrúnar er Friðrik Björn Árnason, f. 28.7. 1993. Dóttir Árna Páls og Bergdísar Lindu Kjartansdóttur er Bylgja Árnadóttir, f. 7.2. 1984. Hún er gift Erik Brynjari Erikssyni og eiga þau Birki, f. 2008, og Frey Tuma, f. 2014. Sonur Sigrúnar og stjúpsonur Árna Páls er Eyjólfur Steinar Kristjáns- son, f. 16.10. 1990. Systkini Árna Páls eru Þorbjörn Hlynur Árnason, f. 10.3. 1954, pró- fastur á Borg á Mýrum; Þórólfur Árnason, f. 24.3. 1957, forstjóri Sam- göngustofu og fyrrv. borgarstjóri; Anna Katrín Árnadóttir, f. 2.3. 1963, ráðgjafi hjá Advania. Foreldrar Árna Páls eru Árni Páls- son, f. 9.6. 1927, fyrrv. sóknarprestur í Kópavogi, og Rósa Björk Þorbjarn- ardóttir, f. 30.3. 1931, kennari og fyrrv. endurmenntunarstjóri KHÍ. Úr frændgarði Árna Páls Árnasonar Árni Páll Árnason Ragnhildur Ólafsdóttir húsfreyja Þórólfur Jónsson frá Fossi á Síðu Guðríður Þórólfsdóttir húsfreyja í Rvík Rósa Björk Þorbjörnsdóttir kennari og fyrrv. endurmenntunarstj. KHÍ Þorbjörn Bjarnason pípulagningam. í Rvík Ragnhildur Þorláksdóttir húsfreyja á Heiði Anna Elísabet Sigurðardóttir barnabarn Kristínar í Skógarnesi Árni Þórarinsson prófastur á Stóra-Hrauni hvers ævisögu Þórbergur Þórðarson skráði, systursonarsonur Tómasar Sæmundss. Fjölnism., af Reykjaætt Anna Árnadóttir húsfr. í Rvík Árni Pálsson fyrrv. sóknarprestur í Kópavogi Páll Geir Þorbergsson verkstj. í Rvík Kristín Pálsdóttir ljósmóðir í Syðri-Hraundal Þorbergur Pétursson b. í Syðri-Hraundal Þorbjörn Hlynur Árnason prestur á Borg á Mýrum Þórólfur Árnason fyrrv. borgarstjóri Bjarni Einarsson b. á Heiði á Síðu, dóttursonur Guðlaugar, langömmu Ingibjargar,móður Davíðs Oddssonar ritstjóra. Dóttursonur Sveins, langafa Kristínar Ernu,móður Helga Hrafns Gunnarssonar alþm. Jón Einarsson hreppstj. í Mundakoti á EyrarbakkaRagnar í Smára Jón Óttar Ragnarsson fyrrv. sjónvarpsstj. Stöðvar 2 Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt Árni Waag kennari í Kópavogi KarinW. Hjálmarsdóttir húsfr. í Kópavogi HjálmarW.Hannesson sendiherra Hjálmar Árnason fyrrv. alþm. og fram- kvæmdastj. Keilis Þóra Árnadóttir húsfr. í Rvík Kristrún Eymundsdóttir húsfr. í Rvík Pétur Blöndal framkvæmdastj. Samáls Kristín Árnadóttir húsfr. í Færeyjum og Rvík Ingunn Árnadóttir húsfr. í Rvík Árni Kristjánsson konsúll í Rvík Kristján Árnason fyrrv. framkvæmdastj. Elín Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Anna Kristine Magnúsdóttir fjölmiðlakona Guðmundur Árnason verslunarm. í Rvík Kristján Guðmundsson myndlistarmaður Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 95 ára Einar Hallgrímsson 90 ára Guðmundur Þorgrímsson Karitas Sölvadóttir Häsler 85 ára Elín Magnúsdóttir Hrefna Markúsdóttir Ragnheiður Þorsteinsdóttir 80 ára Íris Ástmundsdóttir Þóra Stefánsdóttir 75 ára Sylvía Georgsdóttir 70 ára Ingólfur Hrólfsson Jón A. Snæland Jón Sigurjónsson Sigríður K. Bjarnadóttir Þórhallur Sigurðsson Þórunn Ágústa Haraldsdóttir 60 ára Atli Vigfússon Guðmundur Rúnar Vífilsson Guðríður S. Sigurðardóttir Halldóra Hjartardóttir Hilmar K. Larsen Reinhold Richter Sigurður Bjarnason Skúli Úranusson Stefán Kristján Alexandersson 50 ára Árni Páll Árnason Dorte Petersen Natthawat Voramool Njörður Lárusson Ólafur Guðmundsson Rannveig Thoroddsen Sigrún Björk Jakobsdóttir Sigurður Svansson Solomon Idun Stefán Þór Þórisson Þorgerður Guðmundsdóttir 40 ára Artur Bogumil Kobiela Bryndís Pjetursdóttir Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Hildur Dagný Kristjánsdóttir Hlynur Ómar Björnsson Joanna Monika Król 30 ára Ásta Sigrún Magnúsdóttir Daníel Þór Gerena Elísabet Magnúsdóttir Gunnar Már Jónsson Lárus Freyr Einarsson Margrét Egilsdóttir María Tinna Árnadóttir Pálmi Aðalbjörn Hreinsson Selma Hafsteinsdóttir Silja Sveinþórsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Selma býr í Hafn- arfirði, lauk sveinsprófi í hárgreiðslu og stundar nám í leikskólakenn- arafræði við HÍ, starfar við leikskóla og leikur í hljómsveitinni Bergmál, www.bergmal.band. Maki: Steinn Stefánsson, f. 1983, rekur Mikkeller bar á Hverfisgötu 12. Foreldrar: Ólöf Kristjáns- dóttir, f. 1961, og Haf- steinn Sigurðsson, f. 1961. Selma Hafsteinsdóttir 30 ára Pálmi ólst upp í Reykjavík, er þar búsett- ur, lauk ML-prófi í lög- fræði frá HR og er lög- fræðingur hjá Rökstólum lögmannsstofu. Systir: Íris Björk Hreins- dóttir, f. 1980, lögmaður hjá Arion banka. Foreldrar: Hreinn Mýrdal Björnsson, f. 1938, bif- vélavirki, og Margret Anna Pálmadóttir, f. 1952, verslunarkona. Þau eru búsett í Reykjavík. Pálmi Aðalbjörn Hreinsson 30 ára Margréta býr á Akranesi, lauk stúdents- prófi frá FVA, hefur unnið hjá Olís og er nú í fæðing- arorlofi. Maki: Guðjón Birgir Tóm- asson, f. 1984, starfs- maður hjá Borgarverki. Börn: Vignir, f. 2006; Dagný, f. 2009; Erlingur, f. 2011; Fanney, f. 2013, og Jóhannes, f. 2016. Foreldrar: Anna Arn- ardóttir, f. 1959, og Egill Guðnason, f. 1957. Margrét Egilsdóttir Marianne Elisabeth Klinke hefur varið doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heit- ið: Gaumstol eftir heilablóðfall í hægra heilahveli: Klínískur gangur og reynsla sjúklinga (Hemispatial neglect follow- ing stroke right hemisphere stroke: Clinical course and patients’ experien- ces). Leiðbeinendur í verkefninu starfa allir hjá HÍ og voru dr. Helga Jónsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkr- unarfræðideildar, dr. Björn Þor- steinsson, lektor við Sagnfræði- og heimspekideild og dr. Haukur Hjalta- son, dósent við Læknadeild. Gaumstol kemur fyrir hjá um helm- ingi sjúklinga eftir heilablóðfall í hægra heilahveli. Það veldur skertri getu sjúk- linga til að átta sig á og bregðast við áreitum frá þeirri hlið líkamans sem er gagnstæð hlið heilaskaðans. Gaum- stolseinkennin leiða til verri batahorfa en aðrar afleiðingar heilablóðfalls. Meginmarkmið doktorsritgerðarinnar var að stuðla að auknum skilningi á gaumstoli, sem nýst getur í daglegri umönnun. Að auki var markmið að þróa nýjar aðferðir til að meta og með- höndla gaumstol. Ritgerðin inniheldur fimm greinar. (1) Þróun á að- ferðafræði til að afla rannsókna- gagna um reynslu sjúklinga með gaumstol. (2) Lýs- ing á reynslu sjúk- linga með gaum- stol á fyrsta mánuðinum eftir heilablóðfallið. (3) Hefðbundin gaumstolspróf voru rann- sökuð og þau borin saman við athug- anir á daglegum athöfnum sjúklinga eftir útskrift heim frá endurhæfing- ardeild. (4) Metin var framvinda miðl- ungs og alvarlegs gaumstols á þremur tímapunktum, innan 21 daga eftir heilablóðfall, á endurhæfingartímanum og eftir útskrift af endurhæfingardeild. Metið var einnig næmi klínískra mæli- tækja á gaumstoli og samsvörun á milli mats rannsakanda og sjúklinga á gaumstoli. (5) Greindar voru þjálfunar- aðferðir sem innleiða má í daglega umönnun á sjúkradeildum. Niðurstöð- urnar veita nýja vitneskju um reynslu, áskoranir, afdrif, mat og meðferð sjúk- linga með gaumstol. Marianne Elisabeth Klinke, sem er fædd árið 1973, lauk stúdentsprófi frá Næst- ved Gymnasiet í Danmörku árið 1992 og grunnnámi í hjúkrun frá Sygeplejeskolen i Storstrømsamt í Næstved árið 1996. Marianne lauk MS-gráðu í hjúkrun árið 2011 og innritaðist í doktorsnám sama ár. Marianne hefur starfað sem hjúkr- unarfræðingur á Taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss frá árinu 2000. Hún vinnur nú á nýdoktorastyrk frá HÍ við framhaldsrannsóknir á gaum- stoli. Marianne er gift Kristni Guðjónssyni og eiga þau fjögur börn. Doktor Marianne Elisabeth Klinke Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Frekari upplýsingar á vefverslun okkar www.donna.is Hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Er næsta hjartastuðtæki langt frá þér? Verð frá kr. 199.600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.