Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 »Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Cannes lauk í gær- kvöldi en hún hófst 11. maí. Að venju var mikið um dýrðir og vandaðar kvikmyndir og kvik- myndastjörnur og -leik- stjórar mættu í sínu fín- asta pússi á rauða dregla fyrir frumsýn- ingar. Gleðilæti og kossaflens voru áber- andi að vanda enda ástæða til að gleðjast. Stjörnurnar nutu athyglinnar á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes Senjorítur Spænsku leikkonurnar Inma Cuesta, Emma Suarez, Rossy de Palma, Adriana Ug- arte og Michelle Jenner stilltu sér upp fyrir ljósmyndara vegna kvikmyndarinnar Julieta sem þær leika í, þeirrar nýjustu eftir leikstjórann Pedro Almodóvar sem mætti einnig á hátíðina. Gleði Leikstjórinn Jodie Foster með Juliu Roberts og George Clooney sem leika í kvikmynd Foster, Money Monster, sem var frumsýnd 12. maí. Strokið Spænska leikkonan Adriana Ugarte strauk leikstjóranum Pedro Almodóvar blíðlega fyrir frumsýningu kvikmyndar hans Julieta, 17. maí sl. AFP Svalir Rokkarinn Iggy Pop og leikstjórinn Jim Jarmusch mættu á frumsýningu heimild- armyndar Jarmusch um Iggy og hljómsveitina The Stooges, Gimme Danger, 19. maí. Breski leikstjórinn Ken Loach hlaut Gullpálmann, helstu verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes, í gærkvöldi. Ken Loach fékk verð- launin fyrir myndina I, Daniel Blake. Þetta er í annað sinn sem Bretinn, sem er 79 ára, fær verð- launin, en hann var einnig útnefnd- ur árið 2006 fyrir myndina The Wind That Shakes the Barley. Íranska myndin The Salesman eftir Asghar Farhadi var verðlaun- uð fyrir besta kvikmyndahandritið auk þess sem Shahab Hosseini var útnefndur sem besti leikarinn í að- alhlutverki. Jaclyn Jose var kjörin besta leikkonan fyrir leik sinn í Ma Rosa. Sundáhrifin, hin fransk/íslenska gamanmynd Sólveigar Anspach heitinnar, vann til SACD-verð- launanna fyrir bestu kvikmyndina á frönsku á hátíðinni. Þetta er í þriðja sinn sem kvik- mynd eftir Sólveigu er tilnefnd á Cannes. 2001 var franska heimild- armyndin Made in the USA tilnefnd og vann François Chalais- verðlaunin. Árið 2003 var leikna kvikmyndin Stormviðri (einnig gerð í samvinnu við Frakka) tilnefnd í Un Certain Regard-hluta hátíðarinnar. Bretinn Ken Loach hlaut Gullpálmann AFP Gullpálminn Breski leikstjórinn Ken Loach með verðlaunin. www.danco.is Heildsöludreifing skyflite london 55 cm 2,9 kg Elan Top quality 3 stk. sett Silfur 70 cm 4 kg 80 cm 4,9 kg 52 x44 x27 cm 62 x39 x24 cm 72 x 34 x 20 cm Escort 3 stk. sett Til í svörtu og rauðu Fyrirtæki og verslanir Ný sending af Skyflite ferðatöskum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.