Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2016 Hjólavagnar Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10 Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is/hjolavagnar | stilling@stilling.is Í forsetatíð Barack Obama hafa samskipti Kúbu og Bandaríkjanna skánað töluvert. Þykjast margir eygja að Bandaríkjaþing muni senn aflétta viðskiptabanninu sem lagt var á Kúbu á 7. áratugnum. Myndi það boða gott fyrir kúbverska vindlaframleiðendur enda vindlar ein þekktasta útflutningsvara landsins og vindlamarkaðurinn í Bandaríkjunum sá stærsti í heim- inum. Í úttekt Wall Street Journal um helgina kemur hins vegar fram að kúbverski vindlageirinn sé fjarri því undirbúinn fyrir opnun Bandaríkja- markaðar. Á tímabilinu 2009 til 2014 dróst tóbaksræktun saman um 65% og frá 2006 hefur útflutningur á vindlum minnkað um 58%. Mislukkuð miðstýring Vandi tóbaksplöntubænda er tví- þættur: Hagkerfið er miðstýrt og gengur stjórnvöldum illa að skaffa bændunum áburð og annað sem þarf til ræktunarinnar. Þá kaupir ríkið alla uppskeruna en greiðir lítið fyrir laufin.í samanburði við aðrar nytjaplöntur. Er því svo komið að ekki er fyrirhafnarinnar virði fyrir marga bændur að rækta tóbakið sem eyjan er rómuð fyrir. Kúbversk stjórnvöld vilja snúa þróuninni við og auka vindlafram- leiðsluna á ný. Er ætlunin að hækka greiðslur fyrir tóbakslauf og einnig að þjálfa fleira fólk í að vefja vindla. Markmiðið er að framleiðslan auk- ist um 20% á ári næstu fimm árin. Fleiri binda miklar vonir við af- nám viðskiptabanns. Þannig gætu kúbverskir rommframleiðendur selt vöru sína til Bandaríkjanna og eins hægt að vænta straums banda- rískra ferðamanna til landsins. Hafa meðal annars Starwood Hot- els og franski áfengisframleiðand- inn Pernod Ricard nýlega fjárfest í verkefnum í Kúbu með það fyrir augum að grípa tækifærin sem kunna að skapast. Aðrir tekið fram úr í gæðum Ekki er þó víst að vindlaframleið- endur í öðrum löndum þurfi að hafa miklar áhyggjur af aukinni sam- keppni frá Kúbu á Bandaríkjamark- aði. Hafa vindlar frá löndum á borð við Hondúras og Níkaragva tekið stöðugum framförum og þykja orðið síst síðri en þeir kúbversku. Á síð- asta lista vindlatímaritsins Cigar Aficionado yfir 25 bestu vindlateg- undir síðasta árs rötuðu þannig að- eins þrjár tegundir frá Kúbu á listann. Þykir gæðaeftirlitinu áfátt hjá ríkisreknu vindlaverksmiðjun- um og getur verið mikill breytileiki í gæðum vindla sem koma úr einu og sama boxinu. ai@mbl.is Búa í haginn fyrir afnám viðskiptabanns  Kúbverskir vindlaframleiðendur ekki reiðubúnir fyrir Bandaríkjamarkað AFP Klípa Raúl Castro forseti Kúbu. Miðstýringin truflar vindlagerð. Hárnákvæmir pakkar Eldum rétt sendir viðskiptavinum sínum heim að dyrum matarpakka sem hefur að geyma hráefni fyrir þrjár máltíðir. Er allt nákvæmlega skammtað og ekkert sem vant- ar, utan að gert er ráð fyrir að viðskiptavin- urinn eigi til salt, pipar, olíu, sykur, hveiti og smjör sem stundum þarf að bæta út í upp- skriftirnar. Uppskrift með nákvæmum leið- beiningum fylgir hverjum rétti og á matseld- in að vera bæði fljótleg og viðráðanleg. „Viðskiptavinirnir geta skoðað matseðil hverrar viku áður en þeir gera pöntun og eru tvenns konar pakkar í gangi: klassískur ann- ars vegar og „paleo“ hins vegar,“ útskýrir Kristófer. Pakki með þremur réttum fyrir tvo kostar frá 7.490 kr. Í stórborgum víða um heim má finna fyr- irtæki sem bjóða upp á sams konar þjónustu. Kristófer segir viðskiptavinina kunna að meta að geta haft minna fyrir matarinnkaup- unum og þurfa ekki að skipuleggja matseld- ina frá grunni. „Verðið þykir líka hagkvæmt og ekkert sem fer til spillis.“ Eftirspurnin eftir þessari þjónustu er til marks um breyttar þarfir hjá ákveðnum hóp- um í samfélaginu. Neytendur vilja komast hjá því að gera matarinnkaupin sjálfir og mörgum veitir heldur ekki af leiðbeiningum við eldamennskuna. „Viðskiptavinir okkar hafa sumir haft á orði við okkur að þjónustan okkar geri mataræðið þeirra hollara og fjöl- breyttara. Það er svo auðvelt að festast í þeim sporum að elda yfirleitt sömu réttina, og ekki endilega alltaf það hollasta sem borið er á borð.“ Hagræði í heimsendingu Eldum rétt þurfti að glíma við nokkrar áskoranir. Til að byrja með var t.d. við- skiptavinahópurinn nokkuð gisinn svo að sendlar fyrirtækisins þurftu að aka lengri vegalengdir á milli heimila. „Nú þegar pakk- arnir eru orðnir svona margir deilist dreif- ingin á mun minna svæði fyrir hvern sendil,“ segir Kristófer. Einnig þurfti að láta neytendur vita af þessari nýju þjónustu. Þar notaðist Eldum rétt við Facebook og tölvupóstlista en Krist- ófer segir allt benda til að það hafi einkum verið viðskiptavinirnir sjálfir sem hafi verið duglegir að breiða út hróður fyrirtækisins. Einn vandi sem stjórnendur Eldum rétt hafa þurft að glíma við er að skortur getur verið á sumu hráefni. „Við reynum að prófa nýja rétti og framandi með reglulegu milli- bili og rekum okkur þá á að ekki er alltaf hægt að stóla á nægilegt framboð af öllu hrá- efninu sem þarf,“ útskýrir Kristófer. Þó réttirnir séu ekki for-eldaðir þarf að- komu matreiðslumeistara við val á upp- skriftum og skömmtun á hráefni. Þar hefur Eldum rétt rekið sig á að samkeppnin um menntað matreiðslufólk hefur harðnað mjög. „Með auknum ferðamannastraum og upp- gangi í veitingahúsageiranum eru margir sem vilja næla í hæfasta matreiðslufólkið.“ VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrstu vikuna sem Eldum rétt starfaði seldi fyrirtækið aðeins 23 matarpakka. Rösklega tveimur árum síðar útbúa starfsmenn fyr- irtækisins hráefnið í nokkur þúsund máltíðir í viku hverri og eru um 40 manns á launaskrá. Kristófer Júlíus Leifs- son er einn af stofnefnd- um Eldum rétt og var hann meðal þátttakenda í ráðstefnunni Matur er mikils virði sem Samtök iðnaðarins héldu á fimmtudag. Kristófer segir að vext- inum fylgi töluverð stærðarhagkvæmni s.s. við innkaup og heimsendingu. „Við finnum að við erum núna komin á þann stað að ákveðið jafnvægi er í sölunni. Flókið er að lesa í markaðinn og sjá hvar tækifærin eru til að vaxa enn frekar, en einn hópur sem þrýstir mjög á okkur eru grænmetisæturnar sem vilja gjarnan nýta sér þjónustuna.“ Senda út þúsundir máltíða á viku  Eldum rétt sendir hráefni sem dugar í þrjár máltíðir heim að dyrum  Minna umstang og aukin fjölbreytni fyrir viðskiptavininn Morgunblaðið/ÞÖK Þjónusta Eldum rétt skammtar hráefnið af nákvæmni og sparar ferð út í stórmarkað. ● Útlit er fyrir að samanlögð greiðslukortaskuld Banda- ríkjamanna muni fara yfir 1.000 milljarða dala markið á þessu ári. Hæst nam greiðslukortaskuldin 1.020 millj- örðum sumarið 2008. Að sögn WSJ skýrir það stöðuna að hluta að banda- rískir bankar hafa markaðssett greiðslukort sín af miklu kappi. Eins er mögulegt að vaxandi greiðslukortaskuld sé til marks um að neytendur séu farnir að venja sig af þeirri sparsemi sem fjármálakreppan neyddi þá til að til- einka sér. Fólk með gott lánstraust kann að vera viljugra en áður að safna skuldum í ljósi batnandi ástands at- vinnulífs og vinnumarkaðar, en bankarnir hafa einnig slakað á kröfum sínum svo að milljónir manna með lé- legt lánstraust hafa getað fengið kort. Þá fóru lán vegna bílakaupa yfir 1.000 milljarða dala markið á fyrsta ársfjórðungi og er það met. ai@mbl.is Kortaskuld Bandaríkjamanna nálægt fyrra meti Bankar í BNA hafa mark- aðssett kort af kappi. Kristófer Leifsson ● Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur sektað líftæknifyrirækið Santa Cruz Biotechnology um 3,5 milljónir dala vegna slæmrar meðferðar á dýr- um. Að sögn AP gengst fyrirtækið hvorki við né neitar ásökunum ráðu- neytisins um að hafa m.a. látið kanínur í sinni umsjá lifa við hörmulegar að- stæður. Dýraverndarsamtök segja sektina marka tímamót en hæsta sektin sem ráðuneytið hefur áður beitt vegna slæmrar meðferðar á dýrum nam að- eins tæpum 300.000 dölum. ai@mbl.is Metsekt vegna illrar meðferðar á dýrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.