Morgunblaðið - 02.06.2016, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2. J Ú N Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 127. tölublað 104. árgangur
Glæsileg tilboð í allan dag
Skoðaðu dagskrána og tilboðin á smaralind.is
Miðnæturopnun
24 SÍÐNA
SÉRBLAÐ UM
SUMARTÍSKUNA
TÍSKA HUGLEIÐSLA
AÐGENGILEG
Í SÍMANUM
VIÐSKIPTAMOGGINN
Í nýrri skýrslu sem Samtök iðnaðar-
ins fengu Lars Christensen hag-
fræðing til að vinna eru lagðar til
róttækar breytingar á umhverfi
orkufyrirtækja á Íslandi. Telur
hann að yfirburða markaðshlutdeild
Landsvirkjunar á sviði orkufram-
leiðslu hamli eðlilegri samkeppni og
valdi því að verðmyndun á markaði
kunni að skekkjast. Af þeim sökum
gerir hann tillögu um að tilteknar
virkjanir verði seldar út úr fyrir-
tækinu og þannig verði til fleiri og
smærri fyrirtæki á sviði orkuvinnslu
í landinu.
Þar að auki leggur hann til að
Landsvirkjun, í breyttri og smækk-
aðri mynd, verði seld til einkaaðila.
„Eignarhald þjóðarinnar á orkuauð-
lindunum sem slíkum verður þó að
sjálfsögðu áfram tryggt og að fyr-
irtækin sem þær hagnýti greiði
ákveðinn hluta þess arðs sem af
þeim skapast til þjóðarinnar,“ segir
Lars Christensen í samtali við
Morgunblaðið.
Í fyrrnefndri skýrslu, þar sem
fjallað er um raforkumarkaðinn á
Íslandi, samkeppni hans greind og
rýnt í þær áskoranir sem framund-
an eru á honum, varpar hann einnig
fram þeirri hugmynd að hagnaður-
inn af sölu Landsvirkjunar verði
lagður í sérstakan auðlindasjóð í
eigu þjóðarinnar. Arður sem greidd-
ur verði út úr honum muni hins veg-
ar ekki renna í ríkissjóð heldur verði
greiðslum úr honum dreift jafnt á
alla Íslendinga í formi peninga-
greiðslna. Segir hann að sækja megi
í reynsluna af slíkum sjóði í Alaska,
ef þessi leið verði farin.
Landsvirkjun verði skipt upp
Leggur til að hagnaður af sölu orkurisans renni í auðlindasjóð í eigu þjóðarinnar
MViðskiptaMogginn
Götuleikhús Hins Hússins hefur tekið til starfa að
nýju og lék listir sínar í fyrsta skipti í gær á göngu-
götunni á Laugaveginum, þar sem það gladdi gesti
og gangandi. Götuleikhúsið er starfrækt árlega í
tvo mánuði yfir sumartímann en það er skipað níu
ungmennum á aldrinum 17-25 ára. Verður leikhúsið
með ýmsar leikrænar uppákomur á götum og torg-
um borgarinnar í sumar, meðal annars 17. júní.
Morgunblaðið/Eggert
Grímuleikur gladdi gesti og gangandi
Merki um sumarið í miðbæ Reykjavíkur
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Eftir mikil vanskil í kjölfar hrunsins hefur
einstaklingum skráðum á vanskilaskrá
stöðugt fækkað frá miðju ári 2013. Fjölgun
varð þó á milli
mánaða frá apríl
fram í maí þegar
fjöldi einstaklinga
í vanskilum jókst
úr 25.226 í 25.353.
Alls hefur þeim
þó fækkað frá árs-
byrjun 2015 um
1.664 eða 6,2%.
Mest velta er á
síst alvarlegu van-
skilunum, segir
forstöðumaður
áhættustýringar
hjá CreditInfo,
Gunnar Gunnarsson, en fyrirtækið heldur
utan um vanskilaskrá.
Hann segir það ekki áhyggjuefni að
fjöldinn taki kipp milli einstakra mánaða,
það sé eðlileg sveifla og geti skýrst af ein-
stökum aðgerðum fárra aðila, enda mark-
aðurinn á Íslandi ekki stór. „Það eru bara
sveiflur í þessu og vanskil eru ekki stöðug
yfir tímann.“ Árstíðabundin sveifla hefur
þó ekki verið sterk þegar kemur að van-
skilaskrá að sögn Gunnars en hann segir
hagsveiflur almennt slíkum áhrifum yfir-
sterkari. »4
Vanskil
tóku kipp
í apríl
Mikil fækkun á
vanskilaskrá frá 2013
Vanskil
» Í byrjun síð-
asta mánaðar
voru 25.353 á
vanskilaskrá
CreditInfo.
» Fjöldinn hefur
hægt og rólega
farið minnkandi
frá 2013.
Frumvarp um breytingar á LÍN
verður ekki tekið á dagskrá þings-
ins fyrir sumarleyfi þess.
Illugi Gunnarsson segir í samtali
við Morgunblaðið að sér finnist sem
stjórnarandstaðan hafi tekið ranga
ákvörðun við meðferð málsins.
Samstaða virðist á meðal þing-
flokkanna um að hlé verði gert á
þingfundum í dag fyrir sumarið.
Birgitta Jónsdóttir, þingflokks-
formaður Pírata, segir það hafa
komið sér á óvart hversu vel þing-
störfin hafi gengið síðustu daga.
Þá segist hún ánægð með þing-
flokksformenn meirihlutans. »2
Samstaða um sum-
arhlé síðdegis í dag
Alþingi Nefndarfundir verða í næstu viku.
„Þetta er fín
lína og við sem
starfsfólk Há-
skóla Íslands og
opinberra stofn-
ana verðum að
gæta hlutleysis.
Ég legg mikla
áherslu á það,“
segir Jón Atli
Benediktsson,
rektor Háskóla
Íslands, aðspurður hvort hann telji
eðlilegt að einn forsetaframbjóð-
enda, Guðni Th. Jóhannesson, flytji
erindi á málþingi háskólans á með-
an hann er í framboði. »4, 18
Rektor telur fyrir-
lestur á fínni línu
Jón Atli
Benediktsson
Allt bendir til að netverslun fyrir-
tækisins Icewear muni á næsta ári
verða næstveltumesta eining fyrir-
tækisins, á eftir verslun fyrirtækis-
ins í Vík í Mýrdal. Þetta kemur fram
í viðtali við Ágúst Þór Eiríksson, for-
stjóra og eiganda fyrirtækisins, í
ViðskiptaMogganum í dag. Fyrir-
tækið hefur vaxið gríðarlega á síð-
ustu árum og er nú með 10 verslanir
á Íslandi. Þá selur það vörur í gegn-
um verslun Amazon í Bandaríkjun-
um, Bretlandi og Frakklandi og
stefnir einnig á strandhögg í Japan á
grundvelli sömu tækni.
Netverslun Icewear
að verða næststærst