Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 11
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
Meta verður pólitíska áhættuþáttinn
vegna hugsanlegs sæstrengs á milli
Íslands og Bretlands og leita leiða til
að takmarka áhættuna. Þetta kemur
fram í lokaverk-
efni Andra Dans
Traustasonar,
viðskiptafræði-
nema við Háskól-
ann á Akureyri,
sem hann vann
undir leiðsögn
Hilmars Þórs
Hilmarssonar
prófessors. Verk-
efnið er unnið úr
tveimur vísinda-
greinum sem þeir unnu saman og
hafa verið birtar í fræðiritum.
Stefnubreytingar verða
að deilumálum
Í verkefninu er fjallað um það
hvernig stefnubreytingar stjórn-
valda geta haft áhrif á orkumarkað
og verð. Verkefni á borð við sæ-
streng er hefur langan líftíma. Bæði
tekur lagningin langan tíma og er
strengnum ætlaður langur endur-
greiðslutími. Þegar pólitíska áhætt-
an er metin verður því að líta marga
áratugi fram í tímann. Í verkefni
sínu fjallar Andri meðal annars um
tvö tilvik þar sem innlend stefnu-
breyting stjórnvalda varð til þess að
upp spruttu deilur sem leysa þurfti
úr á vettvangi alþjóðlegs gerðar-
dóms.
Sem dæmi nefnir Andri stefnu-
breytingu þýskra stjórnvalda í kjöl-
far slyssins í Fukushima-kjarnorku-
verinu í Japan árið 2011. Ákváðu
stjórnvöld þá að fasa út kjarnorku
og loka kjarnorkuverum. Sænska
fyrirtækið Vattenfall höfðaði þá mál
fyrir gerðardómi vegna tapsins sem
fyrirtækið varð fyrir. Svipað átti sér
stað á Spáni á níunda áratugnum.
Spænska ríkið hóf þá að niðurgreiða
endurnýtanlegan orkuiðnað. Seinna
þegar orkuverðið fór að hækka var
ákveðið að hætta niðurgreiðslum og
var iðnaðurinn skattlagður. Höfðuðu
þá orkuframleiðendur mál fyrir al-
þjóðlegum gerðardómi. Segir í rit-
gerðinni að þótt þessi tilvik séu að
einhverju leyti ólík lagningu orku-
strengs, eigi svipuð sjónarmið varð-
andi pólitíska áhættu við í báðum til-
vikum.
Engin töfralausn til
Í ritgerðinni eru stjórnmálaleg
samskipti Íslands og Bretlands rak-
in. Er síðan farið yfir þær aðferðir
sem hægt sé að nota til þess að tak-
marka pólitíska áhættu við lagningu
sæstrengs þótt engin töfralausn sé
til í þeim efnum.
„Eignarhaldið skiptir máli upp á
það hvernig hægt er að leysa úr deil-
um sem kunna að koma upp, og til
að skýra réttarstöðu aðilanna,“ segir
Andri.
„Svo skiptir tekjutrygging gríðar-
legu máli. Langtímasamningar um
orkukaup yrðu helst að vera tryggð-
ir af bresku ríkisstjórninni. Ríkis-
stjórnin hefur verið að bjóða upp á
slíkar tryggingar, reyndar ekki til
aðila utan landsteinanna, en samt til
aðila í erlendri eigu. Annar aðilinn í
þessu verkefni er svo dvergvaxinn
miðað við hinn. Það getur því verið
erfitt að miðla pólitískri áhættu al-
mennilega. Ísland hefur alltaf verið
minni aðilinn í milliríkjadeilum, þótt
það hafi gengið frekar vel hingað
til.“
Tvíhliða samningur
Andri nefnir einnig möguleikann
á tvíhliða viðskiptasamningi við
Bretland, en enginn slíkur samning-
ur er í gildi. „Möguleikinn á að koma
slíkum samningi á fót, mögulega fyr-
ir þetta eina verkefni, er fyrir hendi.
Sérstaklega þar sem Bretar virðast
vera á krossgötum með ESB og
gætu sagt sig úr sambandinu. ESB
gæti líka haft áhrif þar sem Bretar
eru að reyna að vinna í því að ná
markmiðum ESB um notkun á end-
urnýtanlegri orku fyrir árið 2020.
Það hefur áhrif í þessum málum,“
segir Andri. Þá segir Andri að að-
koma erlendra stofnana á borð við
Evrópska fjárfestingabankann
skipti máli. Orkusáttmálinn (Energy
Charter Treaty) sem bæði Bretar og
Íslendingar hafa fullgilt getur líka
gegnt mikilvægu hlutverki.
Dragi úr pólitískri áhættu
Orkuverkefni á borð við lagningu sæstrengs fylgir oft pólitísk áhætta Við-
skiptafræðinemi rannsakaði áhættuna í lokaverkefni við Háskólann á Akureyri
Sæstrengur Andri segir tekjutryggingu í orkusamningum vera mikilvæga.
Ríkistrygging frá bresku ríkisstjórninni geti verið raunhæfur möguleiki.
Andri Dan
Traustason
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ VILJUM GETA TREYST.
ÞAÐ TRAUST ROFNAR
AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ
VERSTA GERIST.
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR
TRAUSTIÐ ROFNAR?
Póstsendum
Mikið úrval af
undirfatnaði
Kíktu á heimasíðuna
lifstykkjabudin.is
LAUGAVEGI 82 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Ferðatöskur
Sími: 528 8800
drangey.is
Smáralind
Stofnsett 1934
Töskur
Hanskar
Seðlaveski
Ferðatöskur
Tölvutöskur
Belti
Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Kíktu inn á drangey.is
Tilvalin
útskriftar-
gjöf
Ítarlegar upplýsingar á
drangey.is/ferdatoskur
Sumarsprengja
30% afsláttur af buxum,
skyrtum og sumarblússum
fimmtudag, föstudag og langan laugardag
Laugavegi 47 – Sími 552 9122 Laugavegi 47 – Sími 551 7575
Elstu heimildina um hugmynd-
ina um sæstreng til Bretlands
er að finna í skýrslu Valgarðs
Thoroddsens frá árinu 1954 en í
þeirri skýrslu var því haldið
fram að slík framkvæmd væri
tæknilega ómöguleg. Nýrri
skýrslur og ritgerðir hafa síðan
þá litið dagsins ljós þar sem tal-
ið er að slík hugmynd sé vel
framkvæmanleg. Yrði slíkur sæ-
strengur um 1.200 km langur,
sá lengsti í heimi. Landsvirkjun
og Landsnet unnu sameiginlega
athugun á arðbærni sæstrengs
árin 2009 og 2010 og komust
að þeirri niðurstöðu að verk-
efnið gæti orðið arðbært. Í júní
2012 setti þáverandi iðnaðar-
ráðherra á laggirnar ráðgjaf-
arhóp um að kanna nánar
möguleikann á að leggja sæ-
streng á milli Íslands og Evrópu.
Ráðgjafarnefndin fól lögfræði-
hópi að gera úttekt á lagaum-
hverfi sæstrengs og skilaði hóp-
urinn af sér skýrslu í júní 2013.
október síðastliðnum áttu Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson,
þáverandi forsætisráðherra, og
David Cameron, forsætisráð-
herra Bretlands, fund fyrir ráð-
stefnuna Northern Future For-
um. Eftir fundinn var skipaður
starfshópur til að finna út verð
og magn raforku sem hægt væri
að selja út í gegnum sæstreng.
Sæstrengur
ræddur í 60 ár
RAFORKUFLUTNINGUR