Morgunblaðið - 02.06.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016
Sjómannaheimilið
Örkin í Reykjavík
fagnar 25 ára afmæli.
Það var hinn 2. júní ár-
ið 1991 að Færeyska
sjómannaheimilið við
Brautarholt 29 var
formlega tekið í notk-
un þegar Jákup Kass,
prestur í Færeyjum,
vígði húsið að lokinni
guðsþjónustu í Há-
teigskirkju. Þá hafði húsið verið í
byggingu í nokkur ár. Fyrir þann
tíma starfrækti Færeyska sjó-
mannatrúboðið sjómannastofu frá
árinu 1958 að Skúlagötu 18 í Reykja-
vík. Það var því mikil breyting í
starfi sjómannatrúboðsins þegar nú-
verandi aðstaða var tekin í notkun
1991.
Sjómannaheimilið Örkin er búið
öllum nútímaþægindum en þar eru
herbergin með baði og salernisað-
stöðu, sjónvarpi og nettengingu.
Morgunmatur er innifalinn í verði
gistingar. Færeyska sjómannaheim-
ilið þjónar einnig samfélagi Fær-
eyinga á Íslandi en þar fer fram
vikuleg móðurmálskennsla á vet-
urna, ýmis fundarhöld, samkomur
og hátíðarsamverur
fyrir Færeyinga og fjöl-
skyldur þeirra. Fær-
eyska sjómannaheim-
ilið er ennfremur með
samning við heilbrigð-
isráðuneytið í Fær-
eyjum um að sjúklingar
á þeirra vegum gista á
heimilinu. Í tengslum
við 25 ára afmælið verð-
ur færeysk guðsþjón-
usta laugardaginn 4.
júní kl. 14 í Háteigs-
kirkju. Þar mun Jógvan Fríðriksson
biskup þjóna fyrir altari og predika.
Eftir guðsþjónustuna verður mót-
taka í Örkinni frá kl. 15–18, þar eru
allir hjartanlega velkomnir í afmæl-
iskaffi.
Sunnudaginn 5. júní kl. 16 verður
almenn samkoma í Örkinni, þar eru
einnig allir hjartanlega velkomnir.
Sjómannaheimilið
Örkin 25 ára
Eftir Ragnar
Snæ Karlsson
Ragnar Snær Karlsson
» Það varð mikil breyt-
ing í starfi sjó-
mannatrúboðsins þegar
núverandi aðstaða var
tekin í notkun 1991.
Höfundur er forstöðumaður
25 ára Sjómannaheimilið Örkin er búið öllum nútímaþægindum.
Ragnheiður Elín
Árnadóttir, ráðherra
atvinnuvega og ný-
sköpunar, skrifar ný-
lega í Morgunblaðið
að hún kannist ekki
við inntak erinda
minna til hennar. Ég
ber meiri virðingu
fyrir ráðherranum en
svo að ég trúi því að
hin fjölmörgu erindi,
skriflegu og munn-
legu yfir margra ára tímabil, hafi
ekki verið skilin af ráðherranum.
Síðasta bréf var á númeruðu formi
þar sem efnisatriði voru aðskilin.
Erindið er enn það sama;
nýsköpunarfyrirtækjum sem þróa
lausnir fyrir raforkuflutningskerfi
er ekki gert mögulegt að koma að
nýjum lausnum á faglegum for-
sendum sem byggjast á sam-
keppnissjónarmiðum (liðir 1 til 3 í
síðasta bréfi til ráðherrans). Það
skortir innviði í kerfinu, leiðin er
ekki til staðar. Dæmi um slíkt
væri útboð um hönnun og lausnir.
Annað dæmi væri rannsóknarsjóð-
ur sem nýsköpunarfyrirtæki gætu
sótt í og þróað í gegnum samstarf
við Landsnet, slíkt þekkist hjá
Landsvirkjun og Vegagerðinni.
Þriðja dæmið væru leiðbeiningar
eða skilgreindar kröfur (umfram
staðla) sem ætlast væri til að ný-
sköpunarfyrirtæki uppfylltu, til að
eiga „samtalsrétt“ við Landsnet.
Þetta er kjarni erindisins.
Að tala um áhugaleysi Lands-
nets er of varlega orðað af ráð-
herranum. Hvað heitir það þegar
forstjóri í ríkisfyrirtæki útdeilir
verkefnum til vildarvina án útboðs
og án samkeppni? Hvað heitir það
þegar sami forstjóri gangsetur
stærstu fjárfestingarhrinu Ís-
landssögunnar – 100 milljarðar –
stekkur svo yfir borðið og gerir
sjálfur stórsamninga með vild-
arvininum (þeim sama) við fyrr-
verandi aðstoðar-
mann sinn (núverandi
forstjóra) um sneiðar
af kökunni stóru?
Hvað heitir það þegar
forstjóri ríkisfyrir-
tækis er dómnefnd-
arformaður og vild-
arvinurinn ráðgjafi í
arkitektasamkeppni
um ný háspennumöst-
ur sem endar með því
að dómnefndarfor-
maðurinn og ráðgjaf-
inn „hreppa hnossið“
og gera stórsamninga
um tillögu úr sömu samkeppni;
kynnt sem „ný kynslóð háspennu-
mastra“? Hvað heitir svoleiðis,
hæstvirtur ráðherra? Er þetta
ekki vandamálið í hnotskurn? Það
er í sjálfu sér umhugsunarefni ef
ráðherrann telur slík mál ekki
vera á sínu borði. Hvers borði þá?
Einhver hlýtur að þurfa að taka
ábyrgð á slíku háttalagi í ríkisfyr-
irtæki og alveg sérstaklega þegar
tekið er tillit til afleiðinganna.
Iðja af þessu tagi þrífst sem
stendur í skjóli ráðuneytisins og
er samfélaginu ekki til fram-
dráttar.
Hugmyndafræði í ljómanum af
„takmörkuðum ríkisafskiptum“ lít-
ur mögulega vel út á blaði en
hljómar ekki vel nú á sama tíma
og ráðherrann greiðir leiðina fyrir
Landsnet með valdboði; heimilun
á upptöku lands. Áhugi ráð-
herrans á nýsköpun endurspegl-
ast ekki í fyrirhuguðum 100 millj-
arða fjárfestingum, einn auka-
milljarður í Tækniþróunarsjóð er
gott framtak en hverfur því miður
í stóru myndinni.
Með tilliti til hagsmuna skatt-
greiðenda og allra nýsköpunar-
fyrirtækja sem hyggja á
tækniþróun á sviði raforkuflutn-
ingskerfa er kallað á breytingar.
Kerfið er gallað, það virkar ekki.
Alveg eins og bankakerfið fyrir
hrun, það virkaði ekki vel en
menn hlustuðu ekki – of upp-
teknir við að fá sér. Að framfarir
og tækniþróun á slíku kjarnasviði
sé undir því komin að forstjóri
Landsnets spinni leikreglur eftir
eigin geðþótta hverju sinni er
óviðunandi staða. Við höfum
slæma reynslu af því að kynna
hugverk okkar og hugmyndir fyr-
ir Landsneti.
Allir sjá sem vilja að sú ómögu-
lega staða sem upp er komin á
þessu lykilsviði samfélagsins er
afleiðing stöðnunar. Flest stór-
verkefni byggjast nú á lausnum
sem eiga ekkert erindi í samfélagi
21. aldarinnar en hafa samt verið
keyrð áfram á hnefunum, með
vondum afleiðingum. Menn
hlustuðu ekki því þeir þurftu ekki
að hlusta. Þetta er afleiðing af fá-
keppni sem bitnar á áhrifamikinn
hátt á samfélagsþegnum. Kerfið
hamlar eðlilegri framþróun.
Að lokum, hafi ráðherrann
raunverulega misskilið; ég hef
ekki áhuga á því að fyrirtæki á
mínum vegum fái framgöngu sem
byggist á því að „kippt sé í
spotta“ eða verði „vel skoðað“ af
einum manni/konu á réttum stað í
kerfinu. Ég á engan rétt umfram
aðra, ég á rétt á því að starfa að
mínu fagi og verða að gagni.
Það á að leggja fagleg sjón-
armið til grundvallar samkvæmt
þekktu skilgreindu ferli en ekki
það hvort viðkomandi séu í réttu
tengslaneti. Engin fagleg sjón-
armið hafa verið lögð fram í mál-
efnum Línudans, bara geðþótta-
ákvörðun ríkisforstjóra sem nú
hefur stungið sér á bólakaf í 100
milljarða sundlaugarpartí sem
hann skipulagði sjálfur, að því er
virðist.
Svokallað áhugaleysi Landsnets
á lausnum Línudans getur auk
þess varla staðist skoðun þegar
hin nýja kynslóð háspennumastra
hinna innvígðu einkavina end-
urspeglar sömu hönnun og sömu
hugmyndir um ásýnd og aðlögun.
Myndir í fréttum RÚV þann 17.4.
tala sínu máli.
Nýsköpun er ekki villta vestrið
heldur markviss vinna að skil-
greindum markmiðum. Fjárvana
nýsköpunarfyrirtæki sem byggja
viðskiptalíkön á þekkingu þurfa
að geta varið sig fyrir
sérhagsmunagæsluliðum í kerfinu
sem telja sig eiga rétt umfram
aðra. Sú vernd er ekki til staðar
þar sem innviðina skortir. Meðal
annars þess vegna erum við með
vandamál sem hæstvirtur iðn-
aðarráðherra þarf að leysa úr.
Um flutningskerfi
raforku og nýsköpun:
Skilaboð til iðnaðarráðherra
Eftir Magnús
Rannver Rafnsson »Nýsköpunarfyrir-
tæki sem byggja við-
skiptalíkön á þekkingu
þurfa að geta varið sig
gagnvart aðilum í kerf-
inu sem telja sig eiga
rétt umfram aðra.
Magnús Rannver
Rafnsson
Höfundur er verkfræðingur og
starfar að nýsköpun á sviði
raforkuflutningskerfa.
Davíð Oddsson sagðist telja við
hæfi að þjóðin fengi hann frítt. Eft-
irlaun hans kæmu þó til frádráttar
yrði hann forseti að því marki að
hann myndi þó afsala sér um 1,4
milljón í laun á mánuði, segir í
frétt á vefsíðu Moggans þann 17.
maí sl.
Ég vil vekja athygli á því að eng-
inn hinna frambjóðendanna hefur
boðist til að lækka launin við sig,
hvað þá afsala sér þeim öllum. Það-
an af síður bauðst nokkur til að
borga með sér af einskærri ætt-
jarðarást. Því stendur Davíð eftir
sem sigurvegari hvað þennan þátt
varðar. Meir en það, ég man ekki
eftir að neinn forseti Íslands hafi
boðið slíkt fram, né forseta-
frambjóðandi og hvorki hér né er-
lendis … nema jú Pútín sem boðaði
10% niðurskurð á launum sínum
vegna nýlegs efnahags samdráttar.
Það þýðir að Davíð toppaði sjálfan
Rússlandsforseta og bauð tífalt bet-
ur. Davíð skoraði því mark og það
svo um munar.
Guðmundur Rafn
Geirdal Bragason.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Davíð einn vinnur
frítt fyrir þjóðina
Forsetaframboð Davíð afsalar sér laun-
um nái hann kjöri.
Fræðslufundir Ís-
lenska vitafélagsins á
síðasta ári fjölluðu um
sjóslys og mannskaða
við Íslandsstrendur og
forvarnir gegn þeim.
Einn af þeim sem
fluttu mjög athygl-
isvert erindi á einum
þessara funda var
hinn kunni blaðamað-
ur og rithöfundur
Steinar J. Lúðvíksson. Þar
fjallaði hann um þær miklu mann-
fórnir sem Íslendingar hafa fært
gegnum aldirnar í sjósókn sinni.
Niðurstaða athugana hans er að á
árunum 1900-1974 hafi 3.576 far-
ist í sjóslysum, um 48 manns á
ári. Lokaorð erindis hans voru:
„Stórþjóðir heiðra minningu her-
manna sinna með áletruðum
minningarskjöldum eða krossum
sem reistir eru í minningarreitum
hvort sem líkamsleifar hvíla undir
þeim eða ekki. Tilburðir okkar Ís-
lendinga til þess að viðhalda nöfn-
um þeirra sem féllu hafa verið
heldur fátæklegir. Ég hef lengi
alið með mér þá von að einhvern
tímann komi sá tími að settar
verði á einn stað minningartöflur
sem hafi að geyma frumupplýs-
ingar um þá hermenn Íslands, ef
svo má að orði komast, sem fallið
hafa í stríðinu við Ægi konung
hinn mikla, þótt
hún næði ekki nema
til tuttugustu ald-
arinnar. Þar yrðu
væntanlega skráð
um 3.500 nöfn, sem
væru þá í leiðinni
tákn þess að við
hefðum ekki gleymt
nafnlausum fórn-
arlömbum fyrri
tíma. Íslenskir sjó-
menn allra tíma
ættu slíkt skilið því
það voru þeir öllum
mönnum fremur sem sáu þjóðinni
fyrst fyrir lífsbjörg sinni í gegn-
um aldirnar og lögðu síðar
grunninn að þeirri velsæld sem
við búum nú við með starfi sínu.“
Í viðtali á RÚV í tengslum við
erindi hans kom fram hjá Stein-
ari að hvergi á landinu væri sér-
stakt minnismerki um alla þá ís-
lensku sjómenn sem farist hafa
við Ísland og það væri í raun al-
veg ótrúlegt.
Ég veitti þessum ummælum
hans sérstaka athygli og fór að
velta því fyrir mér hvar á landinu
mætti koma slíku minnismerki
fyrir. Kom þá upp í huga minn
Breiðin á Akranesi, syðsti hluti
Akraness. Af hverju Breiðin? Jú,
Breiðin teygir sig til hafs út í
Faxaflóann með tveimur vitum
nánast hlið við hlið. Sjórinn um-
lykur Breiðina á þrjá vegu og
það hefur sýnt sig á und-
arförnum árum að þessi staður og
vitarnir hafa mikið aðdráttarafl
og draga gesti að alls staðar úr
heiminum. Því má segja að Breið-
in með sínu umhverfi sé ákjósan-
legur staður fyrir slíkt minnis-
merki. Því til viðbótar má nefna
að Akraneskaupstaður hefur stað-
ið að uppbyggingu á Breiðinni,
sem hefur m.a. þann tilgang að
gera söguna sýnilegri á svæðinu
og styrkja menningarlegt gildi
þess. Veglegt minnismerki myndi
sóma sér vel á þessum einstaka
stað.
Nú er sjómannadagurinn á
næsta leiti og með þessum skrif-
um mínum leyfi ég mér að koma
þessari hugmynd um staðsetningu
minnismerkis á framfæri og hvet
félög og fyrirtæki, t.d. tengd sjáv-
arútvegi, að framkvæma verkið.
Það yrði þeim til mikils sóma.
Minnismerki um sjómenn
Eftir Viðar
Vésteinsson » Í viðtali á RÚV í
tengslum við erindi
hans kom fram hjá
Steinari að hvergi á
landinu væri sérstakt
minnismerki um alla þá
íslensku sjómenn sem
farist hafa við Ísland
Viðar Vésteinsson
Höfundur bjó á Akranesi í 35 ár.