Morgunblaðið - 02.06.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 02.06.2016, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 ✝ Ulla Magnús-son fæddist í Kaupmannahöfn 16. desember 1940. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 27. maí 2016. Foreldrar Ullu voru Edith Kristine Petersen Magnús- son, f. 23. júlí 1903, d. 27. mars 2002, og Jón Magnússon, verkfræðingur, f. 23. janúar 1908, d. 23. nóv- ember 1989. Systkini Ullu eru Agnar Magnússon, f. 9. desem- ber 1939, d. 23. september 2006, og Kristín Magnússon, f. 31. jan- f. 1976. Börn þeirra eru Max, f. 2008, og Sara, f. 2010. Faðir Glúms var Magnús Pétursson, f. 28. maí 1937, d. 2. október 2013. Sambýlismaður Ullu til margra ára var Guðjón Guðjónsson, flug- stjóri, f. 1936, d. 2013. Ulla starfaði að markaðs- og hönnunarmálum hjá Álafossi. Ulla kom SOS-barnaþorpunum á legg á Íslandi á níunda áratugn- um og áttu SOS-málefnin hug hennar allan og hún var sæmd heiðursorðu alþjóðasamtakanna 2009 fyrir framúrskarandi störf í þeirra þágu. Fyrir örfáum mán- uðum lét hún af störfum sem stjórnarformaður vegna veik- inda. Útför Ullu fer fram frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 2. júní 2016, og hefst athöfnin kl. 13. úar 1943, gift Hall- dóri S. Kristjáns- syni, f. 8. ágúst 1944. Synir þeirra eru Kristján, f. 9. desember 1969, og Jón Már, f. 15. októ- ber 1972. Ulla flutti með fjölskyldunni til Ís- lands 1951. Sonur Ullu er Jón Glúmur Magnússon, f. 12. maí 1975, fjármálafræðingur frá Reading University í Bretlandi, og starfar nú sem forstöðumaður í viðskiptastefnumáladeild Com- merzbank í Frankfurt. Glúmur er kvæntur Stefanie Magnússon, Baráttu Ullu, mágkonu minn- ar, við illvígan sjúkdóm er lokið. Þetta var snörp barátta, stóð að- eins í nokkra mánuði. Leiðir okkar Ullu lágu saman í tæpa hálfa öld. Ég kynntist henni á árinu 1968 þegar ég gekk með grasið í skónum á eftir systur hennar, Kristínu. Augljóst var að þar fór sterk og ákveðin kona sem hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum líðandi stundar og lá ekki á þeim. Ulla var dóttir heiðurs- hjónanna Jóns Magnússonar og Edithar, konu hans, er bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Að Ullu lágu tveir stofnar, annars vegar íslenskur bændastofn með grein- ar úr Norður-Þingeyjarsýslu og af Ströndum og hins vegar dansk/sænskur stofn, því móð- uramma hennar var sænsk og var gift dönskum manni. Maður gæti haldið að slík „genetísk“ blanda gæti ekki hrist saman en það verður að segjast að það tókst bara vel hvað Ullu varðaði. Stærsti kostur Ullu voru mikl- ir og góðir skipulagshæfileikar sem nýttust vel í ævistarfi henn- ar við að koma á fót og reka um árabil SOS-barnaþorpin á Ís- landi. Dugnaður hennar í því starfi var annálaður, bæði hér innanlands og á erlendum vett- vangi, og naut hún alls staðar trausts fyrir heiðarleika og ósér- hlífni. Systkinin þrjú voru öll áhuga- söm um ævintýraferðir, einkum til fjarlægra landa, helst þar sem villidýr sleiktu tjaldsúlurnar í myrkviðum Afríku. Margar sög- ur voru sagðar af þessum ferð- um og sátum við oft löngum stundum við að skoða myndir frá þeim. Að leiðarlokum vil ég þakka Ullu fyrir samfylgdina í nær hálfa öld. Við Kristín vottum Glúmi, syni hennar, og fjöl- skyldu, Stefanie, Max og Söru, okkar dýpstu samúð. Megi minn- ingin um Ullu Magnússon lifa meðal okkar um ókomin ár. Halldór S. Kristjánsson. Ulla, okkar kæra vinkona, er fallin frá langt um aldur fram. Það er stórt skarð höggvið í vin- kvennahópinn okkar. Ulla var einstök, alltaf hress og kát. Gerði allar samverustundir okk- ar að hátíðum. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekkert á þeim. Við kynntumst henni árið 1986 þegar við stofnuðum Netið, samskiptanet kvenna á vinnu- markaði, eftir ráðstefnuna „Kon- ur við stjórnvölinn“ sem haldin var á Iðntæknistofnun, en þar var Ulla í fararbroddi. Tilgang- urinn var að þannig gætu konur hist, öðlast stuðning, fræðslu og hvatningu og skipst á skoðunum. Það var alltaf hressandi að umgangast Ullu. Við sögðum stundum „það er danska blóðið“ því að hún átti danska móður og var fædd í Danmörku. Hún átti líka stóran frænd- garð í föðurætt sem sýndi sig á ferðalögum okkar um Ísland. Þá sagði hún stundum í gríni við okkur: „Stelpur mínar, eruð þið bara alveg munaðarlausar, eigið þið ekkert skyldfólk úti á landi?“ Já, það var mikið grínast og hlegið. Kannski dregin upp Jä- germeister og skálað fyrir lífinu og tilverunni. Oft komum við í litla bústað- inn hennar í Skorradalnum og áttum saman langt og innihalds- ríkt pottaspjall. Það er gaman að rifja upp þegar hún kom með járnkarl og haka að vopni til að hjálpa einni okkar í nálægum bú- stað að fjarlægja stærðar grjót úr blómabeði. Ekkert var vandi, bara lausnir. Við vorum saman í Netinu í 30 ár og hittumst reglulega allt ár- ið. Nú erum við einni færri og ekki svo langt síðan við misstum tvær aðrar góðar Netkonur. Þetta er gangur lífsins, því er svo dýrmætt að hafa átt öll þessi ár saman og hlegið og skemmt okkur ómælt. Hún Ulla var svo hugmyndarík og ekki alltaf „mainstream“ þ.e. hugsaði út fyrir rammann. Það var í sumarbústaðarferð síðastliðið sumar að Ulla sagði okkur nokkrum vinkonunum að hún hefði verið greind með krabbamein. Af sínu dæmigerða hugrekki og raunsæi tók hún þá ákvörðun að eyða ekki tímanum í „að vera veik af meðferð“. Þess í stað vildi hún gera sem mest úr þeim tíma sem eftir væri, ganga frá sínum málum og njóta lífsins. Hún talaði um að hún væri lán- söm að geta gert það. Þannig var Ulla alltaf, sá það jákvæða í öllum aðstæðum og alltaf var stutt í húmorinn. Henni lánaðist að eiga góðan tíma fram yfir áramót og gat haldið upp á 75 ára afmælið með stæl. Í febrúar hringdi hún og sagði á sinn hispurslausa hátt „nú er komið að því“, hún var komin á krabbameinsdeild LSH. Næstu vikur fór hún reglulega heim og eitt skiptið hélt hún smá sam- sæti fyrir „Pottaklúbbinn“, eins og við kölluðum okkur nokkrar Netkonur. Það var yndislegur dagur og mjög skemmtilegt, Ulla ætlaði ekki að láta deigan síga. Hittingarnir urðu þrír. Í spjalli fyrir u.þ.b. tveimur vikum var hún að tala um hversu gaman væri að hittast aftur. En samtímis sagði hún „kærar þakkir fyrir samfylgdina“. Sömuleiðis, kæra vinkona. Við sendum Glúmi og fjöl- skyldu, svo og öðrum ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Sólveig Edda Magnúsdóttir, Ína Gissurardóttir og Ágústína Ingvarsdóttir. Einn af áhrifavöldum mínum í lífinu hefur kvatt okkur. Ulla Magnússon var einn stofnenda SOS Barnaþorpanna á Íslandi og stjórnarformaður þeirra frá upp- hafi. Leiðir okkar lágu fyrst saman í atvinnuviðtali í miðju góðærinu á því herrans ári 2007. Þrátt fyrir gjörólíka persónu- leika varð okkur báðum fljótt ljóst að við myndum ná vel sam- an í sameiginlegri hugsjón okkar fyrir velferð munaðarlausra og yfirgefinna barna. Ulla lagði allt- af mikla áherslu á heilindi í starfi og ráðdeild, enda hafa þær áherslur einkennt starf þessara samtaka þar sem hún stóð í fylk- ingarbrjósti allt frá upphafi. Auk þess að fara vel með fé var hún frábær markaðskona og jafnvel á áttræðisaldri sá hún alltaf ný og ný tækifæri í tækninni, þ.e. hvernig SOS Barnaþorpin gætu nýtt sér tæknina til að gera fleirum kleift að hjálpa foreldralausum börn- um. Þau voru mörg síðdegin sem við Ulla sátum tvö saman á skrif- stofunni eftir lokun og ræddum bæði persónuleg mál og málefni samtakanna, já og stundum trú- mál og pólitík. Ítrekað treystum við hvort öðru fyrir persónuleg- um hugðarefnum okkar og leit- uðum ráða hvort hjá öðru. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Ullu Magnússon og unnið svo náið með henni í mörg ár að því mál- efni sem átti hug hennar allan; öflugu, vönduðu og árangursríku barnahjálparstarfi SOS Barna- þorpanna. Guð blessi minningu Ullu Magnússon og gefi fjöl- skyldu hennar styrk á sorgar- tíma. Ragnar Schram. Árið 1986 hélt Iðntæknistofn- un námskeið sem ætlað var kon- um í stjórnunarstöðum og fyrir- tækjarekstri, og einnig þeim sem höfðu í hyggju að stofna fyr- irtæki. Ulla var ein af leiðbeinendum á því námskeiði og ein af stofn- endum Netsins, en Netið er samskiptanet kvenna á vinnu- markaði. Í Netinu hafa verið konur á ýmsum aldri með mis- munandi menntun og í fjöl- breyttum störfum. Þar höfum við hist til að fræðast, eignast fyrirmyndir og styðja við bakið hver á annarri. Eins og gengur og gerist í stærri félögum myndast gjarnan minni hópar innan þeirra og er samsetning hópanna oft breyti- leg eftir viðfangsefni. Þannig varð Möskvinn til, ferðaklúbbur nokkurra kvenna, misjafnlega fjölmennur eftir ferðum. Hann var stofnaður eftir ógleymanlega Parísarferð 1990. Í framhaldinu var víða farið innanlands sem utan og oft á fjarlægar framandi slóðir. Í þessum ferðum kynntumst við fjölbreyttum menningarheimum, smökkuðum framandi rétti, nut- um lista og lífsins og skemmtum okkur konunglega. Ulla fluttist ung til Íslands með foreldrum sínum. Móðir hennar var dönsk en faðir henn- ar íslenskur. Hún sagði það hafa verið mikil viðbrigði frá lífinu í Kaupmannahöfn að flytja til Hafnarfjarðar þess tíma, þar sem hún átti heimili upp frá því. Hún var skemmtileg og sérstök blanda af Kaupmannahafnarbúa og Langnesingi, framtakssamur heimsborgari og dugnaðarfork- ur. Það leiddist engum í návist Ullu, enda mikill húmoristi og grallari. Hún fylgdist vel með því sem var efst á baugi innan- lands sem utan og lá ekki á sterkum skoðunum sínum ef því var að skipta. Í Möskvanum, sem og Netinu öllu, hafa frá upphafi verið mikl- ar skoðanir almennt um lífið og tilveruna og það var á hreinu að Ulla var efasemdarmanneskja þegar kom að umræðum um ei- lífðarmálin. Hún stofnaði SOS barnaþorp- in á Íslandi og byggði upp af mikilli elju og dugnaði. Hún sinnti SOS af einstökum áhuga og alúð allt frá stofnun til dauð- dags. Einkasonurinn Glúmur var henni einstaklega kær og móð- urstoltið leyndi sér ekki. Hún varð einlæglega glöð þegar Glúmur giftist Stephanie og barnabörnin Max og Sara fædd- ust. Við vottum þeim okkar inni- legustu samúð. Nú kveðjum við góða vinkonu, ferðafélaga og samferðakonu til 30 ára og þökkum samfylgdina. Anna Sveinsdóttir, Auður Halldórsdóttir, Birna Halldórsdóttir, Hanna Helgadóttir, Marta Hildur Richter. Ulla Magnússon Sigurlaug mín. Þegar ég sest niður til að setja nokkrar línur á blað um þig er mér efst í huga dugnaðurinn í þér þegar þú varst að fara með strætó í hvernig veðri sem var á veturna, oft til að hjálpa einhverjum af fólkinu þínu með saumaskap og fleira. Þú komst oft til mín eftir að þú fluttir suður. Og meðan þið Skarpi bjugguð fyrir norðan komuð þið í heimsókn á sumrin þegar þið voruð í bænum. Ég minnist líka allra ferðanna sem við fórum til Kanaríeyja sem voru mjög skemmtilegar hjá okkur. Ég man að einu sinni tókum Sigurlaug Jóhannsdóttir ✝ Sigurlaug Jó-hannsdóttir fæddist 29. janúar 1927. Hún lést 30. apríl 2016. Sigurlaug var jarðsungin 17. maí 2016. við okkur til og bökuðum pönnu- kökur og gáfum þeim sem voru að sóla sig við sund- laugina hjá okkur á Kanarí, það gerði mikla lukku. Við fórum líka í ferðir með Bænda- ferðum og svo í húsmæðra- orlofsferðir þrisvar sinnum. Síðasta ferðin okkar saman var til Finnlands, sem var mjög skemmtileg ferð. Ég þakka allar stundirnar sem við sátum hérna hjá mér á Sævanginum og spjölluðum saman; ég, þú og Skarpi. Blessuð sé minning þín. Ég vil votta öllum börnunum þínum og allri fjölskyldunni dýpstu samúð Ljúf er hvíld að loknum degi, langur vegur genginn er, inn í landið ljóss og friðar lífsins englar fylgja þér. Rebekka. Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, ÞÓRÐUR VAGNSSON frá Bolungarvík, sem lést fimmtudaginn 19. maí, verður jarðsunginn frá Lindakirkju, Kópavogi, föstudaginn 3. júní klukkan 16. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning í nafni eiginkonu hans: 0515-14-408968, kt. 200165-2259. . Eleanor M. Vagnsson, Katrín Erlinda Þórðardóttir, Atli Ben Þórðarson, Birna Hjaltalín Pálsdóttir, Erlinda, Jocelyn, Danilo og Noel Manguilimotan og fjölskyldur, Soffía, Hrólfur, Margrét, Pálína og Haukur Vagnsbörn og fjölskyldur. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSA SIGURJÓNSDÓTTIR, Austurströnd 14, Seltjarnarnesi, lést á Vífilsstöðum 26. maí. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 6. júní klukkan 11. . Axel Nikolaison Kristjana Axelsdóttir Jón Gunnar Axelsson Sigurlaug Gunnarsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍNBORG JÓNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. maí. Jarðsungið verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 4. júní klukkan 11. . Jón K. Bragason Linda M. Njarðardóttir Hafþór Bragason Ásta Rögnvaldsdóttir Bjarki Bragason Sólrún Bragadóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN VALGERÐUR ELLERTSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 28. maí. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 13. . Ellert Vigfússon, Jóhanna Sigríður Njálsdóttir, Elín Vigfúsdóttir, Hinrik Morthens, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA ÞÓRARINSDÓTTIR frá Þykkvabæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, aðfaranótt þriðjudagsins 31. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Einar Bjarnason Þórarinn Bjarnason Helga Jónsdóttir Arnar Bjarnason Anna María Pétursdóttir Halldóra Eyrún Bjarnadóttir Orri Guðjohnsen barnabörn og barnabarnabörn Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.