Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 2016 ✝ Einar Laxnesscand. mag., sagnfræðingur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1931. Hann lést á heimili sínu 23. maí 2016. Foreldrar hans voru Ingibjörg Ein- arsdóttir, skrifstofumaður og leikkona, f. 3. maí 1908 í Reykjavík, d. 22. janúar 1994, og Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur, f. 23 apríl 1902 í Reykjavík, d. 8. febrúar 1998. Hálfsystur samfeðra: María, f. 10. apríl 1923, d. 19. mars 2016, Sigríður, f. 26. maí 1951, og Guðný, f. 23. janúar 1954. Einar kvæntist Elsu Jónu Theódórsdóttur, f. 20. nóv- ember 1929, fóstru þann 16. desember 1960. Börn þeirra: 1) Sigríður, f. 13. mars 1958, maki Paolo Turchi. Börn: Ingibjörg Elsa og Jóhann. 2) Halldór, f. 18. september 1959, maki Krist- in Mckirdy. Börn: Stefán Einar og Daníel Ronald. 3) Margrét, f. 29. desember 1961, maki Þór- mundur Bergsson. Börn: Berg- ur, Einar og Ólöf Helga. 4) Ein- vörður í Þjóðskjalasafni Íslands 1993-2001. Hann var í Stúd- entaráði HÍ 1953-1954, í stjórn Sögufélags 1961-1988, þar af sem forseti 1978-1988, ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, 1973-1978 og í stjórn Hins ís- lenska þjóðvinafélags 1967- 1988. Menntamálaráði Íslands 1953-1956, formaður 1979-1983. Í úthlutunarnefnd listamanna- launa 1964-1971. Prófdómari í sagnfræði við HÍ frá 1975. Eftir Einar liggja fjölmörg ritverk, greinar og ritgerðir, á sviði sagnfræði. Meðal helstu verka hans: Jón Guðmundsson, alþing- ismaður og ritstjóri, 1960. Ís- landssaga I.-II. í ritröðinni Al- fræði Menningarsjóðs, 1. bindi 1974 og 2. bindi 1977. Jón Sig- urðsson forseti, 1811-1879, 1979. Bessastaðir, í Landið þitt Ísland – Lykilbók, 1985. Íslands- saga a-ö, I-III, 1995, 2015. Saga og minni, safn ritgerða, 2001. Bréf til Jóns Sigurðssonar for- seta 1855-1975, 2007. Íslands- saga a-ö, I-III, 1995. Endurbætt útgáfa ásamt Pétri Hrafni Árnasyni, 2015. Annaðist hann hönnun Safns Jóns Sigurðsson- ar á Hrafnseyri, ásamt Stein- þóri Sigurðssyni listmálara, 1980. Útför Einars fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 2. júní 2016, klukkan 15. ar, f. 9. ágúst 1965, maki Steinunn Helga Agnars- dóttir. Börn: Guð- björg Helga og Margrét Elsa. Synir Elsu af fyrra hjónabandi: 1) Hjalti Garðar Lúðvíksson, f. 23. janúar 1951, maki Ólafía Jóna Eiríks- dóttir. Börn: Nína Kristbjörg, Hugrún Elfa og Val- dís Eva. 2) Theódór Lúðvíksson, f. 23. janúar 1952, maki Elísabet Jóhannsdóttir. Börn: Lilja Huld, Elsa, Anna Freyja og Þóra Mar- grét. Einar ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951, lauk cand. mag.-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1959 og stund- aði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla 1961. Hann var skrifstofumaður hjá Sláturfélagi Suðurlands 1957-1960, kennari í Gagn- fræðaskólanum við Lindargötu 1961-1966 og kennari í Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1966- 1987, framkvæmdastjóri Menn- ingarsjóðs 1987-1992 og skjala- Tengdafaðir minn, Einar Lax- ness, er allur. Hann fékk að lifa líf- inu alla leið. Við tókum smá aríu um pólitík, forsetakosningar og túrista á sunnudegi og svo var hann látinn um kvöldið. Hann hefði alveg örugglega viljað hafa þetta svona. Engar spítalalegur og læknapot. Því er ég sáttur fyrir hans hönd. Einar var vinstrimaður með stóru vaffi. Þetta lærði ég strax fyrsta daginn sem mér var boðið í lambalæri í Stóragerðið. Ég hafði ákveðið að heilla karlinn og nýtti mér sambönd í þekktu skipafyr- irtæki til að smygla inn bjór. Mætti brosandi með sixpakk og taldi nokkuð tryggt að hann myndi taka mér fagnandi. Áttaði mig ekki á að ég var með amer- ískan Budweiser! Mistök. Einar þáði að sjálfsögðu einn kaldan og ég lét renna í glasið. Honum líkaði bara þokkalega þar til kom að því að láta renna aftur í glasið og hann tók eftir Budweiser-merkinu. Fékk sér sopa og sagði: „Þetta er óttalegt piss.“ Eftir þetta urðum við perluvinir svo aldrei bar nokk- urn skugga á. Einar var algjör alfræðibók um Ísland og Íslendinga. Einstaklega minnugur fram til þess síðasta. Þekkti alla (að mér fannst) og gat rakið ættir og tengsl manna og kvenna út um allt. Hann hafði ferðast um landið með vinum sín- um og drukkið kaffi á hverjum bæ og drukkið í sig þekkingu í leið- inni. Sagnfræðingur með stóru essi. Það voru oft dásamleg kvöld í Stóragerðinu þegar rætt var um menn og málefni og Einar tengdi allt saman sem sagt var. Hann hafði annan kost. Hann var duglegur við barnabörnin. Hafði sannan áhuga á öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Spilaði, spjallaði og vildi vita deili á vinum þeirra og helst hverra manna þeir voru. Hann var áhugamaður um fólk og sögu, án takmarkana. Ég mun sakna tengdó, það er klárt. Hann er vonandi kominn á stað þar sem boðið er upp á rjóma- tertur, gott kaffi og jólaköku. Það líkaði Einari alltaf. Þórmundur Bergsson. Ótrúlegt er að hugsa til þess að afi sé dáinn, en hann hefur verið órjúfandi hluti af lífi okkar síðan við fæddumst. Við barnabörnin og frændsystkinin minnumst afa okkar bara á góðan máta. Það var alltaf þægilegt að vera í návist hans og var hann mjög góðlátur, þolinmóður og fyndinn. Heima hjá ömmu og afa í Stóragerði var okk- ar annað heimili í æsku hvaðan úr heiminum sem við vorum að koma og í raun langt fram eftir aldri og fann maður alltaf fyrir því að við barnabörnin vorum í forgangi. Afi þreyttist aldrei á að spila við okkur, kenna okkur að tefla, glensa og taka í bóndabeygju. Honum var mikið í mun að við hlytum gott menningarlegt upp- eldi og byrjaði snemma að lesa fyrir okkur þjóðsögur Jóns Árna- sonar og kynna okkur ungum Charlie Chaplin, sem við horfðum á aftur og aftur. Við hvert tæki- færi sem gafst gaf hann okkur sí- gildar bókmenntir að gjöf. Afi vissi margt um hina ólíklegustu hluti, hafði gaman af því að spjalla við okkur á jafningjagrundvelli, sama á hvaða aldri við vorum, og var alltaf reiðubúinn að fræða okkur um allt milli himins og jarð- ar. Einnig hefur starfsvettvangur hans eflaust haft áhrif á val á námi hjá nokkrum okkar. Þær voru ófáar skemmtilegar sumarbústaðaferðirnar í Brekku- skóg. Á leið út úr bænum fræddi afi okkur um hin ýmsu kennileiti og þegar á staðinn var komið vor- um við drifin út í göngutúra til að njóta alls sem landið hafði upp á að bjóða. Afi var alltaf geysilega stoltur af öllum áföngum okkar í lífinu, stórum sem smáum, afmælum og útskriftum, og gerði ekki mun hvort sem það var 17 ára eða tví- tugsafmæli. Hann hafði mikinn áhuga á öllu því sem gerðist í lífi okkar, ferðum til útlanda, leik og starfi. Afa fannst mjög gaman að koma á hina ýmsu viðburði sem tengdust því sem við lögðum og leggjum enn stund á, svo sem tón- leika, fótboltamót og ýmislegt í þeim dúr. Hann tók alltaf mikið af ljósmyndum af fjölskyldunni fram á síðustu stund og alltaf er gaman að fletta í gegnum myndaalbúmin og rifja upp gamlar minningar. Þrátt fyrir háan aldur hans nutu yngstu barnabörnin, sem eru 13 og 14 ára, sama viðmóts og vænt- umþykju og við sem eldri erum. Afi átti marga vini og var mjög frændrækinn og hefur kennt manni mikilvægi þess að rækta og halda sambandi við vini og fjöl- skyldu. Við minnumst afa með miklum söknuði og erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við nutum í nær- veru hans. Hvíli hann í friði. Ingibjörg Elsa, Bergur, Stefán, Jóhann, Einar, Daní- el, Guðbjörg Helga, Margrét Elsa og Ólöf Helga. Hún er skýr myndin í huga mér þegar ég dinglaði á hettunni á úlp- unni minni í stillansinum við Stóragerði 29, þá á fjórða ári. Það hefði trúlega orðið afdrifarík lend- ing ef ég hefði fallið í kjallara- tröppurnar rúmlega mannhæð neðar. Fjarlægðin þaðan sem ég horfði niður var ógnarlöng. Við vinirnir, ég og Halldór sonur Ein- ars Laxness, höfðum hafið tilraun- ir okkar í lífsleiknum. Þær urðu fleiri síðar. Talsvert var tekist á í orði og stundum á borði en upp úr krafsinu höfðum við einhvern þroska, mikla skemmtun og ævar- andi vináttu. Einar kom til bjargar í stillansaævintýrinu. Í æskuminn- ingunni var Einar Laxness ein- hvern veginn alltaf til staðar. Fræðimaðurinn og kennarinn sem átti sitt konungsríki í skoti í stofu- horninu þar sem hann sinnti sín- um fræðistörfum auk þess að fara yfir stíla og verkefni menntskæl- inga. Einar talaði alltaf við okkur börnin eins og fullorðið fólk. Hann gerði ráð fyrir að fólk á öllum aldri hagaði sér af skynsemi en gerði heldur ekki neina rellu þótt við værum með galsa og strákskap; færi hann ekki fram úr hófi. Síðar velti ég fyrir mér hvernig hann hafi getað einbeitt sér að verkum sínum í þessu opna rými, með börnin sín fjögur á svipuðum aldri og gjarnan herskara af gestum úr hverfinu. Framan af var okkur reyndar gjarnan smalað út. Það var almennt ætlast til þess á þess- um tíma að börn léku sér úti við; enda umhverfið allt hið vænsta til leikja af öllu tagi þar sem við vor- um frumbyggjar í Gerðunum á jaðri höfuðborgarinnar og ævin- týrin voru á hverju strái. Á unglingsárunum var gjarnan fjölmennt í „Herberginu“. Her- bergið var forstofuherbergið í Stóragerðinu þar sem Halldór átti sinn stað – sitt konungsríki. Það bar reyndar keim af því að vera fremur félagsmiðstöð en svefn- herbergi á þessum árum og ósjaldan samankomnir þar á ann- an tug unglinga. Umburðarlyndi Einars og Elsu var með ólíkindum en þau sögðu mér síðar að þau hefðu frekar viljað hafa ungling- inn heima með vini sína en hang- andi í sjoppum eins og þá var al- gengt að unglingar gerðu. Heimili Einars og hans ein- stöku eiginkonu Elsu stóð mér op- ið frá fyrstu kynnum okkar Hall- dórs. Þeir voru ekki margir dagarnir á æskuárunum, og allt til þess tíma sem Halldór hleypti heimdraganum, að ég kæmi ekki við í Stóragerðinu, þar sem mér mætti aldrei annað en hlýja og góðsemi. Einar hafði lifandi áhuga á samfélaginu og þessi áhugi náði einnig til persónulegra haga þeirra sem hann þekkti til. Hann sýndi mér og fjölskyldu minni um- hyggjusemi og áhuga alla tíð og ekki langt er síðan okkar góði ná- granni spurði um fjölskylduna, strákana og störf okkar þegar ég rakst á hann í Stóragerðinu. Ég kveð Einar Laxness með þakklæti og virðingu. Ég færi fjöl- skyldunni, sem hann mat svo mik- ils, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sérstakar kveðjur færi ég Elsu, en henni fæ ég seint fullþakkað fyrir kærleiksríkt viðmót á mik- ilvægum mótunar- og þroskaár- um. Bogi Þór Siguroddsson. Einar Laxness var tryggur vin- ur vina sinna. Hann var sonur hjónanna Halldórs Kiljans Lax- ness rithöfundar og Ingibjargar Einarsdóttur, en þegar hann var átta ára slitnaði upp úr hjónabandi foreldranna. Þaðan í frá ólst hann upp hjá móður sinni á heimili for- eldra hennar, Einars Arnórssonar lagaprófessors, hæstaréttardóm- ara og ráðherra, og konu hans, Sigríðar Þorláksdóttur, sem bjuggu á Laufásvegi 25 í Reykja- vík. Leiðir okkar Einars Laxness lágu fyrst saman í Félagi róttækra stúdenta við háskólann haustið 1953. Þá þegar vorum við báðir ut- an allra trúarsafnaða en í fámenn- um hópi nánustu félaga okkar voru tveir guðfræðinemar, Baldur Vilhelmsson og Sigurjón Einars- son. Enginn okkar átti þá bíl en Einar fékk stundum lánaðan blá- an Willys-jeppa föður síns og fór- um við ýmsar ferðir á honum. Haustið 1954 fórum við Einar, tveir einir, vestur í Reykhólasveit og komum þá að Stað á Reykja- nesi. Þar hafði langalangafi hans, Ólafur E. Johnsen, lengi verið prestur á 19. öld, kunnur þjóð- fundarmaður. Á Stað misstu þau hjónin séra Ólafur og kona hans, Sigríður Þorláksdóttir, sex börn úr barnaveiki á einum mánuði, 1852. Við legstað þessara barna í Staðarkirkjugarði stóðum við Einar, rétt liðlega 100 árum síðar, tveir ungir menn og lítt reyndir. Það var svalur haustdagur, far á skýjum en sólblik á bárum Breiða- fjarðar. Stundin eftirminnileg. Átta árum síðar fórum við Ein- ar, Baldur og Sigurjón í yfirreið um Húnaþing og Skagafjörð og knúðum dyra hjá prestum, séra Róbert Jack á Tjörn, séra Pétri Ingjaldssyni á Höskuldsstöðum og séra Finnboga Lassen, einbúa í Hvammi í Laxárdal. Hæst þeirra allra trónir í endurminningunni séra Sigurður Norland í Hindis- vík, gamall hagmæltur latínugr- áni, fæddur 1885. Sumardag einn um 1970 geng- um við Einar frá Þorljótsstöðum í Vesturdal í Skagafirði fram að Hraunþúfuklaustri, þeim dular- fulla stað, en sagt var að þar hafi á 17. öld fundist klukka, sem á var letrað: „Vox mea est bamba, poss- um depellere Satan.“ Með okkur voru þá Ragnar Arnalds, vinur okkar, og Halldór ungi, sonur Ein- ars, sem var okkar sprækastur. Við lögðum af stað undir kvöld og komum til baka um óttubil. Það var alltaf gott að vera í ná- vist Einars. Hann var hlýr og skemmtilegur félagi, fróður og minnugur og gefinn fyrir líflegar samræður. Oftast var hann glaður í bragði en átti til að reiðast ef honum var misboðið með orðum eða gerðum. Hann var félagslyndur en ekki framagjarn. Í stjórnmálum var hann sósíaldemókrat, nokkuð vinstrisinnaður, staðfastur flokks- maður í sex áratugi, fyrst í Sósíal- istaflokknum, svo í Alþýðubanda- laginu og á efri árum hjá Vinstri grænum. Á staupaþingum fyrri tíðar og stopulum gleðifundum okkar efri daga var Einar jafnan sá sem best kunni að gæta hófs. „Sverrir skandalíserar aldrei“, var sagt um annan mætan sagnfræðing. Hið sama mátti segja um Einar. Hryggur í huga þakka ég nú langa og góða samfylgd. Ekkju Einars, Elsu Theódórsdóttur, og börnum þeirra óska ég velfarnað- ar á ævibrautinni og þakka hin gömlu kynni. Kjartan Ólafsson. Einar vinur minn Laxness var mikill úrvals maður. Hann var greindur maður og skemmtilegur, fróður og skrafhreifinn. Við kynntumst í Þjóðskjalasafni Ís- lands. Þá var hann kominn á eft- irlaun en hafði starfsaðstöðu í safninu. Og ég sjálfur var að hefja störf við safnið. Við fyrstu kynni tók Einar mig í yfirheyrslu sem hann fylgdi síðar eftir með styttri og snarpari yf- irheyrslum á kaffistofunni. Aðal- lega snerust spurningar Einars um nám mitt og áhugasvið, bak- grunn og þekkingu. Einar var jú gamall og þrautreyndur prófdóm- ari, vel metinn og virtur sem slík- ur. Í framhaldi þessara prófrauna minna urðum við Einar góðir kunningjar og fljótlega tókst með okkur vinskapur. Mér þótti gam- an að spjalla við Einar. Hann kunni frá mörgu forvitnilegu að segja af vettvangi íslenskra fræða, fornu og nýju. Og einnig var hann örlátur á að miðla af persónulegri reynslu sinni. Einar hélt alltaf mikilli tryggð við safnið eftir að hann lét af störf- um, kom reglulega við, ræddi mál- in og spurði frétta. Mér þótti alltaf vænt um þegar hann spurði eftir mér. Þá drukkum við kaffi og krufum fræðin og þjóðlífið. Einar Laxness var frábær mað- ur sem lærdómsríkt var að kynn- ast. Hann var heiðarlegur, rétt- sýnn og laus við alla tilgerð. Og alltaf þótti mér gaman að hitta hann. Við Einar hittumst í safninu hinsta sinni þann 27. apríl síðast- liðinn. Við kvöddumst með þéttu handabandi. Ekki grunaði mig í þeirri svipan að komin væri kveðjustund. Einar Laxness verður lengi í minnum hafður. Gunnar Örn Hannesson. Ljúfir haustdagar árið 1951. Ég var þá að hefja háskólanám og í undirbúningi Stúdentaráðs- kosninganna þetta haust bar fund- um okkar Einars Laxness saman í fyrsta sinn. Þau kynni urðu upp- hafið að vináttu okkar í sextíu og fimm ár, eða allt til þess morguns að Einar sonur hans færði mér þau döpru tíðindi að faðir hans væri fallinn. Þegar ég nú, árið 2016, hugsa um þessa vináttudaga er margs að minnast. Og margar myndir birt- ast á hugarskjánum. Ég minnist heimsókna þeirra hjóna, Einars og Elsu, til okkar Jónu að Kirkjubæjarklaustri, en koma þeirra var nánast árviss í þau 35 ár sem við bjuggum á Klaustri. Þær heimsóknir voru gleðigjafar og tilhlökkunarefni og brutu niður einangrunarmúrinn sem okkur fannst stundum, eink- um á fyrstu búsetuárum okkar þar eystra, að væri hlaðinn upp á milli fjölskyldna okkar og vina syðra. Þá voru vegir líka oft vond- ir og veður válynd en öftruðu samt ekki för. Einar var einstaklega raungóð- ur vinur hvort heldur var heima eða að heiman. Ég minnist ferð- anna sem við fórum um byggðir landsins, hvort heldur þær voru undir hamrastáli Vestfjarða eða um Strandabyggðir eða sveitir Norðurlands. Þær lyftu okkur upp yfir stund og stað og stíga nú fram úr hugarfylgsnum. Þá stýrði hann fararskjóta sín- um og lagði á ráð. Og einatt voru fleiri vinir með í för, svo sem séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði og Kjartan Ólafsson, annar eða báðir. Og margar góðar stundir áttum við á heimili þeirra Einars og Elsu og þar ríkti alltaf sumar í bæ og góðir félagar voru glaðir og reifir. Kæri fallni vinur, tómarúmið að þér gengnum verður aldrei fyllt. En minningin um góðan dreng heldur áfram að hlýja um hjarta- rætur. Vertu kært kvaddur. Hjartans samúðarkveðjur til Elsu og fjölskyldu ykkar. Sigurjón Einarsson. Margt kemur upp í hugann við fráfall Einars Laxness og allar minningar góðar um þann heið- ursmann. Hann var kennari minn í menntaskóla og síðar samstarfs- maður, en best þekkti ég hann sem pabba vina minna Halla og Möggu. Sem slíkur þurfti hann oft að umbera stóran vinahóp í sínu húsi og ekki alltaf hljóðlátan; heimili hans var á tímabili eins og umferðarmiðstöð og forstofuher- bergi Halldórs smekkfullt af menntskælingum. Þetta fól í sér að Einar þurfti að þola alls konar misjafnlega gáfulegt tal um listir og pólitík, og tók því, eftir á að hyggja, af óvenjulegum skilningi og jafnaðargeði. Hann hafði gam- an af því að þýfga okkur um skoð- anir, hlustaði á sjónarmið okkar og var á ýmsan hátt opnari fyrir nýjum straumum en margur af hans kynslóð. Einar gat verið mjög skemmti- legur og fyndinn þegar sá gállinn var á honum, var annars fastmót- aður í kennsluháttum, „það er það“ sem honum varð oft að orði í sögutímum breyttist í „det er det“ í dönskutímunum; hann harð- bannaði „tyggjójórtur“ í tímum og mig minnir að hann hafi jafnvel heimtað að fá að sjá glósubækur okkar. Á tímabili skrifuðum við hjá okkur ýmis gullkorn sem hann lét falla í tímum, til að mynda þeg- ar hann staðnæmdist skyndilega upp við töfluna í miðjum örlagaat- burði mannkynssögunnar og sagði stundarhátt: „Það er sama hvort maður er kommúnisti eða kapítalisti, það er alltaf troðið á manni!“ Halldór sonur hans naut þeirra forréttinda sem ungur piltur að fá að ferðast með föður sínum og hans vinum, Kjartani Ólafssyni og klerkunum Sigurjóni Einarssyni og Baldri Vilhelmssyni, í þeirra árvissu sumarferðum um landið og má nærri geta hvílíkur háskóli það var ungum manni. Halldór miðlaði síðan sögum og upplifun- um úr þessum ferðalögum til okk- ar vina hans með slíkum tilþrifum að þegar Baldur Vil birtist í heim- sókn í Stóragerðinu hringdi Hall- dór og við komum hlaupandi að bragði, sátum síðan opinmynntir og andaktugir og horfðum á hinn mikla sjónleik. Aldrei amaðist Einar við nærveru okkar eða fann að, öðru nær. Miklu heldur var eins og hann skildi mætavel for- vitni ungra manna – og líkaði vel. Alltaf tók Einar manni fagn- andi þegar leiðir lágu saman á seinni árum og ávallt var gaman að spjalla við hann. Að leiðarlok- um sendi ég frú Elsu og börnun- um, Siggu, Halla, Möggu og Ein- ari júníor, og öllu þeirra fólki hugheilar samúðarkveðjur. Páll Valsson. Fáeinum orðum vil ég minnast höfðingsmannsins Einars Lax- ness. Andlát hans kom sem óvænt frétt, að minnsta kosti manni eins og mér sem ekki var í reglubundn- um, hvað þá daglegum samskipt- um við hann. En alltaf af og til lágu leiðir okkar saman og hafa gert um langt árabil, oftast tengt pólitískum fundarhöldum, sam- komum eða atburðum. Og alltaf var jafn gaman að hitta Einar. Hann hafði einstaklega ljúfa nær- veru og brosið sem oftast lýsti upp stórskorið andlitið er mér greypt í minni. Einar Laxness var staðfastur vinstri maður og traustur að eiga að. Því kynntist ég vel. Bæði per- sónulega þegar hann hvatti mig og studdi þó gæfi á bátinn og kom því á framfæri á sinn hægláta hátt. Hið sama hef ég heyrt frá öðrum sem urðu vitni að pólitískum orða- skiptum þar sem Einar varði og studdi sinn mann og sinn flokk. Um hið merka ævistarf Einars eru aðrir mér fremri að fjalla. Ég kynntist f.o.f. yfirgripsmikilli þekkingu hans þegar sagnfræði, þjóðlegan fróðleik eða þvíumlíkt Einar Laxness

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.