Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 3

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 3
o Höfundur og útgefandi: Steindór Sigurðsson FORSPJ ALLSORÐ ?ESS geng ég ekki dulinn, að margir lesendur hins „Opna bréfs" míns hafi nú um nokk- urt skeið verið farnir að líta á útkomu þessa rits og öll skrif þar um sem hjaðnaða bólu eða reykský, sem angurgapaleg augnabliks- gremja hefði þyrlað upp eina stund. Þetta var mér orðið ljóst strax síð- astliðið vor — enda mjög eðlileg álvkt- un fyrir alla óviðkomandi og málum ókunna, — þar sem útkoma þessa rits hefur dregizt svo mjög í hömlur, sem orðið er. Og því var það sem ég, all- löngu fyrr en ég hafði haft f huga, hófst handa um útgáfu 1. tbl. „Hels- ingja", þessa litla málgagns m’ins, sem ég gerði mér vonir um og gcri enn, að mér einhvern tima megi auðnast að gera að hálfsmánaðar- eða mánaðar- blaði. En með greinargerð þeirri, er er þetta eina tbl. flutti um þessi mfn málefni, tel ég mig hafa gefið nokkurn veginn fullnaígjandi skýringar á þess- ari töf, fram að þeim tíma — þeim mörgu góðhyggjendum, sem svarað höfðu ákalli mínu í fyrrahaust (1944) með því að gera boð eftir þessu riti, sem nú gengur loks fram fyrir dóm- garða þjóðarinnar. Eg tel mig nú ekki þurfa að endur- taka þá greinaiigerð og þær skýringar nema að litlu leyti, því f fyrsta lagi sendi ég öllum áskrifendum þessa rits míns blaðið þegar það kom út, — en aðrir þeir, sem ekki hafa séð það, geta auðveldlega náð til þess, þar sem all- stóru upplagi var dreift út til sölu víðsvegar um land allt og mun einnig verða fáanlegt hjá öllum útsölumönn- um, styrkjendum þessa rits m'íns. En þeim hóp af samfélagslega rétt hugsandi fólki og velunnurum hins á- kallandi einstaklings, — þeim verð ég ftð segja með nokkrum sárhuga og biðja velvirðingar á, að mjög verður nú rit þetta rislægra og rýrara að allri stærð og búnaði, þá loks það kemur, en ýmsar þær glæsivonir áætluðu, sem ég f góðri trú gerði mér og lét f ljósi bæði í hinni fjölrituðu orðsendingu minni til þeirra í fyrravetur (um ára- mótin 1944—45) og í fyrrnefndu blaði sl. sumar. En þar í greinargerð minni var þá nokkuð sagt frá, hversu fjárhagur og fjárhagsvonir þessa rits stæðu og mundu standa að öllu óbreyttu þegar til útkomudags kæmi, með tilliti til þeirrar fyrirhuguðu sjóðstofnunar sem við ritið skyldi tengd. Og eins og lesendur blaðsins kann-

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.