Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 20

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 20
18 EINN HELSINGI flutt það með sér í skörðin. — Eru þar á meðal forsagan og aðdragandi allur að stofnun „bókasafnsritsins" og saga þess síðan og starfssaga „félags- deildarinnar" hérna, sem.svo ólánlega tókst fyrir mér, að láta, — eða fá til að — lána nafn sitt sem útgefanda að því riti. — Einnig erindin tvö og margnefndir bréfkaflar, sem ég hrip- aði niður þá, til fyrverandi formanns og meðstjórnanda við stofnun ritsins og ætlaði til birtingar, einkum ef að frá honum kæmu „prívat" eða opin- berlega einhverjar fyrirspurnir eða andsvör í sambandi við það í „Opnu bréfi", sem hann snerti. — Þá og ýmislegt frá hinu dimma hausti og þeim langa vetri, sem hófst 12. nóv. T943 og varaði þar til i nóvember næsta ár, þegar mér fóru að berast svörin við ákalli mínu. Og þar á meðal sú eina greinargerð, sem mér virðist að mér beri enn skylda til að nefna nokkrum orðum. En það er sú hlið málsins, sem veit að meðsjúkling- um mínum í heild, þennan vetur. — í „Opnu bréfi", og þó sérstaklega í erindunum tveimur, beindi ég hinum brjóstsáru ásökunum mínum að þeim öllum sem heild, þó engum væri ljósara en mér, og enginn fyndi betur, né væri látinn finna, að þar skipti mjög i tvö horn, — og raunar fleiri, um afstöðu þeirra og viðhorf öll til mín og þessara mála. Og það svo, að ég held mér nærri óhætt að fullyrða, að ef ég nokkurntíma á því tímabili hefði rofið þögn mína og kæruleysis- legt afskiftaleysi yfirborðsins til þess- ara mála, — þá hefði mér veizt sæmi- lega auðvelt að skapa átök, úlfúð og jafnvel deilur þar um, innan þessa litla samfélags míns. Eg tek sem dæmi, að svo að segja engir vissu (nema þá sárfáar undan- tekningar) um, að féið (væntanleg- ar tekjur ritsins) væri tryggt, er á þyrfti að halda, né neitt um símatil- kynningar Ragnars E. Jónssonar þar um til yfirlæknis, á ð u r en ég lagði af stað úr Reykjavik. — Og ég vissi það, að svo nær engir eða fæstir vissu það, — og fyrir þá, sem nokkuð geta skilið í sálarlífi sárhuga meðbræðra sinna, ætti það að vera auðskilið mál, að é g fór ekki að ganga um meðal manna og þylja það yfir þeim einum og einum eða í smáhópum, enda hefði slíkt þá krafist skýringar á því, hvers- vegna það hefði ekki verið tilkynnt um haustið — kannske félagsfundar- boðun o .fl. o. fl., sem hvorki var mitt, eða á mínu valdi að standa fyrir, — og sem spursmál var líka, hvort ekki hefði haft illt eitt í för með sér eftir að á leið, — deilur og ósamþykkju, — kannske óréttlátar eða óathugaðar ádeilur og aðdróttanir manna á milli, — sem sagt sundrung í okkar litla sam- félagi. — Og sjálfur var ég búinn eftir heimkomuna að haga mér þann veg, á ýmsan hátt, sem síst hafði verið til að styrkja borgaralega tiltrú til mín, — einkum eftir að mér var ljóst, hvar fyrirfram var búið að s t a ð setja mig innan þessa nýja samfélags míns. Og nokkuð af þeirri hegðun minni, eins og öhæfileg og ósæmandi kæruleysis- leg eyðsla, — fjáraustur, frammi fyrir allra augum, sem ég á engann hátt- hafði nokkur ráð á, og varð að neyta allra bragða, út á við, til að geta staðizt, og sem ég tæpast ber barr mitt eftir enn,-----var kannske, — og v a r gert vitandi vits, fyrst og fremst til að knýja fram einmitt það, sem ég óttaðist, og kveið þó fyrir — það sem mér fannst þó mundi verða eins og banvæn eiturstunga í allt tilfinningalíf mitt, — það er að segja, til að knýja fram opna árás — ódulda ásökun, — knýja það fram, að hanzkanum yrði varpað í andlit mér, svo allur hinn æpandi sársauki, og öll sú tryllta en

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.