Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 6
4
EINN HELSINGI
yfirflacða tæra lind sjálfstæðra skynj-
ana og stöðva alla vaxtarmöguleika
andlegs þroska einstaklingseðlis síns; —
hinn voðalega aldeyðudóm, sem hver
og einn fellir yfir verandi sinni, með
því að láta hið tónlausa, vitfirringslega
halilújaöskur þessa þúsund höfða
skrímslis algerlega dauðsefja eigin
hugheitingu og einstaklingsvitund.
En það var þetta, sem ég hafði ætlað
mér að reyna að draga fram í þessu
eina dæmi af mörgum frá persónulegri
reynslu. Sýna með því og sanna, svo
langt sem það næði, að það er einmitt
þessi óhugnanlegi veruleiki, sem stefn-
ir með allt lifandi, mannlegs eðlis á
fleygiferð til helvítis, — eða út í al-
deyðu, og voru þó hinir æðandi tröll-
sjóar heildarsefjana og múgvitfirring-
ar ekki búnir að eignast þá slíka
möguleika, sem siðar hafa fram komið
til öreyðingar þessari mannkynssköp-
unartilraun, — atomsprengjuna, kjarn-
orkusundrunina, möguleikann til upp-
lausnar á efnisheiminum og í raun
réttri fullnaðar afsönnun allrar til-
veru hans og alls þess, sem hugtakið
„efni“ hefur náð yfir.
Skal svo forspjallsorðum mínum lok-
ið, enda hafa þau þegar tekið of mikið
rúm, þar sem of þröngt var fyrir.
Eg hefi og reynt til að láta efni rits-
ins 'tala Sínu máli það sem það nær.
Kristneshæli, í marzmánuði 1946.
Steindór Sigurðsson.
-----------<—<♦>!<♦>—*----------■—
Hví byrja mennirnir út í ómæli hugtakaleysisins í leit að uppruna
eðlisins? Þeir hafa upphafið i sjálfum sér.
Mennirnir eru fáir, sem reyna að kynnast upphafinu. Langflestir
stinga sér strax á kaf ofan í botnlaus ómælisdjúpin til að leita að
endinum.
Ekkert getur frelsað manninn nema maðurinn sjálfur.
Leit sína að upphafi og endis alls getur maðurinn hvergi fundið
nema i sjálfum sér og meðal samferðamannanna. í þeim kynnist hann
sjálfum sér bezt — en sjálfum sér í þeim. En þegar hann er kominn
nokkuð áleiðis í þeirri leit, má vera að birtist ný viðhorf.
Það er betra að hugsa rétt en hugsa mikið. Það er betra að hugsa
af nákvæmni um hið smáa, en að hugsa um allt í einu á yfirborði
þess stóra.
Ein mauraþúfa í landareigninni kennir manninum meira um jörð-
ina og jarðlífið og alla þróun þessarar tilveru en skyndiferð um-
hverfis hnöttinn.
Llfsskilyrði er að sjá ávallt það broslega i hverju erfiðu augnabliki
og í aðdraganda og orsökum hvers sársauka.