Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 21

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 21
 EINN HELSINGI 19 mótsagnafyllta ólga, sem inni fyrir bjó, gæti brotizt út í öskri, — öskri hins launsærða villidýrs, sem stekkur svo fram aðeins til að berjast og drepa, drepa hvað sem fyrir verður. En ekkert skeði, og tíminn leið. — Öskrið brauzt út, en þá var dýrið orðið svo langkvalið og helsært, að það varð ekki bardagaöskur, heldur neyðarvein um hjálp — um samúð, — um loft, svo það kafnaði ekki í angist sinni. En hér verður nú ekki rætt frekar um þessa liðnu hugbaráttu eins ein- staks, sárfætts og einmana förumanns um brennd og sviðin lönd síns eigin lífs. En ég ftreka það, að mér var ljóst, að hugur fólksins og viðhorf í þessu samfélagi mínu, gagnvart mér og þess- um málum, voru bæði margvísleg ig andstæð, og ókunnugleiki cg mín eigin þögn gerði líka sitt til að villa alla yfirsýn, ekki sízt þar sem margt þess — líklega fullur helmingur — hafði. bæzt í hópinn eftir að til þessa starfs og þessara mála allra var stofnað, — en ýmsir aðstandendur þess og áhorf- endur cg samferðamenn við upptök þess, dánir eða deyjandi, — eða farnir á burt út í lífið og fyrri tilveru stna. Eg ætti því, ef til vill, í raun réttri að biðja mikinn hóp af fólki því, sem hér var þennan vetur og sumar, af- sökunar á því, hvernig „Opnu bréfi" og öðrum skrifum mínum var beitt gegn því í hejld, án undentekningar, En þó viðhorf hvers fyrir sig per- sónulega hljóti að vera, að mér bæri að gera slíkt, þá liljóta þó þau öll, scm orð mín hafa lesið eða á þau hlýtt, að gera sér ljóst, að með því, mundi ég kippa burtu öllu sem réttlætti, — já, krafðist hróps míns, — krafðist ákalls helsingjans. Tilgangur þess væri þá orðinn persónulegur einstaklingsofsi, gegn öðrum einstaklingum. Það hefði þá misst sinn samfélagslega tilverurétt — aðeins sársaukabrölt í greyinu hon- um Steindóri Sigurðssyni til að verða ekki alveg borinn fyrir borð. Og ætl- unarverkið, sem draumarnir að baki þess vonuðu að bera uppi, yrði þá byggt á röngum forsendum, — hver bygging, sem kynni að rísa upp frá því, reist á fölskum grunni. En það raunverulega eðli alls þessa máls og réttur ákalls míns, verður ræddur á öðrum stöðum hér í ritinu nánar. Og skulu því þessi orð mt'n verða það, sem eg hefi nefnt þau í yfir- skriftinni, „Málslok" hvað snertir „Hclsingja og mig“ persónulega, að minnsta kosti að öllu óbreyttu. En svo sem fyrr er sagt, fari svo ó- sennilega, að mér virtist eftir því geng- ið úr hópi þeirra, sem eftir lifa og starfa og stofnfélögum mínum frá þeim tíma, að ég geri nánari grein fyrir óhappasögunni um „Helsingja", ársrit til styrktar bókasafni sjúklinga f Kristneshæli, og að ég leggi fram þau málsskjöl mín og plögg fyrir þjóðar- dómstólinn, þá liggja þau fyrir, og mun ég þá skiljanlega verða að athuga alla möguleika fyrir því að koma þeim út á prent. Þetta er ekki sagt hér sem einhvers konar hótun, ögrun eða grunvekja, heldur aðeins upplýsing frá minni hálfu, óumflýjanleg og eðlileg tilkynn- ing um vörn, ef aftur skyldi verða vegið í sama knérunn. — Eðlileg og ó- umflýjanleg tilkynning fyrir mann, er hefir ævilanga reynslu af því, hvað það kostar, að standa óviðbúinn og berskjaldaður á bersvæði. ♦ Maðurinn er hvorki engill né dýr, en þeir, sem ætla sér að verða englar, verða dýr.

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.