Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 38

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 38
36 EINN HELSINGI ÞID SEHH HAFID GADIAH AD SðHD í HEIMDHÖSUM og hafið ánægju af léttum lögum og liprum textum, gerið svo vel og lesið eftirfarandi tilmaeli viðvíkjandi útgáfu lítillar söngtextabókar. íslenzk alþýða hefur löngum verið sönghneigð og ljóðelsk. Og mörgum sárfættum og þreyttum hefur það á lífsleiðinni létt þunga stund, að raula „sér til hugarhægðar". En meðal fólks almennt hefur mér virzt að sá hug- léttir, sem það færði því, hafi fyrst og fremst verið bundinn því skilyrði, að lag og ljóð fylgdust að. Orðlaust söngl, blístur eða trall hefur aldrei nægt íslenzkri alþýðu eitt saman, sem eðlilegt er um svo ljóðhneigða og rímgáf- aða þjóð. Og nú á þessum síðustu tímum, þegar söngvar og ljóðalög flæða látlaust yfir landið úr öllum áttum heims, hefur mér virzt koma í ljós áberandi skortur á sæmilegum söngtextum. Mörg fræg og stórbrotin lög jafnt og snotur ljúflög og mjúklátar dægurflugur hafa flutzt hingað án þess að hafa fengið aðra orðafylgd en brot og slitur úr textum á öðrum málum, og þá oft meira og minna afbökuðum. Svo er það og, að fjöldi snoturra texta og sönghæfra fyrnist svona ár frá ári, sem eðlilegt er, bæði vegna þess, að efni þeirra hefur verið tengt ein- hverjum gleymdum dægurmálum eða úreltri orðatízku, og eins það, að ekki er hægt að gera þær kröfur til léttra söngtexta, að þeir flytji með sér eitthvert varanlegt bókmenntagildi. Þeirra hlutverk er líka fyrst og fremst, að þeir séu áferðarsléttir, alþýðlegir og auðlærðir og falli vel að laginu og að þeir túlki einhver þau hughrif, sem lagið geti undirstrikað. En einmitt slíkt ljóð, sem opinberar sig allt strax, gefur við fyrstu sýn allt sem það hefur að flytja i látlausum einfaldleik, einmitt það er hætta á að verði fljótt lciðigjarnt og þvælt. Og svo fer að fyrnast yfir það, og því miður þá oft lagið líka, sem oft á þó i eðli sínu kröfur og möguleika til lengra lífs, ef því áskotnast aðeins nýr stundarlexli. Eg tel mig því hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hver viðbót nýrra sönglagatexta ætti að vera vel þegin af allri alþýðu manna og jafnvel kær- komin mörgum meðal hins syngjandi fólks hversdagsins. Og sú ályktun mín hefur nú orðið til þess, að ég undanfarið hef dregið saman og rifjað upp ýmsa texta eða textabrot, sem flogið höfðu eins og ósjálfrátt upp í hugann öðru hvoru nú síðustu árin, — texta og textabrot við ýmis smálög, gömul og ný, sem ég, eins og fleiri, hafði raulað mér til afþreyingar og til varnar gegn kvíða, ömurlyrtdi og þreytu þessi seinustu árin. Þessi söngljóðabrot hefi ég nú um nokkurn tíma verið að tína saman af minnisblöðum eða rifja upp í huganum, vinna úr þeim og snyrta þau, og jafnframt reynt að samhæfa þau lögunum, sem þau voru sprottin frá. Enn frernur hefi ég, eftir að ég tók til við þetta, samið eða þýtt að meira eða minna leyti allmarga nýja texta, eða sem næst því helming þeirra 70—80 texta, sem nú liggja í handriti að mestu leyti fullgerðir, auk annarra, sem enn eru í brotum. Um marga þessa texta er hvorki hægt að segja, að þeir séu frumsamdir né þýddir, heldur einhvers konar yfirfærslur á stemningu Ijóðs- ins og staðfærslur á efni þeirra. Stundum hef ég aðeins haft frumtextana til

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.