Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 26
24
EINN HELSINGI
og óseðjandi tilbera, sem sjúga
hennar eigin lífsþrótt. — Oll við-
leitni til góðs verður vissulega von-
laust helstríð, jafnskjótt og hún
hefst, meðan einstak’.ingurinn þagg-
ar ekki svo öskur rándýrsins í
brjósti sér, að röddin geti heyrzt.
En á þeirri sömu stundu, sem
einn og sérhver byrjar á því að
leita að möguleikum í sínu eigin
eðli, fyrir hverri gerð meðbróður
síns, þá á þeirri stundu byrjar
heildin að draga andann og vitund-
arlíf hennar að vakna.
Og dirfist nokkur óbrjáluð vit-
vera að neita því, í einrúmi frammi
fyrir sjálfum sér, að í því er fólg-
inn sá eini möguleiki mannsins til
að stöðva hið stjórnlausa, múgsefj-
ana flóð á leið sinni út í aldeyðu.
En fyrsta skilyrðið fyrir því að
einstakli^garnir stöðvi þá helþróun
er að hver og einn útrými misk-
unnarlaust úr hugmyndanna heimi
sínum hinni dauðaspúandi helvítis-
kenningu, sem átakanlegast hefur
verið vitfirringunni brennimerkt í
hinum dýrslegu og þrællundar-
innblásnum ljóðlínum:
„ef þú blinduT vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut".
Og gildir þá einu hvort hugtakið er
bundið við hinn þríkynjaða
Himnaríkisherra, þennan fáranlega
sperrilegg og ríkisbubba gullinna
porta og glymjandi hörpusláttar,
— eða hinn borubratta mera-
skálk1) hr. Josef Stalín með hrepp-
Mar=marr, marr, — þýzku
Mar, — dönsku Mær = meri.
Skélkur = Skalk (gl. danska)
= þjónn. Marskalk = merarþjónn.
stjóraskeggið og svínsaugun, —
eða íslenzkur, pólitískur flokksfor-
ingi, skröltandi í ríkis-jeppa milli
bama sinna með föðurlegum
áminningum og ábendingum, um
flokkshlýðni og flokksskyldur og
flokksins eina óumbreytilega sann-
leika og hástöfum lofandi mildi-
lega Drottinsblessun, og velferðar-
forsjá, hinum auðsveipu og hrein-
trúuðu til handa; — en hótandi
fordæmingu, útskúfun tímanlegri
glötun öllum þeim sem
„blindur vill ei varpa
von og sorg í (það) Drottinsskaut".
Sem betur fer geyma ísl. ljóða-
bókmenntir aðrar tvær ljóðlínur,
sem flytja oss jafn máttuga lífs-
boðun, eins og þessi er hryllileg í
sinni ýlfrandi, sálsjúku sjálfsfor-
dæmingu. — Tvær Ijóðlínur, sem
blika eins og geislandi vitaljós yfir
hinum þrönga stíg er liggur burt
frá hinum breiðu vegum myrkr-
anna, — burt úr eyðimörk vitvill-
unnar og þjáninganna. Ljóðlínurn-
ar, sem oegja oss að „trúa á tvennt
í heimi“:
„Guð í afheimsgeimi
og Guð í sjálfum þér".
Og áreiðanlega verður fyrsta
skrefið í leitinni að þeim guði, að
vera það, að hver og einn einstakl-
ingur setji sig aldrei úr færi, ef það
geist, til að hlýða á mál hvers sak-
bornings og þeirra af skoðanakerf-
unum dómfelldu, og skoða í ljósi
þtss möguleika, að um Jians eigin
mál væri að gera.
Og svo, ef einhver er sá, er tel-
ur sig eiga eða hafa fundið eitt-