Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 4

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 4
EINN HELSINGI ske muna, horfðu þau mál þannig við þá, að andvirði pantaðra eintaka mundi koma til með að nema því, sem svaraði beinum kostnaði við útgáfu 3 —4 arka rits, en heldur ekki, meira. Til sjóðstofnunar yrði ekki afgangur af þeirri upphæð. Eg tók þar fram, að óg hefði talið vonum mínum um auglýsingar í ritið mjög i hóf stillt, samkvæmt allri reynslu — minnar og annarra — á þessu sviði, en jafnframt að þær hefðu algerlega brugðizt, og í því lægju nr- sakirnar til þessarar tafar á útgáfunni. En með þessari greinargerð vonaði óg svo fastlega, að nokkuð ynnist á, svo að einhver breyting gæti orðið þar á, og jafnvel svo, að ritinu yrði gert kleift að koma út með haustinu, þann- ig að heiman búnu, að með því næðist fyrsti áfanginn að markmiði þess, sá, að öðlast stærri tilgang og þar með aukinn samfólagslegan tilverurétt, — meiri og víðtækari tilverurétt en að vera aðeins málflytjandi eins einasta einstaklings — míns lítilmótlega per- sónuleika. En þær hóflegu vonir þar um hafa nú hlotið sömu afdrif og hinar fyrri — hafa sýnt sig, þrátt fyrir fátæklega smæð sína — að vera hreint og beint glæsidraumar i samanburði við skol- gráan og kviknakinn veruleikann, — hafa sýnt sig að hafa aðeins verið eins konar sólglitaðar sumarflugur hugans, — cða þó öllu heldur óskahyllingar, hverfilegar „Fata Morgana" sýnir i auðn staðreyndanna — hverfiinyndir, sem 'þó eiga ef til vill staðfestu sína i einhverri óvissri, hulinni framtíð. Já, svo fór það og „þar fór það". Og þvi flytur nú þetta síðbúna rit minnst- an hluta þess, sem því var ætlað, — en mörg lík í lestinni — lík góðra vona og góðs vilja. Allar aðstæður og fjárhagshorfur þess eru nákvæmlega þær sömu og þær voru við útkomu blaðsins sl. sum- ar, og þar má sjá. Engar auglýsingar hafa borizt því til viðbótar, sem þá var fyrir, og sami á- skrifendafjöldi, enda gerði óg mér litl- ar eða engar vonir um aukningu hans eftir þann tíma. Eintök, pöntuð til kaups, munu nú vera um 1284, þegar þetta er skrifað, og engin líkindi til að við þá tölu bætist, meðan ritið er í prentun. Af þeim voru þegar pöntuð fyrir árslok 1944 1030, cins og þeir kannske muna, sem blað mitt barst á síðasta sumri. I>á var líka tala fólksins, sem stóð að baki þeirra pantana — tala þeirra þjóðarsystkina minna, sem svöruðu áitalli helsingjans, 183, en nú 207 alls. Verður ekki rætt hér frekar um gildi og glæsileik þessara talna fyrir íslenzkt víðsýni, fordómaleysi í þjóðarhugsun- inni, samfélagslegan skilning og rétt- lætiskennd. Mun það verða nokkuð nánar athugað, að öllu forfallalausu, síðar í þessu riti eða annars staðar. En stærðarhlutföllin á milli þessara tveggja talna i niðurstöðum þessar.tr líklega einstæðu atkvæðagreiðslu, hljóta að tala allskýrt sínu máli, svo engar getgátur þurfi um það, hver hugur bjó að baki þeirra svara, sem mér bárust við ákalli mínu, sem sak- borningi heildarinnar, haustið 1944. Eg býst við, að engum dyljist það, að ef forvitni, meinfýsni eða aðrar slíkar kenndir hefðu verið þar að verki, mundu þær tölur, eða stærðarhlutföll þeirra, hafa orðið mjög á annan veg. Ekkert nema réttlætiskennd og samfé- lagsleg ábyrgðartilfinning hefði getað skapað þessar niðurstöðúr. Rúmið fyrir þessi inngangsorð verð- ur að skera mjög við neglur sér, sem og öllu öðru efni ritsins, eins og nú er komið máltim. — En þar sem mér þótti fullreynt, að ekki yrði bætt úr því, að öllu óbreyttu, og óverjandi

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.