Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 52

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 52
CVO BJARTSÝNN «r tg og góðstrúandi og treystandi á athygli og áheyrn meðal þjóðar- systkina minna, að ég hefi eftir margar, langar og kvíðandi umþenk- ingar, ákveðið að hætta öllu, sem mér fyrir auðsýnt traust og persónu- legan drengskap annarra verður unnt — hætta því öllu, sem nokkrar líkur eru fyrir að ég geti einhvern veginn risið undir fjárhagslega, hversu sem færi, til þess að reyna þá einu leið, sem enn getur gert það mögulegt að þetta rit geti náð hinum upphaflega tilgangi sinum, þeim tilgangi, að geta skapað hinn fyrsta vísi i veruleikanum að þvi fagurdreymi, að geta séð eittlivað það, sem til góðs gæti vaxið, upp frá dý^keyptri reynslu, í lok lífsflakks míns. Eitthvað það, sera gæti i framt'íð orðið bjarghringur þeim, er brytu hát sinn á þeim sömu skerjum sem minn fórst. Og til þess er enn cin leið fyrir þetta rit, þótt að sú venjulegasta og af mér í of góðri trú áætlaða leiðin - auglýsingatekjur — reyndist mér lokuð og sé nú hest svo að eigi verði opnuð Iiér eftir. En að þessari einu óreyndu leið hafið þið, sem þetta lesið, öll lyklavöldin og aðrir eigi, mörg eða fá eftir ástæðum. Að- eins fyrir skilning ykkar og góðvilja getur hún opnazt Og ég vil ekki aðeins vona að svo verði, — heldur er ég svo bjart- sýnn að trúa á það, þrátt fyrir öll áföll bjartsýni minnar og skip- brot góðstrúar á liðinni ævi. — Ég hefi þvi fyrir þá trú og í því trausti ákveðið að láta prenta þetta rit í sem næst fjórfölduðu því upplagi, sem áskriftir þær, cr bárust fyrir ákall hins „Opna bréfs" míns, nema. Með öðrum orðurn, ég hefi tekið þá ákvörðun, að láta prenta 5-6 ÞÚSUND EINTÖK af ritinu. — Því auðnist að selja það mestallt, þá mundi það nema, að frádregnum venjulegum sölulaunum bókaverzlana, lausasölu barna og svo útsendingarkostnaði, að minnsta kosti 15—16 þús. kr. Þegar svo búið verður að greiða þar af allan kostnað 'við útgáfu ritsins, þ. e. a. s. prentun, pappir og innheftingu o. s. frv„ ættu þó að geta orðið einar 8—10 þúsund krónur umfram. — Þó að vísu sé ógerlegt að áætla neinn kostnað nákvæmlega, þegar þetta er skrifað og ritið að fara 'í prentun, þá hygg ég, að þær tölur séu ekki fjarri sanni. En þar með væri „Helsingjasjóður" orðinn veruleiki. Ekki aðcins lú stofndeild, sem ég hafði hugsað að tengd yrði bókasafni sjúkling- anna hér, heldur einnig það, sem mesta þýðingu hefur, að hinn fyrsti visir til sjóðsins yrði þá hægt að mynda með álíka upphæð og þeirri, sem til bókasafnsins gengi. — Og að sá vísir mundi fljótt blómgvast, óttast ég ekki, undir handleiðslu og umsjá þeirra manna, sem ég hefi fyrir löngu fyrirhugaða, og sem ég tel mig geta treyst, að muni fúslega taka að sér það hlutverk, sem þau önnur, er gott gætu látið af sér leiða í mannfélagslegri sambúð, menn, sem alla er að finna meðal hinna fyrstu 200, er svöruðu ákalli einstaklingsins um varnar- rétt gegn heildinni. Gjörið svo vel og lesið „Stutt bréf“ til þjóðsystkina minna á bls. 41-42, sem ræðir þetta nokkuð nánar. Steindór Sigurðsson.

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.