Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 13

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 13
EINN HELSINGI 11 í. Sigfús Sigurhjartarson, alþm., Rvík. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor, Rvík. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. sr. Sigurður Einarsson, skrifstofustj. Þóroddur Guðmundss., rith. frá Sandi. Vilhj. S. Vilhjálmsson, rithöfundur. Vilhjálmur Hjartarson, kaupm., Siglf. Skal svo þessari nafnaupptaln- ingu lokið, enda þegar orðin fleiri en ég tel að til hefði þurft að færi ummælum mínum, þeim er áður getur, til sönnunar. * Öll þekkjanleg reynsla einstak- linga og þjóða er ein samhangandi röksemdakeðja að því, að hverjum einum einstakling faer skylda til að tapaJ hvar sem tveir aðrir hafa þar af nokkum ávinning. Meðan við sem einstaklingar vinnum gegn þessari óumbreytan- legu niðurstöðu allrar mannlegrar reynslu, er öll viðleitni okkar til betra jarðlífs ýmist dauðadæmd eða verður blóðrunnið öfugstreymi f sloð mannanna. Nokkur fátæk böm sátu saman í hóp og eitt þeirra sagði: „Þetta er minn hundur!" — „Þetta sæti héma í sólskininu er mitt!“ sagði annað þeirra. Þannig byrjuðu mennimir að leggja undir sig heim- inn. Pascal. * Hvers vegna fylgir maður meiri hlutanum? Sökum þess að hann hafi rétt mál að flytja? — Nei, sökum þess að bann er valdið. Pascal. Hver einasti maður er geðveik- ur. — Þess vegna er það, að ef ein- hver einstakur virðist vera ósturl- aður frá okkur séð, þá er það bara ný tegund af geðsýki. Pascal. * Menn berjast fyrir því nótt og nýtan dag að höndla hamingjuna. Þess vegna geta menn aldrei orðið hamingjusamir. Paeoal.

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.