Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 19

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 19
EINN HELSINGI 17 « Þetta veit ég að þeir gera sér ljóst, sem hafa gefið sér tíma til að staldra svo lengi við í önnum dagsins, að þeir hafi gert sér ljóst, hvað raun- verulega knúði fram ákall mitt. Og hvað einstökum efnisþáttum við- víkur, sem gert var ráð fyrir í upphafi „Opna bréfsinsí', hafa þeir því flestir eða allir mist hlutverk og tilgang, og tel ég mig ekki jiurfa að skilgreina það frekar. Aðeins vil ég bæta fáeinum orðum við um erindin tvö, sem ég flutti í útvarpi hælisverja, að aflokn- um þeim fyrir mig sögulega aðal- fundi félagsdeildarinnar „Berkla- vörn“ hér. sumarið 1944, og sem ég nefndi „Helsingjar og ég“, frá ytri og innri sjónarmiðum. — Síðara er- indið, það sem fjallaði um hin ytri viðhorf, var all ýtarlega rakið og end- ursagt í „Opnu bréfi", eins og ég þegar hefi tekið fram. En hvað því fyrra viðvíkur, sem hafði undirfyrir- sögnina „Frá innri sjónarmiðum", þá skal þess fyrst getið, að þá þegar um haustið, þegar ég fór að búa það undir prentun, dró ég það straxs all- verulega saman, skar burtu hin sáru bituryrði, sem brjósthiti stundar- innar hafði knúð fram, og persónu- leg ávörp öll, til manna hér innan veggja, feldi ég vitanlega niður. Þau voru öllum utan þeirra óviðkomandi; það úr þessum málum, sem fram þurfti að koma, var eingöngu það, sem e kk i var einstaklingsbundið, heldur almennt. Eins og ég strax í „Opnu bréfi“ reyndi að gera ljóst, hvort sem það tókst eða ekki. Þá er það í öðru lagi, hvað þess- um erindum viðvíkur, að nú er flest það fólk horfið héðan, sem þá reik- aði hér um undir oggjum hinnar reiddu sigðar, — hér í Biðheimaborg hins „Bleika manns". — Horfið er það flest héðan — annað tveggja út 1 ið- anda dagsins á starfsvegum þjóðar- innar, og að mestu, eða öllu leyti, horfið sýnum, — eða, — og kannske það sé stærri hópurinn, — horfið héð- an fyrir fullt og allt, til þeirra húm- landa, sem jafnvel hinir djörfustu og langfleygustu mannshugir finna eng- ar áttir til, — horfið til þessara hul- iðsríkja framundan og bak við alla drauma mannkynsins, — hulduland- anna miklu, þaðan sem við öll kom- uin i upphafi, og þangað sem við ö 11 förum fyrr en varir, — þú og ég, — þið og hin, Og þar sem að nú er svo komið sögu, að hér byggir nú og bíður allt annað fólk en þá, — fólk, sem þetta minn persónulega viðfangsefni er al- gerlega óviðkomandi, þá þykist ég nú ekki þurfa að gefa ýtarlegri skýr- ingu á því, þótt hér verði ekki frek- ar ýtt við.gömlum eymslum, cða rakt- ir persónulegir smáþræðir, frckar en hér er gert á stöku stað, og sem mér hefir virzt óumflýjanlegt að ryfja upp, En færi nú svo, að einhverjir óvið- komandi, og málunum ókunnir, telji það einhverskonar uppgjöf, — flótta minn frá því að þurfa að standa undir fullyrðingum mínum í „Opnu bréfi", — þá ex því að svara, að þær full- yrðingar tel ég mig þegar hafa sannað, þar í bréfinu sjálfu, og með þögn annarra þar um. Auk þess er ég orð- inn svo þykkskinnaður á hrygglengj- unni undan bitvargi „almannaróms- ins", að ég finn ekki til undan þess- konar „Pulex irritans". Öðru máli gegnir, ef svo ósennilega mætti fara, að ein slík rödd eða berg- mál hennar, — eða raddir heyrðust frá einhverjum þeim, sem þá áttu hér leik að tafli. — Þvi þá liggja hér hjá mér reiðubúin öll þau handrit og plögg, sem i fyrstu var ráðgert að kæmu fyrir almenningssjónir, ásamt ýmsu, sem við hefir bæzt, svona eftir því sem atvikin og rás timans hefur

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.