Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 17

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 17
EINN HELSINGI 15 dómaleysi, víðsýni, réttlætiskennd og skilningsvilja, sem ekkert gat skapað ncma hún sjálf, — og þessa mynd, sem hún varð að skapa, — og hafði þess engrar undankomu, — varð að skapa, hvort sem hún vildi eða ekki, — hvort scin henni líkaði betur eða verr. — ' Hvort sem hún i barnaskap reynir að loka augum fyrir, því sem 'orðið er, eða ekki. Ekkert fær breytt því, sem búið er að gerast né afturkallað liðinn dag og unnið verk. Dag eftir dag mótaði þjóðin þessa mynd sína hér i fátæklegri vistarveru eins lítilsmegandi einstaklings sins, í „biðsal dauðans", þar sem dyrnar út 1 nóttina standa opnar í hálfa gátt og ---------->o-« klær myrkursins seilast æ lengra inn með dyrustafnum. Dag frá dcgi sá hann þessa mynd skýrast og drætti hennar dýpka og festast, — þessa mynd, sem þjóðin nú eignast, eina, óvéfengjanlega ófalsaða af þjóðfélagslegri árvekni sinni og hlustandi samhug, frá þessum tima, — og myndina, sem til sýnis verður um alla framtíð, meðan íslenzk tunga er töluð. Sú eina mynd úr hugarfari islenzku þjóðarinnar, sem komandi timar og kynslóðir geta og munu byggja á dóm sinn um samfélagslegan þroska ein- .staklinganna meðal hennar á þessum sögulegu tímamótum i ævi hennar. ■C<> —------ Iðrunin er hin banvæna tilfinning, sem lamar og eitrar alla lífs- trú og viðnámsþrótt mannlegs eðlis. Eyðslusemi og hóflaus bruðlun er oftast kölluð örlæti, höfðing- skapur og risna hjá þeim, sem hafa offjár til umráða, en þykja allra glæpa verstir og auðvirðilegastir hjá þeim fátæku. Einn höfuðgalli mannanna í núverandi samfélagi og á núverandi þroskastigi er, að annaðhvort finnst manninum, að hann sé að kenna, eða hann sé að nema, í stað þess að opna augun fyrir því, að ósjálfrátt undir öllum kringumstæðum kennum vér og nemum i senn. — Ef vér gerðum okkur það Ijóst, væru miklar breytingar i vændum í mannlegu samfélagi, og miklu af blindu djöfulæði skiln- ingsóvilja og skilningsleysi útrýmt. Þroskastig okkar, samfélagsleða séð, er ekki hærra ennþá, en að sönn samfélagsleg hugsun einstaklingsins nær varla til hans eigin fjölskyldu, hvað þá út fyrir hana. Það er aðeins eitt, sem ég er að vona að geta kennt ykkur, aðeins eitt, sem ég get kennt, sökum míns takmarkaða þroska og þekkingar. En Það er, að ekkert er svo smátt, enginn svo aumur og einskisnýtur, að jafnvel sá vitrasti og voldugasti geti ekki af honum lært nokkuð.

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.