Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 28

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 28
26 EINN HELSINGI „Leik eg mér að ljóðabrotum ,fram langan dag um vornætur Yíðblóar." TpG bið góða lesendur forláts á því, ■*-' að eg vcl þessi fátæklegu vísuorð eftir sjálfan mig sem einkunnarorð fyrir þessum þætti. En þau lýsa svo rétt og glögglega því, sem fyrir mér vakir með þessum skrafpistli, að þau urðu mér eins og „sjálfsagðir hlutir" í upphafi hans. Því það, sem ég hafði hugsað mér að gera, er að grípa hér og þar úr hillum mínum ljóðkver eða ljóðabækur af al- geru handahófi — láta það ráða, hvað fyrir hendi verður, og sömuleiðis að láta tilviíjun eina stjórna því, hvar ég slæ þeim upp, — og tína síðan upp úr þeim blaðsíðum, sem opnast mér, ein- hver þau ljóðblik eða lýsigullsbrot fs- lenzkrar orðlistar, sem gaman væri að „velta fyrir sér" andartak eða þau, sem þannig ósjálfrátt kölluðu á athuganir hugans einhverra orsaka vegna. Ein- stök glitkorn hugsana eða formsnilld- ar, sem þá jafnframt gætu orðið til Sú ömurlega staðreynd mun tæp- lega verða véfengd, að ljóðalcstur islenzku þjóðarinnar fer mjög þverrandi, og mætti það vera öll- um unnendum íslenzkrar tungu ærið áhyggjuefni, ef svo fer um fjöregg hennar, að það lendir á hrakhólum, gleymist og glatast. Með þessum „ljóðabrotaleik“, cr ég síðar hefði löngun til að birta fleiri þætti af, vildi ég reyna, hvort ekki mætti vekja einn og einn ljóð- hræddan cinstakling til vitundar um það, að kvæðalestur og vísna er hvergi nærri eins þreytandi né ó- skcnuntilegur, eins og hann hélt. þess, að kalla fram í huganum hálf- gleymdar stökur og ljóðbrot, er þang- að liefðu einhvern tíma slæðzt á lífs- leiðinni og orðið þar viðloða. Sem sagt er það tilætlunin, að láta þennan pistil skapast jafnóðum, án nokkurra áætlana annarra, en að láta ljöðbrotin, sem tilviljunin færir að á meðan, algerlega stjórna eftir hvaða leiðum hughnoðið veltur í íslenzkum Ijóðaíöndum, og í hvaða áttir efnis- þráðurinn spinnst. Rúmsins vegna geta þetta ekki orðið nema örfá handahófsgrip _ á þann gullna sjóð, sem þjóðarsál okkar hefir orðið mestur og beztur yl- og ljósgjafi, þegar að kreppir. Nokkrir dropar úr þeirri lífsins lind, sem íslenzkar konur og menn liafa drukkið drýgstan styrk úr í skammdegishörkum og skugga- nóttum liðinna alda. Skal svo formála lokið, — en því vildi eg mega trúa, að einhverjar verði þær ljóðasálir á vegi þessa rits míns, sem notið geti sömu barnslegu ánægj- unnar og ég sjálfur við að skjótast i svona smáferðalag til íslenzkra ljóða- landa fyrirvaralaust. Og í því trausti seilist maður upp í

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.