Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 35

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 35
EINN HELSINGI 33 þess, sem ég aldrei finn, — sjálfs míns í sál annarra. — En nokkuð hef ég þó fundið, — ég hef fundið sálir annarra í minni eigin sál. — Ég hef fundið þær þar í hvert sinn, sem yfir þær brá bjarma af gleði yfir lífinu sjálfu; — gleðina yfir sjálfsverundinni. — En svo hurfu þær aftur úr sál minni, þegar þær misstu sjónar af gleði hins raun- verulega, gleði stundarinnar, — gleðinni i bliki geislans og ilm blómsins; — þegar þær breyttust í náttuglur og drógu skýlu leður- blaðkanna fyrir augu sín, — þegar þær flögruðu út í nótt og myrkur þess óþekkta, þess ókomna, utan við veraldir.allrar vitundar. Þang- að fer ég aldrei til að leita gleði minnar. — Mig skelfir gleði hins sturlaða yfir landareign sinni 5 ríki staðleysunnar. Eg finn að þá hefur hann dæmt tilveru sína sem manns, til dauða. En ég hef fundið sálir annarra í sál minni. Ég hef fundið hjarta stundarinnar slá í hjarta mínu og því held ég áfram leitinni að sjálf- um mér í öðrum. Og ég hef leitað um klettabeltin og fjallshlíðarnar. — Og ég hef leitað í dýpsta dýpi dalsins í hita- rjúkandi saltþykkni á bökkum dauðahafs mannlegs skilnings, þar niður við dauðsviðna barma brennisteinshvera hatursins, þar sem löftið er svo þungt og rammt af eitruðum daun fordæmdrar ver- aldar. — En einmitt þar hef ég fundið einn sterkasta þátt míns eigin eðlis, — þann sem ef til vill er líftaug allrar tilveru. — Gleði var það að vísu ekki, en það var þessi allt yfirskyggjandi þrá, til að lifa lífinu sjálfu, lifa og hrærast í hverju því einstaka, hversu smátt sem það væri, — sameinast veru- leikanum sjálfum, augnablikinu, — og öllu þess, — öllu þvi sem það gefur líf og liti á meðan það býr til sinn lieim, — sem næsta augnablik sundrar svo og umskap- ar. Já, — í dýpsta djúpinu meðfram bökkum dauðahafs mannlegs skiln- ings þar hef ég séð þau glóa og skína þessi brot mannlegs eðlis, sem fær mann til að trúa á eilífan uppruna þess, — á eilífa möguleika þess, hina vakandi skilningsþrá, ó- myrkvaða af lögmálsblindu. Hinn næma skynjandi skilning stundar- innar, skilninginn, án samúðar, án náðar, án fyrirgefningar, án trúar; en þann skilning, sem gengur hljóðlega fram hjá dyrum þín- um, ef þú situr og drjúpir höfði, — ekki sökum einhverra ut- anaðkomandi samsefjaðra geð- hrifa, uppþembdu af tárum og fyr- irbænum, — heldur sökum þess að þarna þekkir hann brot sjálfs síns, — og veit að hún krefst hljóðlátrar og kurteisrar um- gengnisvenju — veit að hún er knýjandi nauðsyn til varnar því, að þar rísi ekki upp hvæsandi eitur- ormur, sem heggur tönnum í um- hverfi sitt og deyðir það-------“

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.