Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 40
38
EINN HELSINGI
verður að vera nacr lágmarksáætlun minni (4 arkir = 64 bls.) eða hámarks-
áætlun (6 arkir = 96 bls.), né heldur hvað kostnaðarhliðin og söluhorfur
leyfa upptöku mangra einraddaðra laga o. s. frv.. Og að síðustu er það verð-
lagsstjóri ríkisins, sem ákveður verðlag bókarinnar samkvæmt kostnaðarreikn-
ingum.
En óhætt mun að fullyrða, að verð hennar óbundinnar verður einhver*
staðar á milli 10 og 20 kr., og þó hún næði hámarksáætlun i stærð aldrei fram
úr þvi. Og svo i bandi það hærra sem því nemur, en það vildi eg helzt geta
haft tvenns konar — shirting og alskinn — og þá með tilsvarandi verðmun.
Eg tel því líklegt, út frá meðaltali þessara áætlana, yrði verð hennar um ’5
krónur óbundin ag 25—30 krónur í skinnbandi.
Að svo mæltu sný ég máli mínu tU ykkar allra, sem ánægju hafið af þvi
að raula ykkur í sátt við hversdagsamann, og sem þá ekki síður finnið
skemmtun í því að „taka lagið“ í glöðum hóp, og mælist tU að þið athugið
lagaskrána og sýnishom textanna. Og fari svo, að ykkur félli valið vel og
textamir fyndust ykkur þolanlega -viðfelldnir og stórgallalausir, þá em það
vinsamleg tilmæli miín, að þið útfyllið annan hvom áskriftarmiðann sem
fylgir hér á eftir, og sendið tnér hið fyrsta. Miðana klippið þið svo úr og
látið í póst við fyrsta tækifæri.
Hér á eftir er skrá eða upptalning
nokkrum vinsælum sönglögum.ersöng-
textar þeir eru ortir undir eða þýddir,
sem nú liggja hjá mér í handriti, auk
hinna 9, sem fylgja textasýnishornum
þeim, sem hér eru birt. Er þaS saman-
lagt um það bil helmingur þeirra laga,
sem textar eru nú tilbúnir við.
Lögin eru hér skráð með þeim kenn-
ingarheitum, sem alþýðu manna mun
vera þau kunnust undir, í þeim til-
fellum, sem hið upprunalega heiti
þeirra og frumtextans mun vera lítið
þekkt manna á meðal.
1. Beautiful Dreamer (St. Foster).
2. My Old Kentucky Home (Foster).
3. I dream of Jeannie tvith the light
bröwn hair (Foster).
4. The Old Folks at Home.
5. Home on the Range.
6. Amapola.
7. La Cucaracha.
8. Hann flækist víða fullur.
9. Litli vin.
10. Nu tror jag det kan vara tid
11. Hár ar gudagott at vara.
12. O jánta o jag.
13. Dar gingo tre jenter i solen.
14. Jungmann Jansson.
15. Vora du skjön som den adela roi.
16. Ein yngismeyjan gekk út 1 skógi.
17. Der björkorna susar
18. Til Austurheims vil eg halda.
19. Husker du i Höst (Lille Karen).
20. Det var en Lördagsaften.
21. Ak, kæreste Hr. Guldsmed
22. Den siste reis (Sing, Sailor, Oh).
23. Millom bakker og berg.
24. Briiderlein, trink (þýzkt).
25. La donne e mobile (ítalskt).
26. Santa Lucia (Heilaga Hulda) —
27. Stenka Rasin (russneskt).
28. Flökkumaður, spila þú
29. Æ, æ, æ, ungmeyjan grætur
30. Spinn, spinn, Hulda min
31. Ingalill.
Frekari upptalning verður að bíða bókarinnar sjálfrar, eða nálægt
því 50 önnur. Þar á meðal allmörg islenzk lög, sem textar hafa
myndazt við hjá mér undir ýmsum stemningum — frekar en af þörf
fyrir nýja texta. I>á og vinsæl danslög, gömul og ný, m. a. við hið
gamla söngva-danslag „Nú vefum við mjúka, — þá dýrindii dúk»".