Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 5

Einn Helsingi - 01.03.1946, Blaðsíða 5
EINN HELSINGI S gagnvart áskrifendum, að draga út- komu þess lengur, verður það nú að koma til dyranna eins og það er klætt. Og þó að sá búnaður sé mjög svo þröngur, verður ekkert við því sagt né gert. Þann stakk hefir þjóðin sjálf skorið. Öðrum var ekki til að dreifa, sem þau klæði mættu né gætu skorið. Það verður því svo að vera, að báðir meginþættir efnisins í rili þessu verð- ur aðeins hægt að taka til meðferðar í tveimur stuttum, samanþjöppuðum yfirlitsgreinum. Kemur það að vísu ekki að sök, hvað annan þann efhis- þátt snertir, þ. e. a. s. mitt persónulega málefni, þar sem nú hinn langi tími, sem liðið hefur síðan, hefur á margvís- letgan hátt bylt við og breytt mörgum viðhorfum og aðstæðum öllum. Enda eru efnisbrot jrau, sem hér birtast, flest tekin úr skrifum mínum hina myrku daga og löngu nætur 'haustið 1944. Og ennfremur verður hér í sam- anþjöppuðum póstum úr fjölritaðri „Orðsendingu" rninni frá þeim tíma og hugunum nokkrum þar að lútandi, þeim málurn og hinu raunverulega eðli þeirra og ákalls míns, gerð full skil frá mínu sjónarmiði. En öðru máli er að gegna um hinn meginþáttinn og einmitt þann, er ég taldi helga tilgang þessa upphlaups eins lítilsmetins lífsflakkara, sem ann- ars var vanastur því að láta reka á reiðanum — og réttlæta tilorðningu þess. En það var greinargerðin og drög þau að skipulagsskrá fyrir væntanleg- an „Helsingjasjóð", þegar stofndeild sleppti. Og það er mér þungi i brjósti, hversu fátækleg og lítið segjandi sú greinargerð er, sem fjallar um hið á- ætlaða hlutverk hans og starfssvið. En því ræður ekki aðeins rúmleysi ritsins og getuleysi útgefandans, heldur verð- ur þvi miður að segja, að sá niður- skurður orsakist að mestu leyti af sjálfu sér, þar sem varla getur komið til þess, að stofnun sjóðsins sé eygjan- legur möguleiki í næstu framtíð. En þrátt fyrir það el ég þó þá von í brjósti, að hin stutta og ófullkomna greinargerð þar um, megi verða til þess að vekja áhuga einhvers eða ein- liverra hinna mörgu ágætismanna þjóðarinnar. Þvi þó þeir hingað fil hafi látið ákall mitt og önnur skrif fram hjá sér fara, verður það að teljast skiljanlegt, meðan þau ekki gerðu skýrari grein fyrir ætlunarverki sínu, en ég á því stigi málsins taldi mig mega eða geta gert. Það er að segja, meðan hið persónulega viðfangsefni mitt, og þó fyrst og fremst, þessi könn- un mín á hinum samfclagslega einstak- lingsrétti, var að leysast. Og fari nú svo vel, að þessar síðustu vonir mínar hér um rætist, svo að sjá- anlegir verði einhverjir möguleikar til að stíga fyrsta sporið í þá átt, þá mun ég á þessu ári eða næsta gefa út annað hefti þessa rits, svo unnt verði að stíga það spor út frá þeim grundvelli, sem hér hefur verið lagður. Og vil ég ekki að óreyndu efast um, að svo megi verða. ,Mun ég þá væntanlega líka geta birt eitthvað af því efni, sem nú er úti- lokað hér eða svo samanþjappað, að illa má við una, — efni, sem snertir eða snýst um kjarna þessa málaflutn- ings mins alls: hin samfélagslega að- staða einstaklingsins og viðhorf heild- arinnar til hans, — hvers og eins með sínum sérstöku eigindum. Og um hinn mikla dauðadóm, sem hver einstak- lingur kveður upp yfir sjálfum sér, með því að leyfa múghugsun hvers málefnis og hvers tíma að kefja sína eigin athygli og athugunarmöguleika sína, og með því að láta hið deyðandi helflóð viðurtekinna lífsskoðana, lög- málsblindaðrar og vitóðrar heildar,

x

Einn Helsingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einn Helsingi
https://timarit.is/publication/1212

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.